Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Page 16
GuSs sé lof
Á Steinum undir Eyjafjöllum bjó
í sýslumannstíð Vigfúsar Þórarins-
sonar á Hlíðarenda, bóndi sá, er hét
Haljdór. Hann var málskrafsmaður
mikill og einstaklega hávær.
ir, og svo gerði Magnús sjálfur. SHan
mælti hann:
„Já, já — það var þá þetta hljóð
— ég ætti að kannast við það: Garna
gaulið í vinnuhjúunum á Eyjólfsstöð-
um“.
cand. theol. og Sigurður Guðmunds-
son inálari Þá var félaginu gefin
flaggstöng og ákveðið að láta búa til
flagg eða merki fyrir félagið, og var
ókveðið, að það skyldi vera hvítur
valur á bláum grunni.
Allt að 80 menn munu hafa gengið
í Glímufélagið eða ef til vill fleiri.
Á þessum árum mun Sverrir hafa
fengið hjá bænum blett á Melunum
útmældan undir glímuvöll, vestanvert
við veginn, á nokkrum hluta þess
svæðis, sem nú er Melaíþróttavöllur
inn. Sverrir gerði þarna stóran gras
flöt til að glíma á. Var síðan í mörg
ár glímt á þessum velli.
Það má því segja, að SverTir sé fað-
ir íþróttavallarins á Melunum.
Félagið efr.di til verðlaunaglínni
11. maí 1873 og hlutu þrír menn
verðlaun: Sigurður Gunnarsson stud.
theol. 1. verðlaun (síðar prestur í
Valþjófsstað) Einar Jónsson stud.
art. 2. verðlaun (síðar prestur í Mikla
bæ í Blönduhlíð) og Magnús Jósefs-
Bon (Skaftasen) 3. verðlaun (fór tii
Vesturheims 1887).
Það er athyglisvert, að þessir menn
voru allir úr Reykjavíkurskóla, svo
það er auðséð. að um þessar mundir
hefur verið lögð nokkur rækt við
glímu í skólanum.
Brátt dofnaði yfir félagi þe.ssu, og
hefur þar sennilega miklu valdið, að
Sverrir, sem var aðal-driffjöður fé-
lagsins, hefur verið fjarverandi sök-
um vinnu sinnar, og loks er þess get-
ið í ísafold 1880, að Glímufélagið sé
liðið undir lok.
Eins og áður er frá greint. smíðaði
Sverrir Þingevrakirkju. Hann dvald-
ist áfram í Húnavatnssýslu, eftir að
smíði kir’kjunnar lauk, var síðast við
að höggva legstein í Spákonufells-
kirkju, 1S þar i tjaldi og hafði að fé-
laga hund sinn er hann nefndi Magn-
ús berfætta og talaði oft við hann
sér til dægrasrvttingar við vinnuna.
Eitt af beim ævintýrum, sem
Sverrir Runólfsson lenti í á sinni við-
burðaríku ævi. var það. að hann komst
í kast við Katanesdýrið, sem var
skrímsli í tjöm einni skammt frá
Katanesi í Hvalfjarðarströnd. Svo seg-
ir í þióðsögum Jóns Þorkelssonar:
„Það sögð'u þeir, sem sáu dýrið t
tjörninni, að það synti afar fljótt,
og er þess getið, að Sverrir stein-
höggvari kvaðst hafa séð skrímslið á
hröðu.sundi, bvern daginn eftir ann
an ög hafa horft á það góðan tíma i
hvert sinn, en þr var það nálega í
kafi í yfirborð’ vatnsins, svo að ekki
var skotfæri a því.“
Þá segir enn fremur:
„Það bar til eitt kvöld, er menn
voru farnir að safnast að Kataness
tjörn og dimmt var orðið og flestir
voru gengnir til hvfldar, að varðmenn
urðu varir við einhvern hávaða á veg-
inum skammt frá Katanesi. Var þá
Einu sinni kom hann að Hlíðarenda,
ásamt fleiri Eyfellingum. Vigfús
sýslumaður tók hið sæmilegasta á
móti gestunum og sagði við Halldór
um leið og hann heilsaði honum:
„Mikil rödd er yður gefin. Strax
sem þér komuð út fyrir Múlann,
heyrði ég glöggt hvert orð, sem þér
sögðuð."
„Guði sé lof fyrir heyrnina yðar
og málið mitt“, svaraði Halldór.
