Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 13
Félag Hallstelns hefur nýlega komlð sér upp félagshelmlll, og skrýSa þar fánar og skildir alla veggi, en innréffingu alle og skreytingu hafa félagsmenn aS s|álfsögSu unnlð i sjálfboðavinnu. — Myndina hér aS ofan tók Ijósmyndarl Tímans —GE af þelm húsakynnum. ingar. Nú væri þetta ekki hægt, því að vinnuskilyrðin hafa breytzt. Þessi sundkennsla gat að sjálf- sögðu ekki farið fram nema að sum- arlagi. Við byrjuðum, þegar farið var að hlýna dálítið í veðri og vorum yfirleitt að út allan ágúst. Búnings- klefar voru engir, nema óupphituð skýli, og vissulega gat þetta verið talsvert hættulegt, því að aðdýpi var töluvert. En það kom þó aldrei neitt slys fyrir, enda reyndum við að fara sem varlegast að öllu. Lítið syndir krakkar voru alltaf látnir vera með kúta og reynt var að halda þeim fast við flæðarmálið, en þegar þau fóru að geta dálítið, varð þeim þó oft, að vilja l'eita út. Ég man eftir því, að ég missti einu sinni tvo krakka alla leið yfir fjörðinn, yfir að Hval- eyri. Þeir voru báðir flugsyndir, þótt- ust ætla að synda eitthvað litið út, en gegndu ekki, þegar ég var að reyna að kalla á þá að koma. Ég varð að senda bát á eftir þeim áður en lauk, og þá voru krakkarnir komnir alla leið yfir. Þeir eru margir, Hafnfir^ingarnir, sem hafa lært að synda í sjónum. En svo kom sundlaugin, og þá gjör- breyttist öll aðstaða til sundiðkana. Sundlaugin er að vísu ekki á heppi- legum stað. Hún er alltof afskekkt, en upphaflega var ráðgert, að hún væri sjólaug, og því var hún reist þar sem hún er. Hins vegar kom í ljós, að sjórinn var ekki heppilegur, og þegar byggt var yfir laugina, var hætt að hafa sjó í henni. Saltið verður slæmt fyrir augun, þegar búið er að hita sjóinn upp, og auk þess eru líklega beztu efnin farin úr honum við upphitunina. — Áður en ég kom til Hafnarfjarð- ar höfðu verið þar ýmis íþróttafélög, en þau höfðu yfirleitt átt skamman aldur. En strax fyrsta árið mitt í bænum 1929 fórum við, sem höfðum áhuga á þessum málum, að hóa okkur saman, og þá stofnuðum við Fimleika félag Hafnarfjarðar. Fyrst framan af var þar mest stund lögð á leikfimi og frjálsar íþróttir um margra ára bil, en síðan var hafizt handa um handknattleikinn, og hann hefur reynzt einna endingardrýgstur. Við sendum mann á frjálsíþrótta- mót strax árið 1930, og 1934 man ég eftir því, að við fórum þrír kepp- endur frá FH á íslandsmeistaramót, ég, Sigurður Gíslason, slökkviliðs. stjóri, sem nú er, og Gísli Sigurðsson lögregluþjónn. Skilyrði til æfinga voru ekki sem bezt. Enginn íþrótta- völlum var til, en við fundum okkur opin svæði, þar sem við gátum verið að þessu. Skólamölin var okkar bezti staður, leikvöllurinn fyrir framan barnaskólann við lækinn. Þar höfðum við sandgryfju. Það var í rauninni helzti æfingastaðurinn, og er það að vissu leyti enn. Við æfum þar núna talsvert handknattleik vor og haust. En það ætti að malbika skólamölina. Þá væri þar kominn fyrirtaks hand- knattleiksvöllur, en það er alls staðar að ryðja sér tii rúms að hafa slíka velli malbi’kaða. Það þolir enginn grasvöllur þetta spark til lengdar. En ég veit ekki, hvernig við hefðum komizt af án skólamalarinnar. Þaðan hafa beztu frjálsíþróttamennirnir okkar og handknattleiksmennirnir komið. — Kennslan í skólunum hefur allt- af verið mitt aðalstarf. Félagið hefur aldrei verið annað en hobbý hjá mér, en það hefur verið tímafrekt og lang- vinnt hobbý. Ég hugsa, að í félags- starfið fari að minnsta kosti tveir til þrír klukkutímar á dag að meðaltali, og þetta hefur alltaf verið að aukast, enda eðlilegt þar sem félagið hefur alltaf verið að stækka. En það eru auðvitað miklu fleiri en ég, sem hafa iagt að mörkum vinnu til að halda þessu gangandi. Áhuginn hefur verið almennur; annars væri þetta ekki Framhald á bls. 526. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 517

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.