Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Side 21
andinn á hverri stundu og rekur þig út, ásamt kúnni. — En hvað á ég að gera? stundi Petja, sem var nú alveg að þrotum kominn. — Ráðleggðu mér eitthvað! — Ja, hvað á ég að ráðleggja þér? Ef hún heldur nú áfram að öskra í alla nótt! Heyrðu, þú ættir að drepa hana! — Hvaö áttu við? — Ég á við, að þú drepir hana. Ekkert gæti verið einfaldara. Svo geturðu selt einhverri kjötbúðinni kjötið á morgun. Petja starði forviða á hinn mann inn og sagði svo hikandi: — En hvað hef ég svo upp úr því? — Drottinn minn dýri! Kjötið af henni er að minnsta kosti tvö hundruð pund. Ef þú selur það svo á fimmtíu kópeka pundið, þá færðu hundrað rúblur fyrir það. Og þá er eftir húðin og syo hitt . . . Þú feng- ir áreiðanlega ^ekki meira fyrir hana, þótt þú seldir hana á fæti. — Heldurðu það ekki? En með hverju á ég að drepa hana? Ég á að vísu borðhníf, en hann er al- veg bitlaus. Og svo á ég skæri — og ekki annað. — Tja-a, ef þú rækir nú skærin inn í augað á henni, svo að þau gengju inn i heilann . . . — En ef hún streitist á móti . . . og öskrar — Já, það er satt. En að gefa henni inn eitur . . . — Þú segir nokkuð . . . Einhvers konar svefnmeðal, en hvar á ég að ná í það svona seint? — Muu — muu — muu! öskraði kýrin og glápti upp í loftið með heimskulegum, kringlóttum augun- um. Nú heyrðist hávaði í næsta her- bergi. Einhver hrópaði, skammað- ist og krossbölvaði. Siðan heyrðust berir fætur stika yfir gólfið. Dyrn- ar inn til Petja opnuðust, og vesa- lings Petja stóð augliti til auglitis við húseigandann, úfinn og úrillan. Hann leit á kúna og Petja, og svo hreytti hann út úr sér, einbeitt- ur og stuttur i spuna og án þess að eyða tímanum í óþarfa spurn- ingar, þessu eina orði: — Út! — Leyfið mér að útskýra þetta fyrir yður, Alexei Fomitj . . . — Út úr mínum húsum! Og lát- ið mig ekki sjá yður framar! Ég læt ekki bjóða mér upp á hneyksli! — Það var einmitt það, sem ég var að segja, sagði hinn leigjand- inn með raddblæ, eins og allt væri nú komið í bezta lag, og hann vafði utan um sig teppinu sínu og kjagaði í bólið. Það var kolsvarta náttmyrkur, þegar Petja kom út á götuna með kúna sína. Hann hafði bundið upp á hana töskuna sína, koddann sinn og teppið. — Svona, fjandinn þinn! Af stað með þig! Við getum ekki staðið hér til eilífðar. Þau þrömmuðu hægum skrefum í áttina út úr bænum. Þau fóru fram hjá litlu húsunum í útjaðri bæjarins og komu því næst út á óbyggt svæði, er öðrum megin takmarkaðist af fléttaðri limgirð- ingu. — Það er alveg nógu hlýtt, taut- aði Petja, sem var að niðurfalli kominn af þreytu. — Ég fæ mér dúr hérna við girðinguna og bind kúna við handlegginn á mér. Og Petja steinsofnaði, magn- þrota eftir ofurþunga atburðanna. — Afsakið, herra minn! var hróp- að rétt hjá honum. Það var kominn morgunn, bjart- ur og heiðskír dagur. Petja opnaði augun og teygði úr sér. — Afsakið, herra minn! sagði maðurinn og ýtti við fætinum á honum. — Til hvers hafið þér bund ið handlegginn á yðúr fastan við tré? Hvers konar uppátæki er það? Petja stökk á fætur, eins og geit- ungur hefði stungið hann, og rak upp kvalræðisóp. Hinn endinn á taumbandinu, sem hann hafði bund ið um handlegginn á sér, var ramm lega hnýttur