Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 14
arrík bréf utan úr lönduni, sendi líka peninga og gjafir, unz hann fórst að Iokum í heimsstyrjöldinni fyrri. Um hið dapurlega ástarævintýri Önnu Símonar hafði raunar verið ort vandlætingarkvæði. Blómstur syndar- innar. Menn vissu ekki, hver orti það, en það er varðveitt í kristilegu kvæða safni, sem kallað er Höfuðbók Absa- lons fsakssonar og geymt í bókasafn- inu í Þórshöfn. En nú skulum við fylgjast með því, sem við bar þessa örlagaríku nótt, þegar stormurinn gerði áhlaupið á litla húsið þeirra á Þönglatanga og tortímdi því. Þönglatanga-Anna var ag sjóða blá- berjasúpu, þegar ólánið dundi yfir. Anna Símonar hafði upp á síðkastið ekki komið neinu öðru niður. Hún lá sjúk og sinnulítil í lokrekkju sinni, þó jafnhógvær og endranær. Svo heyrðust þessir skelfilegu brestir, og þegar Þönglatanga-Anna leit upp, sá hún þakið lyftast, og við henni glotti tungl, sem óð í skýjum. f sömu andrá stóð hún mitt í öskuhríð og neista- ílugi, sem þyrlaðist um hana og blindaði hana, henni lá við köfnun. Hún slengdist á gólfið og gat með naumindum hrist af sér logandi mó- köggul, sem át sig gegnum föt hennar og brenndi hana. En á fætur komst hún og þreifaði sig áfram meðfram veggjunum að hvílu Önnu Símonar. Rúm sjúklingsins var enn óbrotið, og Anna Símonar var líka ómeidd. Þönglatanga-Anna þreif hana í fang sér og vafði einhverju af sængurfatn- aði utan um hana, svo að ekki slægi að henni. Það var örðugt að finna út- göngudyrnar í þeirri hríð af ösku og sóti, sem eldstóin spúði í gríð og ergi, og þegar hún komst loks að þeim, uppgötvaði hún, að hurðin var hlaup- in í baklás. En nú heyrði hún hróp í gegnum veðurgnýinn, og hurðin var brotin upp utan frá, hjálp hafði bor- izt. Byrðinni var létt af örmagna örm um Þönglatanga-Önnu, og sjálf var hún hafin á loft og borin út á götuna. En þá sortnaði henni fyrir augum, hún vissi ekki meira til sín, fyrr en hún raknaði við hálfnakin á slagbekk í eldhúsi grannkonu sinnar, Rósu smiðsekkju. Þar var sterkjuhiti, hringarnir á eldavélinni voru rauð- glóandi, og Rósa Janniksen og Ijós- móðirin, frú Nillegárd, steðjuðu fram og aftur með þvottaskálar, bursta og sápu. Hitinn og sápuvatnið neyddu Þönglatanga-Önnu til þess að loka augunum og herpa saman varirnar. Hún var bæði reið og vansæl. — Jæja, þá er það versta afstaðið, heyrði hún Ijósmóðurina segja, rétt eins og kona hefði alið barn. Nú er- um við búnar að þvo henni. Þá er það bara brunasárið á naflanum — á það verður að bera. — Hvar er Anna Símonar? spurði Þönglatanga-Anna dauflega. — Ho — nú er hún bara farin að tala, sagði ljósmóðirin brosandi — svaraði líka spurningunni: — Já, hún Anna Símonar komst í fínt hús f kvöld, því að hún er uppi í konsúls- bústaðnum. KonSúlsfrúin tók hana að sér. — Komið þið með fötin mín, sagði Þönglatanga-Anna myrkum rómi. Ég á ekkert erindi hér. — Ja, hvað heyrir maður, sagði ekkjan smiðsins, hún er bara búin að ná sér. Hvað sagði ég ekki? Ljósmóðirin lagði höndina á vott og ógreitt hár Þönglatanga-Önnu og mælti mærðarfullum rómi: — Elsku Anna, hvert ætlar þú að fara? Þú átt hvorki þak yfir höfuðið né föt til þess að hylja nekt þína. Allt er farið forgörðum, fokið út í veður og vind í þessu afspyrnuveðri. Þú átt ekki heldur neitt til þess að nærast á, og í fám orðum sagt, þá stendur þú uppi með tvær hendur tómar, vesal- ings manneskjan . . . Og svo er á þér stórt brunasár, sem þarf að þrífa og græða. — Nú skal ég gefa þér góðan kaffi- sopa, bætti Rósa smiðsekkja við, mjúk á manninn, og þú skalt fá ný- bakað hveitibrauð með smjöri og sírópi. Þönglatanga-Anna laut höfði og sneri sér með þrautum til veggjar. í hjarta sínu formælti hún því hlut- skipti, sem henni var búið. Þag var ekki einungis, að hún missti heimili sitt og muni — það gat hún sætt sig við. En hvers vegna varð hún líka að tæma þann beiska bikar að hafast við inni hjá Rósu Janniksen, versta óvini sínum, og neyðast til þess að þekkjast umönnun hennar? Þ\. Sór skjálfti um berar axlir Þöng&canga-Önnu. Hún grét. Guð komi til — Þönglatanga-Anna grét. Ekkja smiðsins dró andann djúpt og starði stórum augum niður í mó- rautt gímald kaffipokans. Guð minn góður — drotinn minn f hæðum! Átti hún líka eftir að verða vitni að þessu og öðru eins! Nú jæja, jæja — Þönglatanga- Anna grét, það leyndi sér ekki. En ekki var þetta grátur iðrandi synd- ara. Hún grét af heift og gremju. þetta var hljóður grátur, sem stilltist fljótt, og í huga hinnar öldruðu, að- þrengdu konu, festi rætur skugga- legur og ófrávikjanlegur ásetningur. Þessu næst skulum við forvitnast um það, hvernig vinkonu hennar farn aðist — henni Önnu Símonar, sem hafði sem sagt fengið húsaskjól hjá frú Hansen, konsúlsfrúnni riku. Anna Símonar skynjaði aldrei þá atburði, sem gerðust þetta óheilla- kvöld í réttu samhengi. Órar og veru- leiki blönduðust saman í heila sótt- heitrar konunnar. En það skildist henni, að eitthvað örlagaríkt og ó- vanalegt hafði borið að höndum, hún ímyndaði sér, að lífsþráðurinn væri senn á enda. Anna Símonar skelfdi&t ekki dauðann, það var þvert á móti. Hann var henni jafnan hugstæður, og hún beið hans með von og trausti. — Hann er þá að nálgast, hugsaði hún. Það verður dimmt og óhugnan- legt fyrst, en svo hefst maður upp. Mér verður lyft á sterkum örmum, og svo svíf ég burt inn í ljósið. Dyr opnast, hár og fjarska fínn stigi blasir við, rauðir dreglar, blóm og logagyllt handrið, hér eru lampar og ljósakrónur, hér hljóma mild og Gömul mynd af húsum í Vogsbofni ■ Þórshöfn. 158 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.