Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 16
 fös$}&#íSyxi&&íi lii ■ i n. i1 iii ii< 11 'i" n' > w ii>iWif<wW(BMMiCi<OI FQLKSFJÖLGUNIN OG LANDRÝMID Hin öra fólksfjölgun í ýmsum löndum og á ýmsum land- svæðum er eitt af þýðingar- mestu vandamálum heimsbyggð- arinnar — maður gæti freistazt til að segja: það allra þýðingar- inesta. Ef litið er á heimslanda- bréf, kemur í Ijós, að ástandið í þessum málum nú á tímum er mjög ólíkt því, sem var fyrir svo sem einni og hálfri eða tveim öldum. Þá voru stórir hlutar jarðarinnar áþekkt og ókönnuð svæði. Astralía var til dæmis ekki þekkt, mestur hluti Vestur- Kanada og Bandaríkjanna var ókannaður og hjarta Suður- Ar^eríku var nær algerlega óþekkt landsvæði. Og á landa- bréfum þessara tíma er miðbik Afriku merkt sem ókannað land. Nú er hins vegar vitag mjög ná- kvæmlega, hve víffáttumikið yfirborff jarðarinnar er. Á síðustu lándabréf- um eru meira að segja útlínur Suður- skautslandsins skýrar. Það er fyrst nú á síðustu árum, sem hægt hefur verið að fullgera hinar óljósu línur, 'og nú erum við farin að venjast þeirri hugmynd, að fastlendi jarðar- innar sé takmarkað og óumbreytan- legt. Að vísu hefur verig bætt við fastlendið með þurrkun vatna og lóna, dæmi um það er Zuider-vatn í Hol- landi. En hvað eru slík smásvæði í hlutfalli viff allt yfirborð jarðarinnar? Fólksfjöldi jarðarinnar er nú um það bU 2.950.000,000 manns. Þetta er gífurlegur fjöldi, og þessar tölur Mannkyninu fjöigar um 120000 ein- staklinga á hverjum degi. eru allnákvæmar, vegna þess að nú eru mjög fá landsvæði í heiminum, þar sem ekki hefur farið fram mann- tal á nútímavísu. Fólksfjöldi Kína var lengi vel óljós, en árið 1953 fór þar fram manntal, og þá kom í ljós, að íbúafjöldinn var vfir 600 milljónir. Það er ekki hinn raunverulegi fólks- fjöldi í heiminum nú, sem skapar vandamál, heldur hin mikla aukning hans. Fjölgunin er sem svarar 1,6 af hundraði á ári: — í tölum þýðir þetta 40—45 milljóna fólksfjölgun á jörð- inni á hverju ári. Tfl þess að þessar tölur verffi enn skfljanlegri, má nefna sem dæmi, að íbúafjöldi Kanada er um tuttugu milljónir, en sá fjöldi samsvarar tæp lega sex mánaða fjölgun mannkyns- ins í öllum heiminum. í Ástralíu eru um 10 milljónir íbúa, en mannkyniff' er ekki þrjá mánuði að framleiða slíkan fjölda, — og íbúar hins þétt- býla lands, Englands, eru ekki fleiri en sem svarar einni ársframleiðslu mannkynsins, 40—50 mflljónir. — ímyndið yður, lesandi góður, ag á þessum sama tíma á morgun hefur mannkyninu fjölgað um 120 þúsund sálir (það tekur sem sagt ekki nema einn og hálfan dag að bæta við jafn- mörgum einstaklingum og öll íslenzka þjóðin telur!). Hér er ekki verið að ræða um fjölda fæðinga, heldur raun T60 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.