Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Side 7
hendi við nokkurn mann, sem minn sannkristinn náungi hefur trúað mér fyrir“. Guðmudur goddi gerði sig þá lík- legan tU þess að skera beitu úr byrði Eiríks, en hann brá hart við, varpaði frá sér hákarlinum og sveif á stiga- manninn. Tókst honum að hefja hann upp á öxl sér og fleygja honum í ál á fjörunum. „Hér Skalt þú nú drekkjast og deyðast eins og hann Faraó í hafinu rauða“. sagði Eiríkur byrstum rómi. Axlaði hann síðan byrði sína á með- an Guðmundur skreiddist upp úr áln um og hélt áfram ferð sinni. Til öllu meiri tíðinda dró, er þeir hittust á förnum vegi eftir að' Eirík ur hafði tælt Guðrúnu á hálar braut- ir. Það gerðist í Kollafirði á Strönd- um. Var nú hvort tveggja, að Guð- mundur vildi hefna gamalla ófara og hafa bætur af Eiríki í ráðspjöll dótt- ur sinnar. Hafði hann þegar uppi til- kall sitt, en Eiríkur lét þess engan kost, að hann miðlaði honum neinu í bætur. „Ekki verður nú af því, hjartans lífið. að ég tvíborgi sama hlutinn", sagði hann af venjulegri stillingu. „Ég lét hana fá silkiklút og hangikets krof, og það var nóg“. En Guðmundur goddi var bráðlynd ur og ófyrirleitinn og hugðist láta hendur skipta, svo sem honum var gjarnt til, úr því að mannorðsspillir- inn vildi ekki ganga til samninga við hann. Þreif hann til poka, sem Eirík- ur bar og ætlaði að svipta honum af honum. Við þetta þykknaði skyndi- lega í Eirlki. Hann lét pokann falla og snerist gegn Godda. Tókust svipt- ingar miklar, og var ekki ólíkt á kom ið með þeim, því að þeir voru nálega jafnaldrar og Guðmundur harðfengur og vel ag manni. Þó lauk svo, að Eiríkur hafði Guðmund undir. Sett- ist hann þá á hann ofan, tók stein og rak upp í hann. Þótti honum ekki sigur sinn fullur, fyrr en steinninn skrapp inn fyrir tanngarðinn, er þó mátti illa verða, því að ginið varð vart glennt svo mikið. Þegar Eiríkur hafði keflað Guðmund með þessum hætti, lét hann kauða standa upp og sagði um leið, állhróðugur: „Svona er nú farið með nautin, þegar búið er að drepa þau“. Og með því að Eiríkur átti ekki frekari erindi vis Guðmund, snaraði hann pokanum á bak sér og hélt leiðar sinnar eins og ekkert hefði í skorizt. En af Guðmundi er það að segja, að hann baslaði lengi við að ná steininum út úr sér, en tókst það ekki sem varla var von. Staulaðist hann um síðir til bæia, hitti þar fólk og benti upp í sig. Tókst honum að lokum að gera mönnum skiljanlegt, hvernig hann var le'kinn, og voru þá heitir bakstrar settir vifí kjálkana og hvofturinn- síðan glenntur upp með tréfleygum, unz steinninn náð- ist um síðir. En sagan af samfundum þeirra Eiríks og Guðmundar godda í Kollafirði varð á skammri stundu landsfleyg, því að báðir voru menn- irnir allkunnir vítt um héruð. Þótti mörgum Eiríkur hafa leikig andstæð- ing sinn allhart og mjóu munað, að hann yrði mannsbani með þe'ssu til- tæki. En ófáir unntu Guðmundi kár- ínunnar, því að hann átti fárra manna hylli. V. Eiríkur var að því leyti betur sett- ur en aðrir farandmenn á hans dög- um, að hánn átti eignir. Við dauða föður síns hafði hann erft hálft Stóra- Fjarð'arhorn. Ekki mun honum hafa nýtzt vel þessi eign sín, enda var honum ósýnt um fjármál og annað veraldarvés. En héraðshöfðingjar sáu ofsjónum yfir eign Eiríks og þótti með ódæmum, að hann skyldi vera jarð- eigandi. Þrátt fyrir vanhyggindin var jarðarskákin ekki Eiríki laus í hendi, því að ekki þarf að efa, að leitað hefur verið eftir kaupum á henni með ýmsum ráðum. Stóð svo lengi fram eftir ævi hans, að hann lét ekki fleka af sér erfðagóss sitt. Loks kom þó þar fyrir atbeina Jóns hreppstjóra Jónssonar í Snartartungu, aðsjáls efnabónda, og Jóns