Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 12
FÆREYSKRAR SMÁSAGNAGERÐAR William Heinesen er á svipuðum aldri og Heðin Brú, höf- undur sögujinar í síðasta Sunnudagsblaði, fœddur árið 1900. Það er einkennilegt, hve margt ágœtra skálda og rithöfunda leit fyrst Ijós heimsins í Færeyjum og á íslandi einmitt um aldamótin. William hefur einvörðungu ort og skrifað á dönsku, og hafa fjölmargar skáldsögur og Ijóðdbœkur komið út eftir hann. Þrjár bóka hans eru til í íslenzkri þijðingu: — í töfra- birtu, Nóatún og Slagur vindhörpunnar. Smásaga sú, sem hér birtist, hefst á lýsingu, á fárviðri í Þórshöfn. Hamfarir náttúrunnar virðast honum hugstœtt viðfangsefni, og i lýs- ingu þeirri á Þórshöfn, er birtist í hinu mikla safnriti um Fœreyjar, er kom út 1958, fer hann einmitt nokkrum crðum um álandsveðrin þar „í hvössum landsynningi flœðir sjór upp á bryggjurnar í Höfn, og brimið svarrar alls staðar og vinnur • skipum og húsum grand. . . . Ég minnist sérstaklega frá bemskuárujn minum þess feigðargruns, sem slíkar óveðurs- nœtur báru i skauti sínu, þegar landsynningurinn slökkti götuljósin og sœrokið þyrlaðist upp á milli nötrandi húsanna og allar rúður urðu hvítar af seltu“. Hinn gamli og sérkennilegi faöfuð- staður Færeyja, Þórshöfn, hefur af einhverjum undarlegum ástæðum ekki valið sér skynsamlegan stað við kyrran og lygnan fjörð, heldur risið upp á berskjaldaðri klettaströnd, þar sem hafið hefur nagað og sorfið ótelj- andi nes og sker. Á vetrum þyrlast brimlöðrið upp á milli húsanna og fyllir þröngu sundin söltum úða. Suð- austanstormarnir geta færzt svo I aukana, að þeir verði að ofviðri, -sem veldur tjóni á lífi og eignum. í slíku álandsveðri fauk þak af gömlu húsi í hallanum við Þönglatanga. Það gerð- ist um sjöleytið að kvöldi í janúar- mánuði, þegar tungl var fullt og mikið' far á skýjum. Menn hröðuðu sér á vettvang, og þeir gátu bjargað íbú- unum, tveimur gömlum saumakon- um, út úr rústunum. Það gekk krafta- verki næst, að hvorug þeirra hafði slásazt. Stormurinn hélt samt áfram her- virkjum sínum á Þönglatanga. Þessu gamla og hrörlega húsi varð ekki bjargað. Þekjan, sem hékk enn sam- an, hafði fletzt af, eins og lyft væri Joki af skrínu, og hallaðist til jarðar, föst við annan hliðarvegginn. inni í bþtnni tóftinni voru menn með flökt- t andi leitarljós og börðust um innan- '"stokksmunina við storminn. Voðir og þíögg lömdust um kinnarnar á þeim, föt og hálfsaumaðar flíkur flygsuðust i loftinu undan veðrinu eins og hræddir fuglar. Nátttreyja hékk út um brotna rúðu, og ermarnar börðust sem í örvæntingu í storminum, unz stund frelsisins rann allt í einu upp. Þessi illa leikna flík losnaði og sveif meg hröðu vængjablaki til himins. En hálfsundrað húsið spúði í sí- fellu meira og meira af vegavilltum varnaði: blöðum og sprekum, ösku og tróði, en mest þó fatnaði. Dúkar og votar dulur, bönd og blúndur, slógust í andlitið á björgunarmönn- um og áhorfendum. Já, fátæklegar eigur þessara gömlu saumakvenna virtust gripnar hamslausu æði eins og þær vildu koma öllu á kné með trylltu ofbeldi. Gömul og bætt undir- sæng kom fljúgandi; hlaupinn í hana sami tryllingurinn og annað. Hún hag aði sér hreint og beint eins og villi- dýr og laust gamlan sjómann til jarð- ar, áður en hún um síðir, líkt og stynjandi af þjáningu, læsti sig fasta á svalirnar hjá ljósmóðurinni, henni frú Nillegárd. Þetta var allt nógu skelfilegt, en versta ógnin var þó, þegar nýir duttl- ungar gripu allt í einu skælt og níð- þungt þakið, svo að það reisti sig frá jörðinni, sleit sig laust frá veggnum og kastaðist sitt á hvað, hrækjandi i kringum sig mold og möl, [ hvert skipti sem það h.ió niðri. Fólk flúði í ofboði undan þessari óstýrilátu ó freskju, sem ýlfraði og öskraði, auk annars, rétt eins og uppreisn hefði brotizt út í vitfirringahæli. Það var birkibörkurinn, sem negldur var á tréð, sem átti sök á þessum skerandi hljóðum. Hann var skyndilega laus undan aldargömlu fargi torfsins, sem á honum hafði hvílt, og hlífðist ekki við að gaula og gnísta tönnum í full- komnu hamsleysi. Loks brotnaði þakið í tvo hluta, sem börðust heiftarlega innbyrðis, unz þeir sundruðust báðir á klöppun- um. Það var ekki margt, sem þóknaðist að láta bjarga sér úr þessu tvístraða húsi. Björgunarmennirnir hurfu brott með luktir sínar, áhorfendurnir dreifðust, óveðrið kveinaði eitt við lesta tóftina, brimlöðrið hóf sig há- tignariega í loft upp við klettana á Þönglatanga. Þetta var sunnudagskvöld. Storm- barið danshúsið, sem hafði tæmzt á meðan freistað var björgunar, fylltist á ný, fiskimenn og ungir nemendur úr sjómannaskólanum byrjuðu af nýjum þrótti að syngja danskvæðin. Þeir sungu kvæðið um Norska ljónið, Áustur-Indíaskipið, sem sökk í þrum- um og eldingum við strendur Fær- eyja, kyrjuðu síðan hið seiðmagnaða raunakvæði um konungssoninn írá Englandi, er fórst með gullprýddri snekkju sinni við Jótland. 156 T I M I N N SUNNUD/VGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.