Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Síða 3
PrestssetriS og kirkjan i Vogi, þar sem Hans Egede var sóknarprestur, áður en tiann gerðist trúboði á Grænlandi. Inn í þessa kirkju ruddist klerkurinn f grannsókninni og stofnaði til handalögmáls í miðri messu. ar sjást prestarnir báðir í prédik- unarstóli meff opna ritninguna í höndunum. Fyrir neðan þá standa söfnuðirnir, og hefur hver maður fisk meðferðis, ýmist saltfisk í fangi eða fiskakippu í hendi. Söfn- uður séra Parelíusar er táknaður me<? sjö mönnum, og hafa sóknir hans sennilega verið miklu fjöl- mennari, en við fótskör Hans Eg- edes eru einungis þrír og horfa allir með mjög undirfurðulegum svip yfir til granna sinna. Á ritningarsíðunum hjá séra Parelíusi eru orðin ekki mörg: Latnesk glósa, sem táknar: Ekki yður, heldur yðar, og hins vegar: Komið til mín, komið til mín. Virð- ist með þessum orðum gefið í skyn, að honum séu hugleiknari eignir manna en sálir. Hans Egede heldur á loft níunda kaflanum í fyrra Korintubréfi Páls: „Ef aðrir hafa þennan rétt hjá yður, höfum vér hann þá ekki miklu fremur?“ Þetta er nokkuð tvírætt. Páll hafn- ar því í bréfi sínu, að söfnuðirnir veiti honum uppeldi, þótt hann eigi rétt á, og kann að vera, að hér sé verið að líkja Hans Egede við postulann. En hitt getur þó vakið grunsemdir, að hér eru ein- mitt valin þau orð, þar sem hann leggur þyngsta áherzlu á rétt sinn. Það gæti verið bending til prests- ins í Vogum um það, að honum væri fullstarsýnt, hvað hann taldi sér bera. Milli prédikunarstólanna er til- vitnun, sem varla verður misskil- in, sótt í tuttugasta kafla Matteus- arguðspjalls, þegar víngarðseig- andinn er að greiða verkamönnum sínum daglaunin: „Tak þú þitt og haf þig á braut. En ég vil gefa þessum síðasta eins og þér. Leyf- ist mér eigi að fara með eigur mín- ar eins og ég vil? Eða ertu öfund- sjúkur af því, að óg er góðsamur?“ Hér tala sýnilega þeir, sem goldið hafa til prestanna beggja og sætt álasi síns sóknarherra fyrir vikið. Yfir þessu öllu svífur svo hönd, er lætur slga niður tilvitnun úr tíunda kafla Matteusarguðspjalls, fyrirmæli sjálfs Krists um það, að lærisveinar hans skuli ekki krefjast launa: „Ókeypis hafið þér meðtekið, ókeypis skuluð þér af hendi láta-‘. Fiskimennirnir í Vogi hafa ver- ið biblíufróðir og notað þekkingu sína laglega til þess að setja ofan í við prestana, um leið og þeir færðu þeim þeirra, er þeim þótti hafa skárra mál, dýrmæta gjöf. Silfrið í þessa könnu var sem sé ekki við nögl skorið. Það stóð átlatíu og tvö lóð, meira en hálft þriðja pund. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 723

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.