Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 18
augljóst, að fólksfjölgunin er gífur- lega mikig vandamál í Japan. Vegna þessa skorts á landrými hafa verið gerðar áætlanir um landnám. Þessar áætlanir ber ekki að skilja sem stjórnmálalegt fyrirbrigði. Þjóð- irnar eru bókstaflega nauðbeygffar til að gera þær til þess að reyna að leysa þann vanda, sem fólksfjölgun- in færir þeim. Og það, sem þjóðir ættu að gera og flestar eru þegar byrjaðar á, er, að mæla og rannsaka land sitt og ganga úr skugga um nú- verandi þörf landrýmis og gera síðan áætlanir í samræmi við það. t iðnaðarlöndum fer mikið land rými undir verksmiðjur og það, sem þeim tilheyrir. Framtíðaráætlanir um landsetu verða líka ag gera rág fyrir góðum heimilum, og er þá ekki nóg að reikna með landi undir húsin sjálf. heldur einnig garffi umhverfis þau Einnig verður að reikna með landi undir hressingar og hvíldarstaði, skemmtigarða, íþróttamannvirki og ýmiss konar umferðarstöðvar. Allt þetta skerðir landið, sem ella notað- ist til ræktunar. Nauðsynlegast af öllu er því að gæta jafnvægis með viðhorfi til hinna nauðsynlegustu þarfa lands til ýmiss konar nota. Hin mikla nýting lands, sem ein kennir Japan. tekur ti] sinna þarfa hvern einasta þumlung ræktanlegs lands. Akuryrkja Japana er að miklu leyti byggð á hrísgrjónarækt. Akur- yrkjufólkig gróðursetur hverja ein- staka hrísgrjónaplöntu með höndun- um. Þessi ræktunarháttur er gjörnýt- andi og gerir Japönum fært ag fram fleyta sjö íbúum á hverja ekru að meðaltali. Til samanburðar skulum við taka hinar miklu sléttur Norður- og Suður-Ameríku, þar sem nautgrip- ir ganga lausir á geysivíðlendu svæði Meg öðrum orðum: ein máltíð af nautasfeik og mjólk krefst mikils landrýmis, þannig að í þessu tilliti er heppilegra að rækta hrísgrjón en framleiða nautakjöt og mjólk. En það eru bara ekki allir, sem vilja lifa á hrísgrjónum. Mannkynið mun ekki svelta í framtíðinni. Áður var þess getið, aff rúmlega fjórum sinnum meira land væri aflögu til ræktunar en nú er notað. Það eru sem sagt fyllilega möguleikar á því, að hægt sé að framfleyta fjórum sinnum meiri n annfjölda en nú byggir jörðiná með þeirri ræktunartækni, sem mannkyn- ið hefur nú yfir að ráða. Auk þess eru miklir möguleikar á, að vísindi framtíðarinnar finni nýjar og betri aðferðir tO framleiðslu fæðu en nú eru þekktar. Þau munu leiða af sár aukna vélvæðingu, efnafræðilegar að ferðir til þess að vinna bug á sýkl- um. nýjar aðferðir til. að búa til syk- urvatn, sem veitt verður á akra, og Ðrjánslækur á Barðaströnd — ti! vinstri sést á uppgróna heimreiðin.. ÁGÚST SIGURÐSSON, CAND. THEOL.: BRJftNSLÆKÍJR Á BARÐASTRÖND Þjóðvegurinn um Barðastrandar- sýslu — frá Gilsfjarðarbotni og út í Selárdal, sem er nyrzt byggð í hérað inu, liggur um sjö fjallvegi og marga illa yfirferðar. Þegar komið er niður af versta fjallveginum á þessari leið, Þingmannaheiði, sem bæði er löng og grýtt, tekur landið mjög stakkaskiptum. Er þá komið í Vatns- fjörð, land Brjánslækjar á Barða- strönd. Dregur fjörðurinn nafn af miklu vatni, sem fyllir allan botn dalsins. sem gengur langt til norðurs inn af firðinum. Vatnið er fiskisælt, en mýbit mikið, en dalurinn og hlíð- arnar fram meff firðinum víðivaxið síðast en ekki sízt eru hinir miklu möguleikar á nytjum sjávarins. í rauninni erum við rétt komnir af steinaldarstiginu, hvað sjónum við- kemur. Á steinöldinni fóru menn á veiðar og drápu villt dýr sér til mat- ar og fengu góða máltíð — ef heppn- in var með. Ef þeir voru óheppnir, urðu þeir að sætta sig við að vera með tóman maga. Nú á tímum er í raun- inni mjög svipað ástatt: Við siglum bátum okkar úr höfn og drepum villt an fisk. en fáum misjafnan afla. í framtíðinni munum við ef til vill rækta fisk eða hrogn í tönkum í sjón- um og flytja síðan seiðin til staða. þar sem þeirra er þörf Þar munu þau síðan vaxa upp, og þá er hægt að nytja þau. Þetta eru engír hugar órar. því að nú á tímum er fiskur ræktaður einmitt með þessum hætti í Tndlandi og mörgum Austurlönd- um Framtíðarmöguleikarnir eru margir og miklir. en hins vegar er land. Vatnsdalsskógur er mests i-kóg- land á Vestfjörðum og prýffa mjög reynitré, sem á septemberdegi skarta gulu og rauðu og gnæfa hér og þar upp úr birkiskóginum. En ilinur bjarkarinnar við Vatnsfjörð er sætur í breiskju sólar, ljúfur í mildu regni. í mynni Vatnsdals eru Smiðju- kleifar, en Þingmannaá heitir Smiðju- fljót neðan vig kleifarnar. Þarna eru vallgrónar tóftir af hinu forna býli Smiðjumýrum, en sagan hermir. að Gestr Oddleifsson í Haga hafi átt hér smiðju, en nægur skógur til kola- gerðar og rauði í mýrunum. — Neðan Vatnsdalsvatns stóð býlig Vatnsdals- það önnur saga, hvort við munum hafa á borðum okkar braug úr „sjáv- arhveiti“; það er hlutur, sem fram- tíðin mun skera úr um. Það mun margt eiga sér stað á næstu fimmtíu árum í þessu efni. Meðal annars er ákaflega nauðsyn- legt að auka ræktun korntegunda, og hefur mikig miðað í þá átt á síðustu árum. Bandaríkjamönnum hefur til dæmis tekizt að auka til muna fram- leiðslu á maís með því að búa til nýja ættstofna, og einnig hefur tek- izt ag bæta og auka ávöxt ýmissa plantna með kynblöndun. Og í fram- tíðinni munu margir vísindamenn leggja hönd á plóginn til þess að koma í veg fyrir, að aukinn fólks- fjöldi á jörðinni leiði fæðuskort yfir mannkynið. (Discovery: Prófessor L. Dudley Stamp. — Þýtt og stytt). 162 T f IVI I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.