Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Síða 4
Kaupamennska i Alöðrudal endaði með sjóhrakningum Ásta Ásgeirsdóttir fæddist árið 1893. Foreldrar henn- ar voru þau Ásgeir Eyþórsson og Jensína Matthías- dóttir í Reykjavík. Bróðir Ástu er herra Ásgeir Ás- !; geirsson, forseti íslands. Ásta giftist Hjalta Gunnars- j syni og eiga þau fjögur börn. í KÓRANESn var einn elzti verzlun- arstaður landsins. Það er í þröngum firði, sem er í góðu vari fyrir vind- um og sjógangi, — Straumfirði á Mýrum. Úti fyrir reisa grynningar sjói og boða. Nú sést ekkert til manna í Kóranesi. Þar eru aðeins berar klappirnar. Fiskurinn í Faxaflóa hafði verzlunina í Kóranesi á sínu valdi, og þegar hann hvarf úr flóan- um, voru dagar hennar allir. Hún byggði tilveru sína á verziun við ver- tíðarmenn. Þeir hurfu um leið og fiskuiinn. — Á þessum árum var Ásta Ásgeirsdóttir líttt stúika, senni- lega með fléttur niður á bak. Hún var innan við tíu ára aldur og pabbi hennar var faktor í verzluninni. — Sjómennirnir komu inn í verzlunina meg seltulykt í klæðuum, keyptu sér eitt og annað, stóðu við og spjölluðu, kannski um veðrið, kannski um fisk- inn. Ef til vill urðu þeir stundum hýrir af víni milli þess sem sjórinn snoppungaði þá, þegar þeir sóttu of fast að krækja í þorskinn í djúpinu. Það komu „spekulantar" og iágu inni á firðinum, norsk skip, sem settu taugar í kengi í landi og stóð'u lengi við með lestarnar fullar af varningi. Fjörðurinn var svo mjór, ag þegar skipið snéri sér, var bugspjót þess við klettana hinum megin. Fólkið réri út í þessi skip, og augu barn- anna, sem fengu að fara með for- eldrum sínum út í „spekulantana", fylltust af löngun, þegar þau sáu all- ar krásirnar í lestunum: rúsínur, sveskjur . . . allt, sem eitt barn girnt- ist. Þar voru líka klæðastrangar, og ungu stúlkurnar, sem áttu sér kær- asta, roðnuðu, þegar þær fitluðu við þá, því að þær vonuðu í laumi, að kærastinn gæfi þeim svuntuefni. — Ásta fékk að fara út í svona skip og fann, að það var afskaplega fín lykt í þeim, sém kitlaði í nefið. Það var útlenzk lykt. En svo fór fiskurinn. „Spekulant- arnir“ lettuðu annarra hafna, eltu sjómennina, sem eltu fiskinn. Þá flutt ust foreldrar Ástu frá Kóranesi til Reykjavíkur. Skömmu síðar andað- ist verzlunin í Kóranesi. Þegar Ásta var orðin ung stúlka og ekkert barn lengur, fór hún í kaupavinnu. Hún fór ekki skammt, alla leið norður í Möðrudal fór hún. Fyrst sjóveg með skipi til Vopna- fjarðar. Síðan ríðandi yfir ár, heiðar 316 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.