Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 5
Reykir í Miðfirðl, þar sem Jón sýslumaður Jónsson áffi heima, þegar beinamálið var á döfinni, (Ljósmynd: Þorsfeinn Jósepsson). Stóru-Giljá, heíur . . . uppliafizt við hennar heimför aftur. En aS hennar . . . . hryllilega ásigkomulag og útlit um og á hennar andlátstíma hafi held ur staðið af illri aðbúð en venjulegum sjúkdómstilfellum á aldurshárri manneskju, er enn þá óbevísað, getur Iþess vegna ei að sinnj orðið Þorvaldi til falls.“ Það leiddi af sjálfu sér, ag sennur iþær, sem Þorvaldur hafði átt í við aðra, gátu ekki reynzt þyngri á met- unum: „Margir hafa vitnað orð og athafn- ir Þorvalds við sig, vantar þó hjá sumum orsakir viðureigna þeirra. Þeir hreinlyndu sögðu sitt ekki betra en hans og að hann hefði fengið fullt fyrir sitt. Þeir fundust líka, sem höfðu gleymt sinni sök, og þriðju, sem ekki vildu þekkja liana, þó orsak anna minntust, og flestir, sem ekkert lögðu til þess, þá sjálfa snerti. Nú gaf enginn sök á, og þess vegna kann enginn straffdómur grundvallast þar á út af fyrir sig“. Hitt þótti sýslumanni síður en svo álasvert, þótt sakborningarnir reyndu ekki að hrinda af sér illmælinu: „Þollyndi Þorvalds og Eggerts, að þeir hafi ei tekig fyrir sig að hrinda af sér vondu rykti, virðist forsjálegt, á meðan enginn fannst sá, er bæri þá sökinni slyndrulaust, en þó einhver. hefði sneitt þá eður dróttað að þeim í þegjanda hljóði, mundi þá sá hinn sami hafa við kannazt, ef gilda skyldi?“ Auðséð er, að sækjandanum hefur lítt fundizt til um skörungsskap Jóns sýslumanns við málareksturinn, og hefur sýnilega skorizt í odda þeirra á milli. Að því vék sýslumaður í lok dómsforsenda sinna: „Þó actor kunni einhvern tíma að hafa í ijós látig sitt álit um þörf á að láta Þorvald ei vera á fríum fæti, meðan málið stæði yfir, þá samt þótti þessum rétti Þorvaldur hvorki vera gripinn í ferskum gerningi, þeim er hann ætti að líða fyrir upp á líf og limu, né heldur liafa meðgengið því- líkan geming á þingi ellegar vera um svoddan sakir yfirbevísaður — vogaði því engan veginn að færa Þor- vald í bönd og fangelsi, en dæmir nú rétt að vera, að oftnefndur Þorvald- ur Jónsson skal, þar hvorki hefur fengizt áreiðanleg bevís ellegar eigin meðkenning, er það hindri, vera frí- kenndur frá ag hafa líflátig skip- herra Knút Herluf Petersen. Fyrir ólöglega aðtekt á silkiposapeningum, silkiklút og sirkli, skal liann straffast með tíu vandarhöggum og betala ígildi þeirra leyndu fjármuna, tvo ríkisdali“. Eggert Rafnsson skyldi ekki sæta frekari ákæru, en þola tíu vandar- högg, þó innan luktra dyra, og gjalda ígildi þess, sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi. Loks var það dómur sýslumanns, að sækjandinn, Björn Ólafssou, skyldi þiggja af Schram kaupmanni greiðslu fyrir ómak sitt, en að öðru leyti átti Eggert að greiða rúma fimm dali í málskostnað, Þorvaldur rúma tíu og dómsmálasjóður rúma 165 dali. Marga kostnaðarreikningana úr- skurðaði sýslumaður marklausa. Séra Einar Guðbrandsson á Hjaltabakka hafði krafizt hárrar greiðslu fyrir veit ingar og átroðning, er margir tugir manna sátu hvað eftir annag dögum saman á heimili lians. Sýslumaður kvað fólki hafa verið fyrirskipað í sjálfum stefnunum að nesta sig að heiman. En þar eg það hefði ekki hlýðnazt því, úrskurðaði hann, að Schram kaupmaður ætti að greiða sumt, en að öðru leyti skyldu þeir, sem prestur hafi hýst og fætt, þægja honum fyrir það sjálfir. Yrði þar mis brestur á, skyldi nefskattur lagður á alla búendur í Tindaþingsókn, eftir reglum, er sýslumaður setti, ,,en þeirra vantandi tíu ríkisdala nafn- verðs skal ei þurfa annars staðar að leita en hjá sýslumanninum“. XXXIII. Um þag leyti, er Jón sýslumaður kvað upp dóminn, hitti Þorvaldur Jón Bergsteð, heimamann hans. Leitaði hann frétta af málalyktunum hjá Jóni, en hann vissi ekki það, sem Þorvald fýsti að hafa spumir af. Gætti þess í þetta skipti, að Þorvald- ur var kvíðinn og órólegur, og sagð- ist Jón ekki hafa ség hann smeykari um sig í annað sinn. En auðvitað var það aðeins mannlegt, því að mik- ið var í húfi fyrir hann. Þorvaldi létti, þegar honum barst ótvíræð vitneskja um dóm sýslu- manns. Lék honum þá mest forvitni á því, hvernig bóndanum á Ásbjarnar- stöðum hefði orðið við. Hélt hann uppi spurnum um það á mannamót- um og þegar gesti bar að garði á Gauksmýri, hversu honum vegnaði og hvort hann myndi leggjast klökkur og iðrandi undir vöndinn. En það voru ekki allir jafn glað- hlakkalegir og Þorvaldur. Þag ’er vægt að orði komizt, að þessi dómur hafi mælzt misjafnlega fyrir í héraði. Þar var fjöldi fólks sannfærður um sekt sakborninganna, þótt það væri ekki reist á stoðum, sem dómstóll gat metið gildar, hvag dauðdaga skipstjór ans snerti. Þorvaldur var vinafár, en hafði aflað sér óvildar margra, er þótt hefði maklegt, að hann yrði sekur fundinn, að minnsta kosti fyrir meðferðina á móður sinni og börnum sínum. Mun það þó ekki sízt hafa vald ið hneykslun, hve greinilega sýslu- maður gerði sér far um að breiða yfir allar ávirðingar hans í dómsfor- sendunum. En þó er líklegt, ag úr- skurður sýslumanns um reikningana og greiðslu hins mikla kostnaðar, sem og ryð barið af fangajámum Jóns gamla á Reýkjum T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 149

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.