Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Side 20
SAGAN UM KÚNA - Framhald af 728. síSu. bara venjuleg kýr. Og tijá nverjum ætti ég annars að skilja hana eftir hér? Petja átti ekki til minnsta vott af kímnigáfu, og þess vegna hvarfl- aði ekki að honum, að neitt gæti verið broslegt við litla hópinn, sem rölti áleiðis út úr skemmtigarðin- um: hann sjálfan, Nöstju og kúna. Þvert á móti — lokkandi fram- tíðardraumar um auðæfi svifu fyr- ir hugskotssjónum hans, og mynd Nöstju bliknaði meira og meira. Nastja hrukkaði ennið, leit rann sakandi augum á Petja og neðri vörin fór að titra. — Petja . . . viltu ekki fylgja mér heim? — Jú, auðvitað. Hvers vegna skyldi ég ekki gera það? — En . . . kýrin? — Eins og hún sé til nokkurra óþæginda? — Þú heldur þó ekki, að ég fari að ganga þvert í gegnum bæinn við hliðina á þessari hlægilegn skepnu? Vinkonur mínar mundu hæðast að mér, og ég fengi engan frið fyrir strákunum á götunni! — Þá það . . . sagði Petja, þegar hann hafði hugleitt málið um stund. --- Þá tökum við leigubíl. Ég á enn þá eftir þrjátíu kópek. — En hvað um kúna? — Við bindum hana aftan í bíl- inn. Nastja kafroðnaði af reiði. — Má ég spyrja, hvers konar fram komu heldurðu að þú getir leyft þér við mig? Þú værir vís til að stinga upp á, að ég riði þessari skepnu þinni heim. — Þú heldur vist, að þú sért bráðfyndin! sagði Petja hæðnis- lega. — Ég er alveg steinhissa, það verð ég að segja — faðir þinn á fjórar kýr, og þó ért þú hrædd við eitt beljugrey! -^Þú gætir þó skilið hana eftir í skemmtigarðinum til morguns. — Hver ætti svo sem að stela henni? Svo er þetta nú ekki sá dýrgripur — herra minn trúr. Petja yppti gremjulega öxlum. — Ef þú getur ekki fellt þig við kúna mína . . . — Þá ætlarðu ekki að fylgja mér heim? — Hvað á ég að gera við kúna? Ekki get ég stungið henni í vas- ann! — Það er svona! Ég held mér sé þá rétt saman. Ég kemst heim ein- sömul. En láttu það ógert að koma til mín á morgun! — Eins og þú vilt, sagði Petja móðgaður. — Þá kem ég ekki held- ur daginn þar á eftir, og ég get meira að segja hætt að koma fyr- ir fullt og allt, ef . . . — Það skaltu gera, því nú ertu kominn i félagsskap við þitt hæfi! Og þegar vesalings stúlkan hafði gengið af Petja óvígum með þessu beiska spotti, hélt hún sína leið niðurlút og fannst hjarta sitt vera kramið til ólífis. Petja stóð kyrr eitt andartak og horfði á eftir henni. Síðan kom hann aftur til sjálfs sín. — Hananú, greyið mitt, sagði hann við kúna. — Við skulum f-ara að koma okkur heim. Petja og kýrin þrömmuðu niður dimma götuna meðfram skemmti- garðinum, og þar gekk allt vel. En þau voru ékki fyrr komin út í mannþröngina á upplýstu Dvorj- anka-strætinu, er Petjia fór að verða órótt innanbrjósts. Fólkið, sem mætti þeim, rak upp stór augu, og strákhnokki einn sletti í hann dónalegri athugasemd, sem hann várð að láta eins og hann hefði ekki heyrt, því að hann gat ekki sleppt taumbandinu á kúnni, sem dragnaðist áfram með hinni ótrú- legustu rósemi. Þegar Petja var kominn hálfa leið niður Dvorjankastrætið, voru glápandi ásjónur vegfarenda orðn- ar honum gersamlega um megn. Og þá hugkvæmdist honum ráð: Hann sleppti taumbandinu á kúnni, spark aði í hana, til þess að koma henni af stað, og lét hana svo þramma áfram einsamla. Sjálfur gekk hann á eftir henni í hæfilegri fjarlægð og reyndi að vera annars hugar og áhugalaus á svipinn, eins og hann væri bara réttur og sléttur vegfarandi, sem kýrin væri með öllu óviðkomandi. 