Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 7
Meindýrin margfölduðust á stríðsárunum Aðalsteinn Jóhannsson mein- dýraeyðir lét sér fátt um finnast, þegar ég sagði viS hann, aS hann hlyti að hafa mörg morð á sam- vizkunni. — Eg veit nú ekk' hvort hægt er að kalla þetta morð, sagði hann og strauk hök una. — Og hvað sem því iíður þá er mönnum nauðsynlegt s' útrýma lífverum, sem valda ti ' á verðmætum eða hætta er á, að séu smitberar. Það er hætt v<5, að mannkynið væri illa á vegi statt, ef það hefði horft í „morð- in" á þeim skaðsemdardýrum og sýklum, sem angrað hafa menn frá örófi alda til þessa tíma. A?alsteinn er eini maðurinn á ís- landi, sem fæst við að drepa skor- kvikin-di þau og bjöllur, sem gera innrás í híbýli manna. Hann er skráður meindýraeyðir í símaskránni. — Ég fár til hans Guðmundar heit- ins Finnbogasonar og bað hann um að finna orð, sem hæfði starfi mínu, og svo hringdi hann til mín og gaf mér þetta ágætisorð. Að vísu eru einir þrir aðrir, sem skráðir eru með þessu heiti, en þeir fást aðeins við rottueyðingu. — Hver eru helztu meindýrin núna? — Það er fatamölurinn og silfur- skotta. Það er mikið af möl í húsum, og hann er erfiður viðureignar, vegna þess að skilyrðin fyrir hann batna stöðugt með bættum húsakynn- um. Nú eru húsakynni hlý og víða stoppaðir stólar og gólfteppi út í horn, og ákjósanlegri skilyrði eru varla til fyrir mölinn, að maður ekki tali um skrifstofur, sem standa mann lausar mikið af sólarhringnum. Það eru mörg fyrirtæki hérna í bænum, þar sem ég sprauta gegn möl þrisvar á ári, þannig ná áhrifin af eitruninni saman, og það heldur honum í skefj- um. / — Veldur silfurskotta tjóni? — Nei, ekki beinlinis, en hún er hvimleið vegna þess, að hún heldur oft til í matargeymslum, og auk þess getur faún verið smilberi. — En er veggjalúsin alveg horfin? — Já, það má alveg heita. Þegar ég byrjaði að fást vig þetta, upp úr 1936, voru veggjalús og kakalakar í algleymingi, enda höfðu engar ráðstaf anir verið gerðar til að eyða þeim, Réðst á varð svo Jóhannes, en meindýraeyðir T í M I N N — SUNNUDAGSBI-AÐ 151

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.