Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 10
að það veitti nú víst ekki af því að hafa hönd í bagga raeð' þessum ungl- ingum. Þótt þau ættu að heita orðin tvítug, þá væri þetta nú óþroskað til þess að mæta þeirri ábyrgð, sem fylgdi því að annast eigið heimili og eignast börn“. II. Ekki gat ég neitað því, að ábyrgð fylgir afkvæmum, en eitthvað fannst mér þó skjóta skökku við í þessum málflutningi. Eg hafði svo sem heyrt sviðaðar skoðanir hjá fleira miðaldra fólki, sejn sjálft hafði sýnt dugnað og æðruleysi í lífsbaráttunni, en vor- kenndj nú og vantreysti sínum eigin börnum — þótt á þroskaaldur væru komin og tækifærin væru lögð upp í hendur þeirra á alla vegu. Og eftir að samkvæminu lauk, leitaði þetta stöðugt á huga minn, og ég fór að gera samanburð á fyrr og nú — eins og gömlu fólki er títt. Þar á meðal skaut upp í huga minn einu atviki. Það var gömul kona, sem sagði mér einu sinni atburð úr lífí sínu, þegar hún var ung kona. Hún sagð; það ekki til þess að sýna fram á sín erf- iðu kjör á þeim árum, heldur í klökkri minningu um hjálpsemi og hjarta- gæði góðrar grannkonu, sem hún ávallt minntist með kærleika og þakk læti. Þó að mörg ár séu nú Iiðin síðan gamla konan sagði mér frá þessu, þá hijómar hún enn í eyrum mér hlýja röddin hennar þegar hún sagði: „Blessuð Soffia mín! Oft bað ég guð að launa henni fyrir mig, sjálf var ég einskis megnug. en hún tók oft illt upp á sig fyrir mig og fleiri fátækl- inga, sem hún vildi rétta hjálpar- hönd. En maður hennar var skyn- samur og sá auðvitað, að ekki yrði öllum hjálpað að gagni. Það voru margir fátækir þá.“ Maður Soffíu þessarar hét Eggert Magnússon, bjargálna bóndi, sera bjó þá að Suður-Hamri á Hjarðarnesi í Barðastrandarsýslu. Soffía kona hans var valkvendi, en varð fyrir því óláni að fatlast af æðabólgu eftir barns- burð, og var upp frá því oftast rúm- liggjandi. En elzta dóttir hennar, Halldóra — þegar þetta gerðist ungl- ingur að aldri — var móður sinni hjálpleg við að víkja góðu að öllum, sem þær máttu. En flest varð það að gerast án vitundar Eggerts. Hann þótti nokkuð harðlyndur, en dugmik- ill og mer’kur maður. Stundaði hann talsvert ljósmóðurstörf um þetta leyti, það er að segja kringum 1880, því ekki var lærðra ljósmæðra völ í Barðastrandarhreppi á þeim tímum. Og Eggert þótti heppinn .yfirsetu- maður“. Sögumanneskja mín — sem ég kalla Ingu — bió á Uppsölum, er það gerðist, sem nú skal greint. Það kot, sem fór litlu seinna í eyði, var í sunnanverðum Vatnsfirði. Langt var þaðan til annarra bæja, á annan veginn yfir Vatnsdalsá, fyrir botni fjarðarins og ut að Hellu, sem einn- ig er fyrir löngu komin í eyði. En á hinn veginn var Suður-Hamar næsti bær, en þar var Hörgsnes á milli — þar sem hellir Gísla Súrssonar er — brattlent og birki vaxið, mjög ógreitt yfirferðar. Túnið á Uppsölum var tæplega svo burðugt, að það bæri kú, en nokkr- ar kindur höfðu ungu hjónin, og var það allur bústofninn, því að eins og fleiri á þeim árum höfðu þau byrj- að búskapinn ríkari af bjartsýni en búshlutum, og bitnaði það skjótt á þeim í bjargræðisskorti harðindaár- anna, sem þá fóru í hönd. Tvö börn voru þau búin að eignast, og það kostaði hina ungu móður ótrúlega um hyggju og áhyggjur að halda þeim óskemmdum vegna kuldans í bæj- arhreysinu — auk þess sem harðfisk- ur og saltmeti var ekki hentug ung- barnafæða. Birgðirnar af þessum mat voru einnig af skornum skammti. Ungi bóndinn varð því glaður við, er hann dag einn um miðjan veturinn fékk orð frá Eggerti um að koma með sér „ofan í Eyjar“ — eins og það var kallað — því að sig vantaði mann. Þetta þýddi kaupstaðarferð til Flateyj ar, þar sem kalla mátti nægtabúr nauðsynja, hvað matvæli snerti, því eyjaskeggjum var síður hætt við hung urkvölum en öðrum landsmönnum i þá daga. Svo