Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 4
Stórbáturinn Signa í baráttu við storm og sjó.
Það stingur dálítið í stúf við hið til-
tölulega lága og frjósama strand-
lendi. Þegar hinir ógurlegustu haust-
stormar geisa, skella brimöldurnar
með miklu afli og drunum á þessu lóð
rétta bjargi, og brimlöðrið kastast
marga metra í loft upp. Brimið og
sterkur straumur fjarðarins mynda
bullandi hringiðu neðan við bjargið.
Hversu oft sem ég hef siglt fram hjá
„Ivnarssuit", hefur mér í hvert sinn
orð ð það á, að hrista höfuðið í undr-
un, þegar ég hef virt fyrir mér lóð-
réttan bjargvegginn og leitt hugann
að því, hvernig það gæti átt sér stað,
að maður klifí þetta fimmtiu metra
háa bjarg; en það' gerðist fyrir rúmum
sjötíu árum, þegar stórbáturinn
Signa brotnaði í spón við hamravegg
inn í suðvestan stormi. f hvert sinn
hef ég orðið að gefast upp við að
finna lausn á því, hvernig þetta
gat átt sér stað. Það er ekki mögu-
legt að greina hinar m.nnstu ójöfnur
í hamraveggnum, sem gætu gefið von
um nokkra fóffestu, hvað þá meira,
sem nauðsynleg er til að klífa bjargið,
og ég hef fundið kuldahrollinn læs-
ast um mig við hugsunina eina.
Það er einkennilegt, að í fyrsta
skipti sem ég kom í námunda við
bjargið — fyrir um 30 árum — var
ég í hinum gamla, hálfopna lækna-
báti Jakobshafnar, og stýrimaðurinn
á honum var einmitt sá maður, sem
hafði klifið bjargið 17 ára gamall og
bjargað þannig lífi sínu og tveggja
annarra í skipbrotinu. Severin Krist-
offersen hét hann. Staðurinn í
bjarginu, þar sem hann kl'ejf upp_
hefur siðan þá verið kallaður „Siva-
lip majuarfik“ (Severins-klif). Þetta
eðllega nafn mun halda áfram að
lifa gegnum kynslóðirnar, þótt hin
upprunalega orsök fyrir nafngiftinni
gleymist.
Severin gat ekki talizt til skraf-
hreifinna manna, og kunnátta mín í
grænlenzku hefur varla verið meiri
en svo, að ég hafi getað skil'ið nema
lítið eitt af því litla, sem hann ef til
vill hefði viljað segja um skipbrotið.
Ég fékk samt sem áður strax þá til-
finningu, að björgun hans hlyti að
standa í sambandi við eitthvað óskil-
greinanlegt, eitthvað, sem hann sjálf-
ur setti fullkomlega eðlilega í sam-
band við yfirnáttúrlega krafta.
Mörgum árum síðar dvaldist ég
aftur á þessum slóðum og „Ivnar-
ssuit“-bjargið blasti aftur við augum
mínum. Og í hvert sinn_ er ég fór
fram hjá þessum drungafega og ógn-
vekjandi hamravegg, fór kuldahrollur
um mig. Um leið vaknaði hjá mér
sterk löngun til þess að fá að vita nán
ar um einstök atriði í skipbrotinu. En
þegar hér var komið sögu, var Sev-
erin löngu íarinn til frelsara síns, og
tilraunir mínar til þess að komast í
samband við fólk, sem hafði haft
fregnir — í nálægð eða fjarlægð —
af skipbrotinu, reyndust því miður
árangurslausar.
Þegar ég nú af litlum efnum tekst
samt sem áður á hendur að segja frá
skipbrotinu, er það aí þeirri ástæðu,
að bjargið verkaði stöðugt á mig
sem óleyst gáta, og mér fannst að
leyndardómur þess mætti ekki hverfa
í þoku gleymskunnar, heldur ætti að
reyna að skýra hann. Og í lei.t minni
að einhverju, sem unnt væri að festa
hendur á í þessu skyni, rakst ég að
endingu á 72 ára gamlan uppgjafa-
kennara í „Qutdligssat“, en hann var
upprunalega frá „Tartunaq" og hét
Rasmus Thomsen. Hann hafði samt
sem áður ekki yfir að ráða ejgin
þekkingu frá fyrstu hendi á skipbrot-
inu, þar sem hann fæddist sama ár
og það átti sér stað. En í litlu byggð-
arlagi, þar sem flestir dagar eru öðr-
um líkir og fólk er nær alltaf upp-
tekið við að afla lífsnauðsynjá, mun
slys — eins og það, sem hér um ræð-
ir — verða í mannaminnum í mörg
ár og mjög til umræðu um langan
aldur. Rasmusi hafði að sjálfsögðu
verið sagt frá öllu viðvikjandi slys-
inu þegar á barnsaldri, en vegna
aldurs hans var frásögn hans mjög
gloppótt og ófullkomin. Hann mundi
bezt eftir því, að hann hafði ásamt
öðrum díengjum farið til slysstaðar-
ins á báti, þegar lágsjávað var og
stillt veður, og innbyrt nokkra kola-
mola, sem veri.ð höfðu í lest skipsins.
Og í einhverjum þessara ferða höfðu
þeir fundið ryðgaðan framhlaðning
og hluta úr kolaofni, sem hafði verið
í káetu áhafnarinnar á Signu.
Ég var svo heppinn að komast í
samband við son Severins í Jakobs-
höfn. I-Iann hét Pétur Kristoffersen
og var fimmtíu og fimm ára gamall,
sfol'tur og dugmikill selveiðimaður,
og var hann fús til þess að segja frá
því, sem hann mundi úr frásögn föð-
ur hans af skipbrotinu og hinni yfir-
náttúrulegu björgun hans. Hann
sagði frá föður sínum með rólegum
og einlægum hætti; faðir hans hafði
alltaf verið mjög þögull og innilok-
aður maður, sem aðeins sjaldan minnt
ist á þennan örlagarika atburð_ sem
508
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