Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 3
íild. Hringarnir sex vógu meira en tvö pund. Fimm þeirra voru með svoköliuðu ormahöfði, og af ailri gerð peirra varð ráðið, að þeir eru einmitt frá öldum, þegar iíklegt er, að þeir Hrólfur kraki og Að'ils Uppsalakonungur hafi verið uppi. Þessir hringar sýna því, að ætla má, svipmót kjörgrips íns Svíagríss, er Aðils konungur gat ekki séð liggja við götu sma án þess að stöðva hest sinn. Og ekxi helur avallt nlct íriður og sátt meðal þeiixa, sem þessa hringa baru, pvi að nrargir pessara dyru gnpa báru merki eftir högg og sverðalög. Xannski hafa á þessum baugurn sannast þau orð, er Fáfn- ir mælti við Sigurð á -Gnitaheiði: Ið gjaila guil og ið glóðrauða fé, þtíj , eröa þeA baugar að bana. Mannabein þau, sent þarna fund- tist, voru úr aö minnsta kosti tiu mönnum, en af dýrabeinum voru bein úr hestum tíðust, en auk þess voru bein úr nautgrlpum, svín- um og kindum, og eitt var úr sel. Gegnum einn.hest haiði verið rek- mn oddhvass staur. Það þykir sýnt, að þarna hafi iundizt forn fórnarstaður. Mönn- urn og dýrum hefur verið fórnað og sóK-kt í keldur, ásamt vopnum og dýrgripum, og fólk það, sem ihópaðist saman við fórnarathafnir og aðra trúarsiðu, hefur setið þ&r að heilögum blótveizlum. Slíkar fórnir hafa verið færðar a þessum stað í tvær aldir eða þar um bil. Það er á tímabilinu frá þvi við upphaf fjórðu aldar til loka fimmtu aldar, sem þessi blótkelda hefur þegið fórnir þeirra, sem þá hyggðu Eyland. Þessi blótkelda a Eylandi er siðui en svo einsdæmi. Blótkeld- ur hafa fundizt víðs vegar um Norðurlönd og i þeim margvís- legar minjai þess, hvernig hinir fornu landsbúar hafa blíðkað guði sina. Jafnvel hér á íslandi er til örnefnið Blótkelda i Hoftaigi a Jökuldal, þótt ósagt skuli látið, hvort af því nafni sé heimilt að álykta, að þar hafi mönnum eða dyrum venð sökkt niður, þeim er gefin voru goðunum. En auk þeirrar fræðslu, sem fornleifar veita um þessa fornu blótsiðu, eru víða í fornritum frásagnir af blót- um og mannfórnum, er færðar voru til árs og friðar í landi og sigurs í orrustum. (Heimild: Skalk (Sveagris eftir Dlf Erik Iiagberg). í Færeyjum var )>aS siður, aö kýrnar voru miólkaSar á stöSli á sumrin. Þegar ieiS aS mjaltaiima, lögSu konurnar af staS úr byggðinni meB tréfötur sínar til kúnna. En engri stund skyidi slökkt niSur til ónýtis, og þess vegna Ivúdu þær iíka á prjónunum og prjónuðu á göngunni. Þótt vinnan væri ekki vanrækt, voru mjaltaterðirnar hinar skemmtilegustu, ef þolan- iega viðraSi. Það bar margt á góma á stöðiinum. Þar var leyndarmálum hvíslað og hjalað margt það, sem hjartanu var kært og tungunni tamt. — Myndin hér að ofan er af færeyskri stúlku á leið á stöðul með skjóiur sinar i linda á handleggjunum og prjónana j höndunum. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 147

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.