Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Side 2
Myndsmíð Á Karlottueyjum í brezku Kolum- bíu búa Indíánar af svonefndum Hædaættflokki. Þeir eru þó fámenn- ir, því að í ættflokki þessum eru ekki nema tólf til þrettán hundruð menn, og eiga sumir þeirra heima á meginlandi Alaska. Þessi ættflokkur hefur þó nokkuð til síns ágætis. Á þeim slóðum fyrirhittast ekki færari myndhöggvarar en meðal Hæda- Indíána. Höggmyndir sínar gera Indíánarn- ir úr grjóttegund, sem tU er í fjöll- um á Grahamey, og er hún tiltölu- lega auðunnin, þegar hún er nýbrot- in, en harðnar við áhrif loftsins. Hef- ur stjórnarvaldabann verið lagt við því, að aðrir nýti þetta grjót en Indíánarnir. Grjótið er ýmist grátt eða dökkleitt. Þegar Indíánarnir hafa brotiff upp steina handa sér, flytja þeir þá heim til sín og láta þá þorna þar ofurlítið, áður en þeir hefjast handa. Þegar þeir hafa meitlað myndir sínar, fægja þeiý þær vandlega með ullar- pjötlu, sem í er borið grafít og vætt steinolíu, og lúrna ekki fyrr en yfir- borðig er orffiff slétt og mjúkt viff- komu og gljás^prt á lit. NOKKRAR MYNDIR Hæda-lndiána: Á þessari siðu að ofan eru jndíánahjón. Að neðan er furðudýr til vinstri, sam- bland af hundi og fugli, en grunn skál, mjög skrautleg, með ífelldu beini til hægri. — Á 315. síðu er fuglsmynd af einni af súlum þeim, sem Indíénar reistu i þorpum sínum. 314 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.