Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 21
verzlun, vatt sér ag Árna verzlunar- stjóra og mælti: „Ég fann dauffan mann hérna úti á bótinni. Þa3 er víst áreiðanlegt, að hann er af einhverju af skipun- um ykkar — þau eru alltaf að drepa af sér mennina". „Hvað segirðu?" sagði Árni. — „Fannstu dauðan mann?“ „Já, — ég fann dauðan mann, og ég vil fá þrjátíu krónur í fundar- laun“. Árni lyfti gleraugunum upp á enn- ið og svaraði: „Já, já, — þú rnátt eiga skrokkinn“. um íék viS jbá Séra Stefán Stephensen í Holti í Önundarfirði var allra manna mein- yrtastur og ekkj ávallt mikill guð- rseknisblær á tali hans. Um hans daga voru þeir embættismenn á ísafirði, Þorvaldur Jónsson, læknir, og Þor- valdur Jónsson, prestur. Einhverju sinni spyr séra Stefán þau tíðindi, að sóttfellt sé á ísafirði og manndauði í mesta lagi. Þá hreyt- ir hann út úr sér: „Þeim líkar þá lifið, nöfnunum — öðrum að drepa, en hinum að grafa“. Illa farið meS góSan dag Það var sumar eitt í prestskapar- tíð séra Stefáns Stephensens í Holti í Önundarfirði, að heyskapur gekk örðuglega vegna votviffranna. Svo var það á sunnudegi, er messa skyldi í Holti, að glaðna tók til upp úr dag- málum, og um hádegisbil var komið glaðasólskin og bezti þurrkur. Eigi aff siður tíndist fólk til kirkjunnar. Prestur var í heyi úti á vellinum með allt sitt fólk og leit ekki upp, þótt kirkjugestirnir biðu heima á hlaðinu. Loks gengu nokkrir bændur Framhald af 150. síSu. „Nei“, svaraffi Þorvaldux hörku- lega — „það skal ég aldrei gera. En ekki skyldi ég meðganga, þótt ég væri skorinn í þúsund stykki“. Það er aftur á móti af Eggerti að segja, að hann lofaði guð hástöfum fyrir sakleysi sitt, þegar af honum bráði hugsýkin. Slíkar andvarpanir heyrðu margir af munni hans, bæði heima á Ásbjarnarstöðum og á öðr- um bæjum. Við nafna sinn í Kirkju- hvammi sagði hann, að sig gilti einu, hversu dýr eiður sér yrði stílaður — hann hefffi hvorki stungið skipstjór- ann, skoriff, barið né grýtt. " Samt var á kreiki kvis, sem ekki var honum hliðhollt. Hann átti sem sé líka að hafa sagt, aff hann með- gengi ekki, á meðan hann vissi Þor- vald leika lausum hala. Var þetta niður á túnJð tii prests og heilsuðu honum. Hann v^r að snúa flekk, tóik kveðju þeirra fáléga og harnaðist við iðju sína. Bænducnir tvístigu vand- ræðalegir við flekkinn, unz einn þeirra sagffi: „Það er góða veðrið í dag“. Þá nam prestur staðar við miðjan rifgarð, hallaffi sér fram á hrífuna og mælti af megnri fyrirlitningu: „Huh! Þið eruð þá líka að nota það, bölvaðir". Hrekkfaus háseti Björn Gunnlaugsson reri til fiskj- ar úr Bálkastaðanesi j æsku, en þótti litlu betri sjóliði en verkmaður a landi. Eitt sinn var það, er báturinn hafði tekið niðri í vörinni, að þara- hrönn flaut við borffstokkinn. Björn leit á formanninn og spurði: „Má ég stíga á þetta?“ „Velkomið, Björn minn“, svaraði formaður. Björn fór á bólakaf og skreiddist upp holdvotur. Heyrðu menn þá, að hann tautaði í sífellu fyrir munni sér: „Velkomiff, sagði hann, Björn minn. Velkomið, sagði hann . . .