Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 20
Brúðguminn, sem neitaði Vinnuhjú hjá Þórði sýslumanni Guðmundssyni á Litla-Hrauni voru gefin saman í Stokkseyrarkirkju, og hét brúðguminn Hans, en brúðurin Sigríður. Bar nú ekki til tíðinda í kirkjunni, fyrr en presturinn lagði hinar þrjár venjulegu spurningar fyrir brúðgumann. — Svar- aði hann þá jafnan nei. En svara- maður játti fyrir hans hönd, og var það látið nægja. Þegar fólk var komið út úr kirkj- unni, vék svaramaðurinn sér að brúð gumanum og spurði, hverju það hefði sætt, að hann neitaði jafnan við hjónavígsluna, þegar hann áttj að játa. „O, ég gerði það af bölvun minni“, svaraði Hans. Þorstlátur gestur Friðbert Guðmundsson bjó í Vatns dal í Súgandafirði, en í Langhól mað ur að nafni Guðmundur Jóhannes- son. Friðbert gekk á jóladagsmorgun niður að Langhól, og þegar hann kom þar upp í stigann, heyrði hann, að Guðmundur var að lesa húslestur- inn. Sezt hann þá á slána við upp- ganginn og lét fætur hanga niður í stigann. Þegar nokkur stund var lið- in, tók honum að leiðast biðin. Mælti hann þá svo hátt, að vel mátti heyr- ast um alla baðstofuna: „Hættu að lesa, hættu að lesa, Guð- mundur Jóhannesson. Það er fyrir löngu kominn tímj til þess að fara að drekka, ef á annað borg á að drekka“. Valdamikill trúboöi Jón Finnbogason átti heima í Eyj- um í Breiðdal, hinn merkasti maður, en napur í svörum á köflum. Lárus Jóhannsson trúboði var á ferð um Austfirðj og prédikaði þá í Breiðdal sem annars staðar, þar sem hann fór um. Hampaði hann helvíti og himna- ríki jöfnum höndum framan í menn og skar ekki utan af. Jóni Finnboga- syni þóttj hann tala sem honum væri næsta mikið vald gefið á himni og jörðu og sagði: „Þykist þú svo seni vera Jesús Kristur, greyig mitt?“ Arfur í vændum Jarþrúður Símonardóttir var vinnu kona á Gan.la-Hrauni hjá Símoni, bróður sínum. Hún vann sýknt og heilagt, en aldrei fékk hún kaup. Var hún löngum ærið tötralega búin, því að lítt var að henni búið í þeim efnum. Eitthvert sinn vék Guðmund- ur Þorkelsson, er átti systur Jarþrúð- ar að konu, sér að Símoni, mági sín- um, og segir: „Ég má hlakka til, þegar hún Þóra mín erfir hana Jarþrúði, systur sína, að öllum skrúðanum. sem þú lætur hana birtast í“. Bragarbót Steingrimur Pálsson bjó á Brúsa- stöðum í Vatnsdal, þegar Björn sýslumaður Blöndal var í Hvammi. Steingrímur gerði ferð að heiman út í dalinn. Gömul kona, sem var á Brúsastöðum, gerði sér títt um heim- ili sýslumanns og dreng, sem sýslu- mannshjónin höfðu eignazt fyrir skömmu. Hóf hún þegar að spyrja Steingrím, þegar hann kom heim úr ferð sinni: „Komstu að Hvammi?“ „Já“, sagði Steingrímur. „Sástu litla manninn?