Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Síða 6
Gamli kennarinn Rasmus Thomsen til vinstri, en til hægri
höfundur greinarinnar, Hans Jacobi.
Þeir skutu líka strax út árum tú
þess að fá eins m;kinn skrið á bátinn
og mögulegt var. Það var von þeirra
að ná til Ritenbenks áður en myrkrið
félli yfir og gerði siglinguna erfiðari.
En þeir höfðu ekki siglt meira en
góða idukkustund, þegar byrjaði að
hvessa af suðvestri. Fljótlega reis
sjór svo mikið, að þeir áttu í erfið-
teikum með að halda réttri stefnu.
Samtímis því, að stormurinn magn-
Jiðist, skal'l á krapadrífa, svo að þeir
áttu illt með að sjá, hvar þeir fóru.
Báturinn var þunglestaður og lá und-
ir stöðugri 4k'jöf. Farþegarnir tveir
og þeir af áhöfninni, sem ekki þurftu
að vera uppi við, fóru niður undir
þiljur. Formaðurinn gerði sitt ýtrasta
til þess að halda bátnum upp í vind-
inn i þeirri von að ná til „Landa
erfðaprinsins“ — sem svo voru köll-
uð — og leita þar neyðarhafnar. En
stormurinn óx í sífell.u, og ógerningur
var að halda skipinu lengur upp í
vindinn. Og það hrakti því æ lengra
norður á bóginn í áttina að „Nugs-
suaq“-skaganum. Sjóirni.r skuil'u yfir
skipið með svo míklu afli, að formað-
.urinn varð að binda sig fastan við
stórmastrið, ávo að honum skolaði
ekki fyrir borð. Því nær sem dró
„Nugssuaq“, þeim mun hættulegri
varð för skipsins, því að skyggni
minnkaði stöðugt, og það var miklurn
erfi.ðleikum bundið að komast hjá
árekstri við hina mörgu ísjaka, sem
rak fyrir vindi og sjó út „Tarsuka-
taq“-fjörðinn. Veðurhæðin var nú
orðin svo mi'kil, að sjóirnir riðu stöð-
ugt yfir skipið, O'g það hafði vart
rétt sig af einum sjónum, þegar ann-
ar brotnaði á því. Augljóst var, að
skipið gat ekki staðizt þennan ágang
til lengdar, og formaðurinn reyndi án
árangurs að stýra því inn í litla vík,
„Pakituarssuq", rétt austan við bjarg-
ið. Við þessa tilraun reið að slík
stormhryðja, að stórmastrið brotnaði
með miklum bresti, féll í sjóinn og
reif seglbleðlana með sér, — um leið
hallaðist skipið svo geigvænlega, að
formaðurinn heFði farið sömu leið
og mastrið, hefði hann ekki verið
bundinn við stúfinn, sem eftir stóð.
Áhöfnin reyndi árangurslaust að losa
skipið við brakið, sem hékk við það
og gerði allar frekari tilraunir til
að komast í hlé, að engu. Þegar
næsti brotsjór reið að skipinu, kast-
aðist það með mikl'um 'brestum að
kletti, sem stóð upp úr sjónum fast
við lóðréttan bjargvegginn. Um leið
og skipið tók niðri, féll formastrið,
og öldurnar skullu yfir sökkvandi
ski.pið, þar sem mennimir stóðu al-
teknir skelfingu og gátu ekkert að-
hafzt til að koma í veg fyrir skip-
brotið. En rétt í því, að stór alda
slengdi ski.pinu upp við klettinn,
stukku tveir af áhöfninni, Severin O'g
Asafe, upp á hann og tókst að kippa
litla drengnum, Anton Zethsen, með
sér. Móðir hans gerði einnig tilraun
til þess að stökkva, en hún féll aftur
yfir sig með skelfingarópi og hvarf
í bylgjurnar ásamt skipinu og þrem-
ur skipsmannanna.
Mennirnir tveir á klettinum héldu
sér með höndum og fótum á klett-
inum, 'Sem stöðugt gaf yfir, og þar
hlutu þeir að verða vitni að því, er
félagar þeirra og móðir drengsins
hurfu í brimið, án þess að þeir gætu
rétt þeim hjálparhönd.
Asafe og drengurinn voru gjörsam
lega lamaðir af þreytu og taugaáfalli,
og Severin var alljóst, að vera þeirra
á klettinum var gjörsamlega vonlaus,
því að þeim væri ekki unnt að halda
lffi lengi, holdvotir eins og þeir voru
og hvergi skjól að finna fyrir stormi
og snjó. Það var heldur ekki minnsta
von til þess, að þeir fyndust þarna á
klettinum. — Severin fylgdi lóðrétt-
um bjargveggnum með augunum, en
hann gat rétt greint útlínur hans í
hríðinni, því næst lét hann þau
hvarfla út yfir stormbarinn hafflöt-
inn. Að því búnu kraup hann á kné
og bað til guðs um hjálp, beindi
síðan augunum enn .á ný að bjarg-
veggnum. Hinir tveir féllu nú líka á
kné og báðu langa, innilega bæn.
Severin vildi ekki gefast upp, og
hann rétti hendur til himins í von
um að hljóta styrk þaðan. Er hann
hafði kropið þannig nokkra stund,
Framhald á bls. 525.
510
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