“ Sesfaksma í gróandanum Jón bóndi var óðamála og ekki ævinlega skýr í hugsun. Eitt sinn í gróandanum komu nokkrir heldri menn á hlaðið og hittu ekki sem bezt á, því að bóndi sat þá með vinnu konu sinni í skemmudyruniwn. Hent- ist hann fram á hlaðiff, þegar hann varff gestanna var, og sagði í hinu mesta írafári: „Hún er ekki farin að grænka, aldan hérna, sem ekki er von. Ég lield hún spretti ekki vel i sumar. Þess væri líka óskandi". Var Aldan hluti af túni Jóns bónda skilið á þann veg, aff hann þyrði ekki að ganga til játningar, ef hann ætti Þorvald yfir höfði sér. Báru sumir sér í munn, að þetta kvis væri komið vestan af Snæfellsnesi frá Guðmundi Guðmundssyni, faktor á Búðum. Þá þótti hitt ekki síffur ískyggilegt, að einhvern tíma haíði Eggert varpað fram þeirri spurningu, hvaff það myndi giida þann mann, er myrt hefði skipherrann og farið svo fram í jaktina og drepið kokkinn. Þannig var hvert orð af munni þeirra Þorvalds og Eggerts um þessi mál hent á lofíi, margt af því vafa- laust ýkt og afbakaff og' annað, sem rétt var hermt, lagt út á versta veg. XXXVI. Þegar iandsyfirréttur hafði hnekkt dórni sýslumanns, var Jón Espólín sýslumaður Skagfirðinga, sklpaðu? setudómari í málinu, og Stefán amt maður Þórarinsson á Möðruvöiium mæltj svo fyrir við Jón sýslumann á Giljá, að Þorvaldur og Eggert skyldu teknir í járn og hnepptir i varðhald. Það má nærri geta, að Jóni sýslu manni þótti súrt í brotið. Eftir all langan drátt skrifaðj hann þó lirepp- stjórunum í Kirkjuhvammslireppi og fór þeim að framkvæma handtökuna og flytja Þorvald til vörzlu til Þor leifs hreppstjóra Þorkelssonar i Stóra-Dal. Kvað hann lint að orði og gerffi ekkj ráð fyrir, að Þorvaldui yrði hafður í járnum, nema hann sýndist líklegur til stroks. Það var komið fram á slátt, er loks var gerð gangskör að því að handsama Þorvald. Voru þeir fjórir, sem gerðu honum affför — Björn Guð mundsson á Ytri-Völlum, Þorleifui Halldórsson, Vatnshorni, Teitur Ein- arsson á Þóreyjarnúpi og Jón Bjarna- son á Syðri-Völlum. Komu þeir að Gauksmýri á mánudegi í síðustu viku júlímánaðar og höfðu meðferðis járnagarma, sem sýslumaður hafði sent. Þorvaldur kvaðst vera sjúkur og bað þá taka sig, ef þeir sæju sér fært. Þótti Birni viðurhlutamikið að setja hann i járn og flyt.ia hann brott nauðugan, því að ekki var gert ráð fyrir því í skipunarbréfi sýslumanns. Hét Þorvaldur því að lokum að fara meg þeim í varðhald af fúsum vilja, ef handtökunni yrði frestað um nokkra daga. Þetta létu þeir Björn ser lynda, og var Þorvaldur ekki fluttur brott fyrr en fjórum dögum síðar. Riðu þeir Björn og Þorleifur Halldórsson þá með hann að Stóra-Dal og seldu hann í hendur Þorleifi Þorkelssyni. Bóndinn í Stóra-Dal var í fyrstu treg- ur til þess að veita Þorvaldi viðtöku, en lét þó ag lokum til leiðast. Fór hann þá að skoða fangajámin, og virtust honum þau ekki beysin. Þetta voru tvenn fótajárn, ein handjárn, ein hálsjárn og hlekkjajárn, sem hann vissi ekki, hvernig nota skyldi. Þrennir lásar fylgdu, en einn þeirra komst ekki í neinn bolta, annar læst- ist hvorki né laukst upp, en gelti til og frá, en hinn þriðji, sem óskemmd- ur virtist, var í auvirðilegasta lagi, því að við lá, að hann mætti fela í lófa sínum. Þorleifur vildi reyna þessa gripi í viðurvist komumanna, því ag hon- um sýndist þeir ómerkilegir. Voru nú handjárnin látin á Þorvald, en þau voru svo rúm, að hann gat smeygt sér úr þeim, þó aff hann væri með þykka vettlinga á höndunum. Þá var að reyna fótajárnin. Þegar þeim hafði verið læst meff eina lásnum, er nothæfur var, sagði Þorleifur: Beinamálið húnvetnska TÍMINN - SUNNUD AGSBI. AÐ 165

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.