Hekkti hljóððð
Magnús, sonur séra Páls Magnús-
sonar á Valþjófsstað, svonefndur Tík-
ar-Mangi, var staddur við messu í
Vallanesi. Að lokinni guðsþjónustu
stóð fólk á hlaði úti og ræddi saman.
Var þar meðal anmarra Ingunn, hús-
freyja á Eyjólfsstöðum, dóttir séra
Vigfúsar Ormssonar. En það orð lá
á, að hún væri naum í útlátum.
Allt í einu sussaði Magnús og hast-
aði á fólkið: „Þei, þei — hvaða
hljóð er þetta?
AUir. þögnuðu og lögðu við hlust-
skjótt brugðið við að vita, hvað valda
mundi. Þar var þá kominn Sveriir
steinhöggvari Runólfsson og bóndi úr
næstu sveit, er fýsti að hafa fregnir
af dýrinu ,og vor'u þeir báðir illa út-
leiknir, Sverrir allur forugur eins
og honum hefði verið velt upp úr
blautu moldarflagi, en bóndinn allur
i'ifinn og tættur, brotnar úr honum
tennur og þar með kjálkabrotipn, að
menn héldu Enga grein gátu þeir
gert fyrir því, hver hefði leikið þá
svo sárt, hvort það var dýrið eða ein-
hver önnur óvættur, er þeir hefðu
fengizt við, þvi að svo var myrkrið
mikið að ekki sáu þeir hvor annan.
Flestum þótti þó einsætt, að það
mundi dýrið verið hafa og hefði ráð-
izt á þá og viljað drepa þá, en eigi
orkað, því að þeir voru menn vaskir.“
Sverrir drukknaði á Húnaflóa vor
ið 1879, lagði einn á báti út frá Skaga
strönd og hafði hund sinn, Magnús
berfætta, i skut, en þeir fórust báðir.
Sverrir mun hafa ætlað að halda ó
fund frænda síns, Sigurðar Sverris-
sen sýslumanns í Bæ í Hrútafirði.
Af því sem hér hefur sagt verið er
ljóst, að Sverrir Runólfsson var hæfi-
leika- og atgervismaður, hugmynda
auðugur, harðgerr og áræðinn. Hann
var ókvæntur og lét engin börn eftir
sig.
Formaðurko kaSDar
■Jakob i Klömbru var mikill sjó-
sóknari og harður við háseta sína.
Þoldi hann ekki af þeim neinar und-
anfærslur eða úrtölur. Eitt sinn, er
hann hugðist róa, stóð svo á, að bóndi
einn, háseti hans var að lesa húslest-
ur. Jakob skeytti því engu og skipaði
honum að koma með sér þegar í stað.
Bónda þótti hneyksli gert, er húslest-
urinn var truflaður, og spurði, hvort
hann sæi ekki, hvað hann hefði fyrir
stafni.
Jakob svaraði hvössum rómi:
„Það er þörf á því arna — snáf-
aðu og komdu strax".
Fáir bitar og stóricr
Helgi bóndi Bjarnason í Rauðadal
á Barðaströnd var ákafamaður mik-
ill og rak tíðum á eftir hjúum sín-
um.
Morgun einn um túnasláttimn var
hið fegursta veður, heiður himinn
og glampandi sólskin um allan Breiða
fjörð. Var þetta kærkomið veður,
því að hálfþurrt hey var í sæti í
Rauðsdal. Hljóp nú Helgi með gusti
miklum upp í skarirnar, þar sem fólk
hans hafði tyllt sér niður til þess að
að gleypa í sig morgunskattinn og
hrópaði:
„Hafið þið nú fáa bita og stóra,
kyngið þið fljótt og komið svo út að
breiða“.
Hundeltur klerkur
Framhald af bls. 515.
lifað matarlaus, en þó einkum til að
beina miskunn Guðs að mér og henni
sjálfri og fjölskyldu hennar með
föstu og bænum. Þegar ég kom út,
var andlit hennar svo breytt, að hún
virtist allt annar maður. Hefði rödd
hennar og klæðnaður ekki verið hinn
sami, efast ég um, að ég hefði þekkt
hana.
Svikarinn hitti mig, eftir að ég var
kominn út. Við höfðum enn engan
grun um sviksemi hans. Hann gerði
ekkert þá. Hann sótti ofsækjendurna
ekki aftur, því að hann vissi, að ég
ætlaði mér að vera farinn, áður en
þeir gætu verið komnir.
f næsta blaði veúður siagt frá hand-
töku Föður Gerards, fangavist hans
og yfirheyrslum.
520
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