“ „Já, ég sá hann“. „Þag held ég, að ekki hafi nú ver- ið ljótt í kringum hann“, segir kerl- ing. „Nei“, svarar Steingrímur, „það var ekki dónalegt — fannhvít lök, og yfirsæng var í vöggunni". Slíkt var kerlingu ekki nema miðl- ungi vel að skapi. Slettir hún í góm og hnussar: „Margt barnið hefur nú komizt upp, þó að það hafi ekki haft lök eða yfirsæng". „Ég sá líka nokkug annað“, segir Steingrímur: .Vöndur var til fóta“. Þá birti yfir gömlu konunni. „Og blessuð konan“, stundi hún með miklum feginleik. „Það lá að“. Allt er matur, sem í magann kemsf Jón Jónsson frá Leirá varð um- boðsmaður þjóðjarða í Skaftafells- sýslu upp úr miðri nítjándu öld og bjó alllengi í Suður-Vík í Mýrdal. — Jón var hygginn maður og nýtinn að hætti góðra bænda á þeirri tíð. Svo bar til, að á Víkurfjöru rak gamalt hvalflikki, þvælt og dragúldið. Lét Jón þó flytja það heim og verka bita af því í eina suðu, svo að séð yrði, hvort þjósin væri ekki æt, þótt ókræsileg væri. Konu Jóns, Guðlaugu Halldórsdótt ur, þótti lyktin af hvalkjötinu næsta ill, og kveinkaði hún sér við að skammta fólki sínu slíkt ómeti. Kall- aði hún því á bónda sinn og bar það undir hann, hvort þetta væri nokkr- um manni boðlegt. Jón brá við, skar bita af krásinni og brá í munn sér', en hrækti bitanum jafnskjótt út úr sér í hlóðarglóðina. Geiflaði hann sig siðan nokkuð og mælti: „Ekki er það gott, en éla má það“. Klukkan maddömunnar Ebenezer Þorsteinsson sýslumaður og kona hans, Guðrún Þórðardóttir, bjuggu stórbúi í Hjarðardal ytri í Önundarfirði. Sýsumaður var harð- drægur í fjármálum og söfnuðust honum mikil efni. Meðal fáséðra gripa i Hjarðardal á þeirri tíð var ldukka, mikig þing, sem sýslumanns frú eignaði sér. Meðal hjúa í Hjarðardal var Guð- björg nokkur Gísladóttir, kölluð vit- grönn, en mikið dyggðahjú. Hún bar mikla lotningu fyrir klukkunni góðu sem öðru því, er sýslumannsfrúin átti. Sumarmorgun einn þótti ráðsmanni staðarins kvenfólkið koma seint til heyvinnu frá morgunverkunum. Loks stóðst hann ekki mátið. Hann hljóp inn í bæ og hrópaði upp, hvort stúlk- urnar sæju ekki, hvað sólinni liði. Þá gall Guðbjörg við; „Hvern fjandann varðar okkur um sólina? Hún er líkast til ekki rétt- ari en klukkan maddömunnar". Óþörf vanstilling Sigurður hét maður, Jósúason, og hafði verið bóndi í Dölum, en flosn- ag upp sökum drykkjuskapar. Um þessar mundir verzluðu lausakaup- menn á Borðeyri á sumrin, og var það siður Sigurðar Jósúasonar að koma þangað og hafast þar vig í kauptiðinni. Hafði hann þá aldrei neitt meðferðis sér til matar, en var jafnan drukkinn. Davíð Bjarnason, sem bjó fyrr í Snóksdal, en síðar í Fornahvammi í Norðurárdal, var kunningi Sigurðar og ölkær sem hann, að minnsta kosti fram eftir ævi. Eitt sinn hittust þeir á Borðeyri í kauptíðinni og voru mjög ölvaðir. Gerðust þá greinir með þeim, og þar kom, ag þeir tók- ust á. Sigurður hafði betur og kom Davíð undir, þreif svipu og lamdi hann í höfuðið meg skaftinu. Davíð kveinkaði sér við höggin, rak upp hljóð og brauzt um. Þá varð Sigurði ag orði: „Vertu rólegur, bróðir, meðan ég er rólegur". Lítil gjöf, en Eagleg Ólafur Önnuson reri út á Pollinn á ísafirði að vorlagi og fann þar lík á floti. Brá hann snæri um háls þess, tylltj því við bátinn og reri í land. Síðan skálmaði liann upp í Ásgeirs- 164 T í Rl I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.