1 hvert sinn, sem kýrin hægði á ferðinni, nam staðar við ein- hvern búðargluggann og fór að glápa á hann, sparkaði Petja í hana, svo lítið bar á, og þá rölti kýrin af stað aftur, mæðuleg á svip inn. Loks komu þau í götuna, þar sem Petja bjó. Þarna var húsið tré- smiðsins, þar sem hann hafði her- bergi á leigu . . . Og allt í einu var eins og eldingu lysti niður í huga hans: — Hvað á ég að gera við kúna? Þarna var ekkert fjós. Og ef hann byndi hana í garðinum, gat ein- hver stolið henni, ekki hvað sízt, þar sem enginn lás var á hliðinu. — Nú veit ég, hvað ég geri, sagði hann við sjálfan sig, þegar hann hafði hugsað sig um langa hríð.— Ég lauma henni bara inn í herberg ið mitt, og svo kemst allt í lag á morgun. Hvers vegna skyldi hún ekki geta verið í herberginu eina einustu nótt? Kýreigandinn lánsami opnaði dyrnar hljóðlega og tosaði þung- lyndislegri skepnunni inn á eftir sér. —Áfram með þig! Þessa leið . . . og hafðu ekki hátt, fjandinn þinn. Gakktu á tánum, beljufífl! Þegar kýrin var loksins komin inn í herbergið, gekk hún sljóleg í fasi að rúminu hans Petja og hóf tafarlaust að gæða sér á kodd- anum hans. — Uss . . . Helvítis beljan! Viltu láta koddann minn vera? Ertu kannski hungruð? Eða þyrst? Petja hellti vatni í þvottaskál og hélt henni upp að grönum kýrinn- ar. Síðan læddist hann út í garð- inn, braut nokkrar greinar af trján um, fór með þær inn og lagði þær varlega í þvottaskálina. — Gerðu svo vel! . . . Éttu bara . . . Hvað gætirðu annars heitið? Vasjka! Éttu, greyið mitt. Kýrin rak granirnar niður í þvottaskálina, sleikti greinarnar, hallaði hausnum aftur á við og baulaði hátt og lengi. — Uss! Helvítis beljan, kveinaði Petja, ráðalaus með öllu. — Haltu þér saman, helvítis djöfullinn þinn! Það marraði hljóðlega í hurðinni bak við Petja. Fáklæddur maður, sem vafið hafði utan um sig teppi, gægðist inn, en hörfaði í sömu and- rá skelfingu lostinn út aftur. — Ert það þú, Ivan? hvíslaði Petja. — Komdu bara inn, vertu ekki hræddur . . . Ég er búinn að eignast kú. —Ertu orðinn bandvitlaus, Pet- ja? Hvar fékkstu hana? — Vann hana á hlutaveltu! Éttu, Vaskja, éttu! Svona. — En það er ekki hægt að hafa kú inni í herberginu hjá sér, sagði hinn leigjandinn í aðfinnslutón og settist á rúmið. — Ef húseigandinn kemst að þessu, rekur hann þig á dyr. — Þetta verður ekki nema þang- að til á morgun. Hún verður hérna í nótt, og svo finn ég eitthvert ráð á morgun. — Muu — muu — muu! öskraði kýrin, eins og hún væri þessu al- veg samþykk. — Fari það nú í helvíti. Þegiðu! Lánaðu mér teppið, ívan, ég vef því utan um hausinn á henni. — Stattu kyrr! Láttu ekki svona. — Hvað á ég að gera við hana — nú er hún farin að éta teppið! And- skotinn þinn. Hann sló kúna af öllu afli, mitt á milli augnanna . . . — Muu — muu — muu! — Heyrðfl mig nú, sagði hinn leigjandinn. — Nú kemur húseig- 740 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.