sýslumanns á Mel- um, að Eiríkur dróst á að gefa Brodda neshreppi hálflenduna og stofna þar af sjóð, legat Eiríks Ólsen, til styrkt ar þændum í sveitinni. Þetta var fínt nafn, og sennilega hefur fordildin valdið því, að Eiríkur gaf kost á þessu. Hafði hann fordæmi virðulegt manns, þar sem var Einar I Kollafjarð arnesi, er gaf jörg til styrktar þeim, er misstu pening sinn voveiflega. — Vatt sýslumaður að því bráðan bug að skrá gjafabréfið og vottfesta gjöf- ina, en lét þó fvlgja það ákvæði, að Eiríkur nyti arðs af eigninni á með- an hann lifði. Þetta gerðist árið 1834. Þá var Ei- ríkur kominn hátt á sextugsaldur og mjög farinn að gangast fyrir, svo að hann orkað'i ekki lengur þeim burð'i, sem hann hafði stundag lengst af æv- inni. Þyngdist þá hagur hans og það þeim mun fremur, að eftir gjöfina gekk honum ærið treglega að ná jarð- arafgjaldinu, þrátt fyrir ákvæði gjafa bréfsins. Var hann þá algerlega kom- inn á vergang, og fannst séðum fjár- mönnum honum mega flakkið vel endast til uppihalds. Það rak því brátt að því, ag Eiríkur iðraðist gjaf- ar sinnar. Eftir þetta tók að anda köldu frá honum til Jóns sýslumanns og kenndi þess bæði í kveðskap lians og ýmsum tilsvörum. Sýslumaður var meiri búhöldur og fésýslumaður en skartmenni, og tók E;ríkur að hafa það' í skimpingum, honum til niðrun- ar, hve óhöfðinglega hann var bú- inn. Er enn í minnum ein staka Ei- ríks, sem ag þessu lýtur: Melagrindin mikið stór á mórauðum sokkagörmum, herra sýslumaður vor hér um aldir alda. Þótt bágur væri kveðskapurinn, sakaði það ekki. Visur Eiríks flugu um allar byggðir. Svo virðist sem sýslumað'ur hafi um þessar mundir farið ag amast við því, að Eiríkur hefði langar setur á heim- ili hans, og jafnvel þau hjónin bæði. En við það hljóp stríðni I karl, sem undir nið'ri hefur ef til vill skynjað, að hann kynni ag hafa unnið fyrir bita og sopa á Melum meg ferðum sínum og burði fyrr á árum. Kunni hann að haga orðum sínum svo við sýslumann, að frásagnarvert þótti. — Það hefur líklega ekki verið meg öllu án kuldaglotts hermt frá orðaskipt- um, sem áttu að hafa farig fram á Melum einn morgun, er Eiríkur hafði matazt þar. „Ætlarðu ekki bráðum af stað, Ei- rikur sæll?“ spurði sýslumaður. „Ó-nei“, svaraði Eiríkur. „Konan þín vill jafnt og andskotinn, að' ég fari á undan miðdegismatnum“. Slík orðaskipti hafa verið gómsæt mörgum þeim, sem litu öfundaraug- um til Melaauðsins og þótti kannski á stundum hart að gengið um ýmis gjöld. Á þessum árum hafði Eiríkur tekið það í sig að vilja ekki vera til altar- (is, er þá var þó enn mikill siður, enda talið, að þeir ættu yfir sér sál- arvoða, er það vanræktu. Þegar Ei- ríkur var spurður, hverju það gegndi, ag hann þægi ekki náðarmeðulin, svaraði hann: „Það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar fyrir mig, því að eitraður högg ormur liggur um hjartag á mér síðan hreppstjórinn og sýslumaðurinn tóku af mér umráð eigna minna“. Menn áttu að ganga sáttir vig alla að náðarborðinu, og Eiríki hefur væntanlega fundizt, að hann gæti ekkj fyrirgefið þeim, sem sviptu hann Stóra-Fjarðarhorni. Nokkrar ráðagerðir hafði Eiríkur líka uppi um það að ógilda gjafabréf- ið. Lét hann það einkum uppi, þegar hann stóð í kvonbænum, því að hann vænti þess, að jarðeignin freistaði hygginna kvenna. En hvort tveggja var, að konur voru ekki ginnkeyptar fyrir Eiríki, þótt hálflendan fylgdi með, og andbrekkis fyrir förumann að etja kappi vig yfirvöld héraðsins. — Þess vegna sat við það, sem orðið var. VI. Einhvern tíma fyrri hluta árs 1838 var Eiríkur á ferð í Bitru. Lagðist Framhald á 731. síðu. TlMiNN - SUNNUDAGSBLAÐ 727

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.