Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 12
Það var bjart yfir Breiía- firtíi sunnudaginn 30. júlí í sumar, en dálítií kalt. Ör- {junnt skýjaþykkni steig upp af fjöllunum fyrir botni fjar'Sarins og austan and- vari gáratSi sjóinn, þegar ég kom undir bert loft í Stykk- ishólmi um morguninn. Þaíf var eins og þessi Ijósbláa þoka væri aíf biðjast afsök- unar k> aÖ hun heftJi tyllt tánum á efstu fjallabrúnir um lágnættitS og gefitS til kynna, að sumri væri tekið að halla. Hógværara gat það ekki veriS. Barða- ströndin og allir múlarnir í austursveitunum glóðu í sól- skini og þurrkuðu af sér næturdöggina. — Sam- kvæmt margreyndri og ósvikinni breiðfirzkri veð- urfræði, boðar slíkt veður- útlit að morgni þurrk og góð viðri á þeim slóðum. Og það fór sem fyrr. Þegar leið á daginn, lygndi alveg, skýin greiddust sundur, sólin varð einvöld á himninum og hellti geislaflóði sínu yfir fríðar eyjar og björt sund. HerðubreiS lagðist að bryggjunni i Flatey laust fyrir hádegiff. Ég hafði verið að hugsa um það vestur yfir flóann, hvort mér mundi nú Mnast að komast út í Oddbjarnar- *ker í dag. Þangað var ferðinni heit- ið fyrir það fyrsta. Þó aff-skömm sé frá því að segja, fyrir mann fæddan og alinn úpp í Breiðafjárðareyjum, kominn yfir miðjan áldur, hafði ég aldrei komið í Oddbjarnarsker, þessa fornfrægu og sérstæðu verstöð. Að vísu hefur Skerið nú helzt úr lestinni sem ver- stöff, en á samt mikla sögu, og lengi hafði mig langaff til að stíga þar á land. Ekki bagaði veðrið. Og nú var skammt til fjöru og stór- streymt, en um stóra fjöru vildi ég Ihelzt lenda I Oddbjarnarskeri. og Snæbjarnar, haldist ekki vel á fólki, þð að landkostir séu góðir og útsýnið töfrafrítt af Vaðsteinabjarg- inu. — Þórður hafði verið í Odd- bjamarskeri með Snæbirni Kristjáns- syni í Hergilsey, og því manna kunn- ugastur þar nú. Nú, þetta var þá bærileg byrjun. Við ýttum svo frá bryggjunni í Flat- ey, og eftir rúma klukkustundar ferff vorum við lentir í Oddbjarnarskeri. í einfeldni minni spyr ég félaga mína, hvort óhætt sé að lenda hér. Ég hafffi sem sé heyrt gamla konu segja, að ekki mætti lenda nema í vissum stöðum við Skerið, ef ekki ætti illt af að hljótast. „Jú, hér er óhætt að lenda“, segir Þórffur, „hér lenti Snæbjörn gamli oft“. Þá þurfti ekki frekari vitna við, og viff stukkum upp úr bátnum. SKROPPID úr í * Herðubreið hafði því ekki varpaff landfestum, þegar ég fór að svipast um eftir einhverjum gömlum kunn- ingja, er líklegur væri til aff vilja skreppa meff mér út í Sker. Og það stóð ekki á þvi. Á bryggjunni kom ég auga á Svein- björn bónda Daníelsson í Svefneyj- um. Hann hlaut að eiga góðan bát. Og þaff vissi ég af gamalli reynslu, að hann var allra manna liklegastur til þess að skjóta manni eyjasund. Ég yfirgaf því í skyndi hina fríðu fleytu, Herðubreið, vatt mér að Svein- birni og spurði, hvort hann vildi koma með mér á stundinni út í Odd- bjarnarsker. Þaff kom dálítið hik á minn forna félaga við þessa spurningu, sem von var, því að ekki gerist það nú á hverj- um degi, að menn biðji um flutning út í Sker. Það er af sú tíð. En þetta var velkomið. „Það er meff mig eins og þig“, sagði Sveinbjörn, „þangað hef ég aldrei komið. En við þurfum að f’á mann með okkur kunnugan á staðn- um“. Það var aff vísu alveg rétt athugað. Og það tók heldur ekki langan tíma að ráða hann. Þarna var líka staddur Þórður bóndi Benjamínsson í Hergilsey. Menn fagna vel skipakomu í fámenn- inu. Þórður býr nú raunar ekki í Her- gilsey lengur. Iíann er búsettur í Flatey og nytjar Hergilsey þaðan, Þannig hefur verið búið í Hergilsey áffur. — Það er eins og þessari sögu- frægu eyju, þeirra Ingjaldar, Eggerts Nú var að byrja aðfall. Við urðum því að hafa hraðan á, ef okkur átti að takast aff sjá það, sem mörgum hefur þótt merkilegast í Oddbjarn- arskeri, og flestir vilja sjá, er þangað koma. En það eru smáhverir fram í fremstu fjöru, þar sem heita Vatns- steinar. En því vildum við sjá „Vatns- steinana“, að af þeim tóku vermenn vatn á sínum tíma. Eftir tilvísun Þórðar, skálmuðum við því beint úr bátnum yfir háiar hleinar og blauta voga inn á innstu tanga, er upp úr voru. Þar fundum við vatnsbólið. Ekki láta þessir frægu steinar mikið yfir sér, fremur en svo margir aðrir bræður þeirra á útskerjum í Breiðafirði, og ekki mundi ókunnug- um veitast auðvelt að finna þá, þó að um fjöru væri. Er og ekki um venjulega steina að ræða. En þarna á fremstu töngum streymir heitt vatn upp úr blágrýtisklöpp, um tvö eða fleiri örsmá hveraaugu. Aðeins eitt augað er ofan á klöppinni. Er það ekki meira en 2—3 sm. í þvermál og vatnið í því snarpheitt, 70—80 stig. Utan í klöppinni munu vera tvö augu. Þau voru nú að fara í kaf, og sá ég þau ekki vel, en ekki munu þau vera stærri eða vatnsmeiri. Sagt er, að fyrr á tímum hafi blýtappar og seinna trétappar veriff felldir í þessi hveraaugu, tvö í senn, þegar átti aff taka vatn af steminum, og hafi þá rennslið aukizt til muna í því, sem opið var. Sýnir það, að samgangur er á milli þeirra einhvers staðar niðri í undirdjúpunum. — Engir tappar voru nú í þessum þarfagötum, hvorki za? T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.