Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 4
Beinamálið húnvetnska — sjötti frásöguþáttur XXXII. Litið var starfað að rannsókn beinamálsins sumarig 1818, enda var Jón sýslumaður stundum sjúkur. Þó voru tíndir upp á manntalsþingum menn, sem ekki höfðu hlýðnazt fyrir- kalli um veturinn og vorið, eiðfestir nokkrir vitnisburðir og fáein ný vitni yfirheyrð. Nokkrir höfðu færzt und- an svardögum með ýmsum brögðum. Guðrún gamla Jónsdóttir í Hjalta- bakkakoti hafði borið mörgu við og þó helzt því, að hún gæti ekki rétt svo úr fingrunum, að nokkur mynd yrði á eiðnum. Einn var svo sinnisveikur orðinn, að hann taldist ekki eiðfær. En sá maður virðist lítið hafa verið við málið riðinn. Seint um haustið hafði þó málum þokað svo fram, að sýslumaður tók að búa sig undir dóm sinn. Var það ekkert áhlaupaverk, því ag málsskjöl- in voru orðin ærið mörg og vitnis- burðir margir og sundurleitir, en mikill misbrestur á, að menn væru prófaðir saman, þegar þá greindi á. í nóvembermánuði hélt sýslumaður tvö þing á heimili sínu, Reykjum í Miðfirði, og voru þar lagðir fram kostnaðarreikningar og málið sótt og varið. Loks kvað svo hann upp dóm sinn 20. desembermánaðar. Dómsforsendurnar voru langar og flóknar. Dró hann fram á ýmsa vegu atriði þau, sem honum þótti geta horft þeim Þorvaldi og Eggert til sektar eða sýknu. Þó var sýslumaður ekki kominn langt í röksemdafærslu sinni, er þess varð greinilega vart, að hann mat meginsakargiftirnar á hendur sakborningunum getsakir einar. Sýslumaður skírskotaði í fyrsta lagi til þess, að engin mannaverk sæjust á beinunum, sem fundust við Blöndu, og væri þeim svo farið, að tilkvaddur læknir, Ari Arason á Flugumýri, hefði ekki einu sinni get- að um það dæmt, hvort þau væru af karli eða konu. Þau líkindi, sem fram hefðu komið um það, ag þeir Þor- voldur og Eggert hefðu myrt og rænt skipstjórann, væru kviksögur einar, er enginn staður yrði fundinn. Vék hann meðal annars að skyrtu þeirri, sem sézt hafði hjá Þorvaldi og orð- rómurinn sagði vera af skipherran- um. En það væri með öllu ósannað, og „mætti óttast fyrir, ag slík inn- byrling kynni að vera af ryktinu fyrr eða síðar getin“. Mesta at'hygli hefur vakið vitnis- burður Jóns Illugasonar um orð Guð- mundar á Akri. En þar var aðeins einn maður til frásagnar, og sýslu- maður vísaði sögu hans á bug með allhörðum orðum: „Hvað vitnið Jón IUugason hefur borið, að Guðmundur heitinn á Akri hafj sagt sér um morg skipherrans á héðan af að vera markleysa, bæði vegna tímalengdarinnar og dauða nefnds Guðmundar fyrir löngu, sem og þess, að téður Jón er nú einn til frásagnar". Það var ag vísu sannað, að þeir Þorvaldur og Eggert höfðu hnuplað á strandstaðnum silkipyngju með nokkrum skildingum í, og auk þess var Þorvaldur talinn sekur um töku á silkiklút og sirkli. En „ekki getur þessi réttur álitið posa- og peninga- miðlun Þorvalds og Eggerts sem bevís upp á samtök þeirra á milli til manndráps, ill- eða níðingsverka". Allar þær sögur um fylgju Þor- valds, sem sækjandi málsins, Björn Ólafsson, hafði þráspurt um og vitnin tíundað af mikilli samvizkusemi, voru léttvægar á vog réttvísinnar: „Ekki þykist þessi réttur finna lög, að svipa-, drauga- eður forynjusjónir, er á þessum timum sýnast hafa tapað fornum krafti, gildi fyrir bevís“. Og þótt Þorvaldur sjálfur bæri ugg í brjósti, voru slíks mörg dæmi: „Ótti fyrir reimleika og myrkfælni er alkunnugt, að fylgir mörgum hjá- trúarfullum, bæði ungum og gömlum, þó aldrei hafi mann drepig eður nein sérleg níðingsverk unnið. Hvort sem þetta hefur til fallið hjá Þorvaldi ell- egar ekki, er heldur sýnt en sannað, að leitt hafi af lífláti skipherr- ans . “ Tortryggileg ummæli sakborning- anna, er ýmsir höfðu hent á lofti, þóttu honum einnig léttvæg: „Ræður Þorvalds og Eggerts, hvors fyrir sig við gagnstæð tilfelli, en þó óviðgengnar af þeim og óbevísaðar, koma hér að engu gagni“. Um hræðslu þá við handtöku, sem Þorvaldur lét í ljós, er hann reið að Stóru-Giljá til fundar við Sigurð sýslu mann Snorrason, komst hann svo að orði: „Mundi það ei heimska hans að ætla þvílíkt lögkænu og góðgjöxnu yfirvaldi, á meðan hann hafði ekkert til saka, utan eitthvert heimullegt kærumál móður sinnar, þó að líkind- um léttvægt, þar hún fór að vörmu spori heim til hans aftur, án þess að hann yrði fyrir opinberu tiltali, því síður sektum eða straffi? Eða því skyldi Þorvaldur hafa þá hafl hér svoddan hugarhrellingu af vcrð- skuldun skipherramorðsins, þegar all- ir þögðu og það mátti þenkjast gleymt efltír svo langan tíma, en þótt einhver heimullegur gátnaþvættingur hafi til verið eða dulizt, þangað til manneskjubeinafundurinn við Blöndu ós 1817 gerði hann stærri en sumir við beinamálið riðnir fá vig kannast?" Þá vék hann að vitnisburðum þeim, sem fram komu um hegðun Þorvalds: „Ekki verður því neitað, ag actori hefur verið liðið að leiða vitni um undanfarið líferni Þorvalds og einkan lega breytni hans við móður sína, ef ske mætti að þéna kynni til aðgæzlu við straffsákvörðun í höfuðsökinni. En þar af hefur þó engan veginn flotið, að Þorvaldi kunni ril dæmast neitt sérlegt straff fyrir vitnanna þar að iútandi framburð, því óánægja einhver, sú er leiddi móður hans að Hér getur þess, er mildur dómur er gerður afturreka 148 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.