Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 10
og leysingavatnið úti á lagnaðarísn um. Einu sinni man ég eftir að 85 álftir frusu niður þar úti. Það voru fínir hamir af þeim álftum, þar var ekki fitan í hömunum. Auk þess réri Jón alltaf frá Hjörs ey á vorin, og þar fékkst góð und- irstaða til búsins. Hann átti einn- ig skektu, sem hann notaði við sel veiðar, og hann rataði þarna um allt í svartasta myrkri; gat forð- azt öll sker blindandi. Hann lá einn ig oft fyrir tófu; ég held að hann hafi mest fengið 22 á einum vetri. Það þurfti mikið til taúsins á Hofs stöðum. Þar var ekki tekið út til tveggja daga,-heldur til ársins. — Kornið var malað í handkvörn, sem svo var höggvin upp einu sinni á ári. Það var yfirleitt gamalt fólk, sem var látið mala, og svo við, strákarnir. Á haustin var oft tekið innan úr 60—70 fjár; kjötið selt í Borgarnesi, en innmaturinn tekinn heim. Ég man, að okkur þótti það heldur leiður starfi að svíða lappir; þá voru hausarnir skárri. Til heim- ilisins var einnig slátrað 12—14 sauðum, einu nauti og einum hesti, og þar að auki voru 4—5 kindur settar út í eyjar og slátrað til jól- anna. Það var mikið slátur úr öllu þessu fé, bali við bala. Þarna var einu sinni vinnukona, sem hét Sig- ríður, orðmörg og orðljót. Sesselja húsfreyja bað hana einu sinni að bera eitthvað fram i búr; hún gerði það, kom inn aftur og sagði með þjósti: „Það er eins og vant er, ekkert hægt að komast fyrir .................(þrítvinnað) and- skotans mat“. Hún borðaði ekki mat framar, sú stúlka. Hún fékk skömmu síðar taugaveiki, sem dró hana til dauða. Svona gætir margur ekki að þvi, á hvaða stundu hann talar, og enginn skyldi bölva matn- um. Fyrsta vorverkið var að stinga út úr húsunum. Taðið var borið út og flysjað, og síðan staflað saman við hrís. Síðan var farið í mó; það var margra vikna vinna að sttnga hann, þurrka, hlaða í hrauka og síðan að flytja hann heim á haust- in eftir réttir. Þá var á vorin einn- ig borið á völlinn. Húsbóndinn hafði smíðað kvörn til að mala á- burðinn og síðan var honum dreift úr trogum. Um kvörnina kvað eitt sinn stúlka, sem var þarna: Við göngum fram í gáleysi, í gleðidvala skrýtin; oss finnst það rarast fágæti að fá að mala skítinn. Þegar túnasláttur hófst var þess alltaf gætt að bera út á laugar- degi. Það þótti lánsmerki. Á Hofs- stöðum gengu fjórir menn stöðugt að slætti og 3 vinnukonur að rakstri. Auk þess komu í heyskap- inn gömul kona og roskinn maður, sem Ólafur hét. Ólafur þessi var annars aðallega fjósamaður. Ein- hverju sinni kom húsbóndinn til hans og hafði orð á því, að hann færi nú að verða of gamall til að vera í fjósinu, en karl svaraði stutt lega: „Ég er ekki eldri en aðrir“. Á haustin var réttað, mórinn fluttur heim og fjóshaugurinn brot inn niður. Það var gert með járn- karli, því að þá voru ekki til nein- ir hakarnir. Síðan var mykjan bor- in út í hauga í barkrókum, meis- um með hjarabotni. Haugarnir voru látnir standa í skipulegum röðum, og þar biðu þeir eftir skemmtileg- heitunum með skítkvörnina næsta vor. Á veturna var alltaf staðið yfir fé. Sauðamaðurinn fór út klukkan sjö á morgnana og fékk áður væn- an árbít, tveggja ára gamalt skyr, svo kallað graðhestaskyr. Hann stóð síðan yfir fénu allan daginn, þar til birtu fór að bregða. Sauðar- maðurinn var eini maðurinn á bænum, sem fékk laun í peningum. Hann fékk 60 krónur á ári. Annars var vetrarvinnan auk gegninganna mest að kemba hrqss- hár, spinna það og flétta reipi. Á kvöldvökunum voru kveðnar rím- ur og lesnar sögur, og þegar