fyrir góðan kunnings- skap og kannski lánstraust var þó von um að koma heldur færandi hendi úr þeirri ferð — líka gat verið, að Eggert þægði honum eitthvað fyrir liðsinnið — þótt auðvitað væri ekki um það rætt. Áður en dagur rann að morgni hélt því ungi maðurinn að heiman, hress í bragði. í kotinu var Inga nú alein með smábörnin, og án þess að kenna verulegs geigs til að byrja með, því að veðrið var gott. Og ef vel gengi, tæki ferðin ekki nema tvo daga. Dagur rann með allri þeirri fegurð, sem íslenzkur vetur hefur upp á að bjóða. Morgunsólni roðaði mjallahvíta fjallatinda rósrauðum bjarma. En grænleit litadýrð loftsins gaf engin fyriiheit um mildara veðurlag. Og það þurfti að „höggva upp lækinn" til þess að ná í vatn handa mönnum og skepnum, kindurnar þurftu að fá heytugguna sína — að vísu naumt skammtaða að morgni dags, svo að þær bæru sig betur eftir björginni úti, því að allt varð að spara. Þótt lítt næðist til jarðar sökum fannfergis, gátu þær brutt brumið af birkikjarr- inu, sem upp úr stóð, og svo var nú fjaran, þari og söl var bærileg bú- bót, meira að segja fyrir mannfólkið. Sölin — sú kjarnafæða — höfðu marg an svangan satt. Um smástreymið voru skerin eins og skrímsli, sem húktu fyrir landi með hvítan hrygg og sakleysisleg að sjá, en um fjöruna spenntu þau út þangivaxnar, svartar klærnar og seiddu til sín sauðféð, sem gleymdi sér þar í góðbeitinni og átti svo líf sitt að launa árvekni fjármannsins, sem varð að reka vandlega upp af skerjunum, áður en harðstreymur, kolblár sjórinn lokaði leiðinni til lands í aðfallið. Hún Inga hafði nóg að starfa. Það þurfti líka að moka upp hrísköstinn og bera eldsneyti í bæinn og betra var að gæta eldsins vel, svo að unnt yrði að glæða hann að morgni, annars yrðu lítil ráð með uppkveikju. Til engra var að leita um neins konar hjálp, hvað sem að yrði. Útiverkum varð að ljúka, meðan dagsbirtan ent- ist. Ljósmetið var lítið og lélegt. Nótt in löng og dimm. Fyrsta kvöldið fór Inga snemma að sofa, örþreytt eftir útiverkin. Hún bældi sig niður í rúmið hjá sofandi börnunum, gladdist yfir því hvað veðr ið hélzt gott og sofnaði vært — um- kringd vá vetrar og einveru, en — einnig friði og fegurð. En s kammc var liðið á morgun næsta dags, þegar dimmdi í lofti. Skýjabakkar oolstruðust yfir norður- fjöllin, og fjöiðurinn fékk á sig blý- gráan lit. Skorarfjöllin hurfu í skugga lega móðu. Brátt skall á norðanstór- hríð. Dagsbirtan dvínaði skjótt, og kuldinn jókst. Frostrósirnar sköpuðu heil listaverk á rúðukrrlin í glugga- borunni £ Iitla bænum og hélan skreytti þær tegursta flosi, unz þær hurfu að mestu og helköld loðnan teygðist inn á súðina. Börnin grétu. Mamma var svo lengi úti, og þau voru svöng og köld. En loksins kom hún inn, klökug og fannbarin, lífgaði eld- inn og sinnti þörfum þeirra. Dagurinn leið og líka kvöldið. Unga móðirin lagðist örþreytt til hvíldar hjá börnunum, en varð nú ekki svefns vant. Óboðnar hugsanir kröfðust rúms í huga hennar, óttinn var setzt- ur þar að völdum og vildi ekki víkja — óttinn um líf eiginmannsins. Hafði báturinn verið lagður af stað úr Eyj- um, þegar bylurinn skall á? Ef svo var — hvernig hafði þá þessari litlu bátskel vegnað á kröppum bárum Breiðafjarðar í öðru eins veðri og frosti, þegar hver dropi, sem á bátinn kom, varð samstundis að svellhúð. Nei, hún vildi ekki um þetta hu.gsa — eða láta það hvarfla að sér, hvernig lífið yrði, ef hún missti elskaðan eig- inmann sirm og stæði alein uppi með litlu börnin þeirra, sem bráðum yrðu þrjú — já, börnin, þau fengi hún ekki einu sinni að hafa hjá sér. Þó að hún værj ung og hraust og öll af vilja gerð að vinna fyrir þeim, þá vissi hún, að annarra ráð báru ekkj- ur ofurliða á þeim árum. Þær voru 154 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.