Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 16
SUÐURSKAUTS- FERÐIR SCOTTS nmnuv ■—i—iwnr mrr' III. í JÚNÍ 1910 lagði hinn nýi leiðang- ur Scotts af staff á skipinu „Terra Nova“, sem upDrunalega var hval- veiðiskip, en hafði verið útbúiff sér- staklega fyrir siglingar í íshafi. Scott fór ekki sjálfur með skipinu frá Eng- landi, heldur kom á eftir því með póstskipi til Höfffaborgar í Afríku. Þar sté hann um borð í „Terra Nova“ og sigldi síðan til Melbourne í Ástra- líu. í Ástralíu beið hans skeyti, sem hafffi mikla þýðingu fyrir allt það, sem á eftir fór. Þetta var stutt og laggott skeyti, enda var sá, sem sendi það, ekki vanur að eyða mörgum orð- um fram yfir það, sem nauffsynlegt var. Skeytiff var frá hinum fræga, norska landkönnuði, Roald Amund- sen, dagselt á Madeira og hljóðaði svo: „Ég ætla suður. Amundsen". — Það var unnt aff gera sér nokkuð í hugarlund, hvaða tilfinningar hafa bærzt i brjósti Scotts, þegar hann las þessi orð. Meff þeim var hafinn nýr þáttur í sögu suffurskautsleiðangra — kapphlaupið um að verða fyrstur á pólinn. En Scott hafði forskot, þvi ag Amundsen var enn í Norður-At- landshafi — lanat á eftir. í lok nóvember sigldi Scott frá Nýja-Sjálandi, skipið yfirhlaðiff birgg um, útbúnaði og. smáhestum. Suður af Nýja-Sjálandi lentu þeir í miklu stormviðri. Um tíma leit helzt út fyrir, ag skipig færist, en þaff slapp þó með skemmdir. 9. desember komu þeir auga á lagísinn. Það hafði tekið þá fjóra daga í fyrri leiðangrinum að komast í gegnum hann, en nú tók þaff tuttugu daga, og skipiff var oft teppt í ísnum, komst hvorki aftur á bak né áfram. Það var ekki fyrr en 4. janúar. að þeir settu skipiff fast og stigu upp á ísinn. Þennan stað kölluðu þeir „The Skuary“. Innan hálfs mánaðar höfðu þeir komiff sér þar upp bækistöð. Smáhestarnir ollu erfiðleikum frá fyrstu stundu. Þeir voru miður sín eftir hina löngu sjó- ferð, og það leiff rúmur hálfur mán- uður áður en unnt var ag leggja upp á Suðurskautslandið td þess aff byggja birgðastöðvar „Terra Nova“ fór meg flokk manna til „Lands Eðvarffs VII.“ Þegar skip- iff var að þrengja sér inn í Hvalfjörð, sem skerst inn í sjálfan „ísbakkann mikla", sáu þeir „Fram“, skip Amund- sens, þar sem það var frosið inn í ísinn, en sjálfir höfðu leiffangurs- mennirnir frá „Fram“ komið sér fyr- ir á ísnum. Þarna voru þeir nær 100 kílómetrum r.ær sjálfu suðurskaut- inu, en flokkur Scotts við „The Sku- ary“, og þaff sem meira var: Þeir voru á sjálfum isbakkanum og þurftu ekki að horfast í augu við hætturnar, sem voru umhverfis bækistög Scotts. Hins vegar var lardig milli bækistöðvar Amundsens og suðurskautsins algjör- lega ókannað En Amundsen hafffi 100 hunda og menn, sem kunnu að fara með þá Þessi tíffindi bárust auð- vitað til bækistöðva Scotts og vöktu mikla gremju, en hugur Scotts var rólegur: „Það er aðeins eitt, sem kemst að i huga mínum. Aðalatrið'ið og hiff vitur’.egasta er ag halda áfram alveg eins og þetta hefi aldrei átt sér stað (aff Amundsen var nær mark- inu). Við hö’.dum áfram og gerum okkar bezta fyrir heiður lands okk- ar æðrulaust og án ótta . . . Mér datt aldrei í hug, að hann gæti komig svo mörgum hundum heilu og höldnu upp á ísinn. Ferðaáætlun hans meff þá fyrir sleðunum virðist góff. En það, sem mestu máli skiptir, er það, að hann getur lagt af stað snemma á árstíðinni — r.okkuð sem er ógerlegt meg smáhesta fyrir sleðunum". — Þarna Iiggur hundurinn grafinn: Am- undsen gat lrgt af stað fyrr, hann átti styttra að fara, og Scott hlýtur ag hafa vicað' það meff sjálfum sér, að hann gat líka farig hraðar. — Scott mætti hverjum erfiðleikunum á fætur öðrum: Lagísinn, sem hann hafði reiknað með' ag fara yfir umhverfis eldfjallið Erebus, leysti, alls konar minni háttar vandræffi steðjuð'u að, og smáhescarnir brugðust enn vonum hans. Ferð'aáætlun Scotts var í þremur liðum og byggðist á vélsleðunum, hundunúm og smáhestunum. Smáhest- ana átti að noia síðast -r- á snæauffn- um ísbakkans. Þegar yfir hann var komið, áttu mennirnir sjálfir að ann- ast drátt sleðanna — á Beardmore- jöklinum og násléttunni umhverfis suðurskautið Þeir áttu ag draga sleð SÍÐARI HLUTI Ljósmyndarl leiðangurs Scotts tekur mynd af eldfjalli I 25 km, fjarlægð. Takið eftir þykkum skinnvettlingum hans. 736 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.