kom að háttumálum, fékk hver maður stóra spilkomu með mjólk, sem tók um hálfan annan pott, og fjór- ar vænar brauðsneiðar. Þetta var eins konar aukakvöldverður. Við krakkarnir urðum að læra kverið utanbókar og námið stunduðum við í fjósinu. Þar var kálfsbás ætl- aður fyrir okkur. Og um sumar- málin kom svo presturinn að hús- vitja. Hann lét fólkið lesa og skrifa og hlýddi börnunum yfir barnalærdóminn. Á þessum árum var gert miklu meira af því en nú að þjóna Guði. Það var meiri festa í kristindómnum, og bróðurkærleik urinn réð þá ríkjum. Kunningi minn spurði mig að því um daginn, hvort ég ætti kverið mitt enn þá. Ég hélt nú það, og sagði, að ég hefði einmitt verið að lesa í því þá um morguninn. Það var Helgakver sem ég lærði, og ég held, að það sé bezta guðfræðibókin okkar alla tíð. Það var mikið lagt upp úr því andlega í mínum uppvexti, og við máttum ekki hræra okkur undir húslestrinum. Þó man ég, að við krakkarnir áttum stundum erfitt með að verjast brosi, þegar Gils Sigurðsson á Krossnesi var staddur á bænum. Hann söng heil ósköp, alltaf með sama laginu, hver sem sálmurinn var, og svo tók hann í nefið með blæstri eða snýtti sér með drunum milli erinda og hélt síðan áfram söngnum. Ég flutti alfarinn til Reykjavík- ur í september 1904. Nokkrum vetr- um fyrr hafði ég þó farið um tíma suður með sjó og var þá í vinnu hjá Guðmundi Ólafssyni í Nýjabæ yfir vertíðina. En þegar ég flutti réð ég mig hjá Ditlev Thomsen til trésmíðanáms. Meistari var Sveinn Sveinsson, bróðir Hallgríms bisk- ups. I kaup hafði ég 37 krónur á mánuði, en herbergið, sem ég leigði mér kostaði krónu. Við vorum fjórir á verkstæðinu og smíðuðum aðal- lega kommóður. Það var erfið vinna þvi að við urðum að saga allt i grindarsögum og stíga sögina. Síð- an varð að þverhefla alla kommóð- una. Það þótti gott ef maðurinn smíðaði eina og hálfa kommóðu á viku, og kommóðan kostaði þá 21 krónu. Auðvitað smíðuðum við sitthvað fleira, borð og glugga, og svo var sífellt verið að gera ein- hverjar breytingar á skrifstofunni hjá Thomsen. Thomsen var ágætur vinnuveit- andi og gerði vel við sína menn. Hann var vanur að gefa okkur strákunum hálfan kassa af vindl- um, en fullorðnu mennirnir fengu viskífleyg og heilan vindlakassa. — Thomsen rak vindlaverkstæði og bjó til alveg Ijómandi vindla. Auk þess var hann með svínabú, sítrón- gerð, áfengisverzlun, nýlenduvöru- verzlun, skreðaraverkstæði og silf- ursmíði. Og það var hann, sem keypti fyrsta bilinn, sem kom hing- að. Bíllinn kostaði 600 kr„ og hann flutti fólk í kringum Austur- völl fyrir 10 aura á manninn. Það þótti mikið djásn að fara í slíkt ferðalag. Á þessum árum voru oft miklir snjóar og þurfti að moka frá hús- um. Við Laugaveginn mynduðust þannig djúpar rennur, sem snjón- um hafði verið mokað úr. Þá var hægt að tala um að liggja í renn- unni, þvi að þeir, sem ultu þangað niður fullir, voru alveg huldir. Nú eru engar rennur til að tala um. Sveinn, meistari minn var um skeið forstöðumaður vínkjallarans, sem Thomson rak. Einhverju sinni var það, að Thomsen bauð okkur öllum starfsmönnum sínum í út- reiðartúr upp að Mógilsá á Kjalar- nesi og var sjálfur með í förinni. Þarna upp frá var mikið um dýrð- ir, farið í leiki og sungið mikið. — Meðal annars var þarna sunginn bragur um Svein, sem Thomsen hafði látið gera, og var hann með sama lagi og Gamli Nói. Úr hooum man ég þetta: „Undirheimar, undirheimar eru ríki Sveins. Glatt þar glösin ljóma, gleðilög oft óma. Oft er skotið, 730 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.