utan um lágvaxinn og kræklóttan trjástofn. Hjátrúarfullur maður hefði hald- ið, að kýrin hefði breytzt i tré á yfirnáttúrulegan hátt um nóttina, en Petja gerði sér engar grillur af því tagi. Hann æpti og kveinaði: — Henni hefur verið stolið! — Henni hefur verið stolið! — Reynið þér nú að stilla yður, sagði lögreglufulltrúinn. — Þér er- uð alltaf að tala um einhverja kú og að einhver hafi stolið. Hvað er um að vera? Hvaða kýr var þetta? — Hvaða kýr það var? Það var bara venjuleg kýr. — Hvernig var hún á litinn? — Tja . . . brún . . . það er að segja . . . hvít á stöku stað. — Á hvaða stöðum? — Granirnar voru víst hvítar . . . Nei, annars. Hún var hvít á siðun- um . . . Og líka á bakinu . . . Líka á halanum . . . Sjáið þér til, þetta var bara ósköp venjuleg kýr. — Nei! sagði lögreglufulltrúinn ákveðinn og ýtti pappírsörkinni frá sér. — Ég get ekki látið hefja leit eftir svona ónákvæmri lýsingu. Það eru til kýr svo milljónum skiptir í heiminum. Vesalings Petja hélt af stað til vinnu sinnar á skrifstofunni, hnugg inn i bragði. Hann var allur lurk- um laminn eftir harðan hvilustað næturir.nar, og hann átti von á skömmum hjá bókaranum, því að klukkan var farin að ganga eitt. Og aumingja Petja lötraði ái’ram, niðursokkinn i hugsanir sínar um hverfulleika allra hluta: í gær hafði hann átt allt: kú, húsnæði og unnustu, en í dag var allt gengið honum úr greipum: kýrin, húsnæð- ið og unnustan. T. Ó. þýddi. SuSurskautsferBir Scotts Framhald af bls. 739. an tíma að komast af stað á morgnana, magnleysið í hverjum lim. Þeir drógu sleðann, þrír menn. Einn maður haltr andi á eftir. Á sleðanum voru vísinda legar athuganir þeirra. landfræðileg- ar upplýsingar, sem þeir höfðu safn- að í leiðangrinum. Þeir voru trúir starfi sínu til hinztu stundar. 15. marz bað Oates þá um að skilja sig eftir og halda áfram. Þeir vildu ekki gangast inn á það. Þeir báð'u hann að reyna að berjast áfram þar til kvöldaði. — Næstu nótt vissi hann. að hann var a?j dauða kominn og vonaði, að hann vaknaði ekki, og næsta morgun skrifar Scott: „Ef þetta skyldi finnast, vil ég að þessar stað- reyndir verði kunnar: Síðasta hugsun Oates var um móður hans . . . Við get- um borið hugrekkki hans vitni. Hann hefur borið hræðilegar kvalir vikum saman án þess að kvarta, og fram á síðustu stund var hann fær um og viljugur að ræða óviðkomandi hluti. Hann gat ekki — vildi ekki gefa upp vonina fram á síðustu stund. Hann var hugrökk sál. Þessi vara endir hans: Hann svaf í fyrrinótt, vonaði að hann vaknað'i ekki, en hann vakn- aði um morguninn — í gærmorgun. — Úti var bylur. Hann sagði, „ég ætla að fara út og verð kannski smá- stund“. Hann fór út í bylinn, og vio höfum ekki séð hann síðán. Við vissum, að vesalings Oates gekk út í opinn dauðann, en þótt við reynd um að aftra honum þess, vissum við allir, ag þelta var verk hugaðs manns og ensks heiðursmanns. Við vonum allir, að við getum horfzt í augu við endalokin í likum anda og hann, og endalokin eru vissulega ekki langt undan“. — Nei, þau voru ekki langt und- an. 18. marz áttu þeir 39 km. eftir til birgðastöðvarinnar, en sterkur vind- ur blés á móti þeim og kuldinn var miskunnarlaus. Scott var sjálfur kal- inn orðinn og hægri fótur hans til- finnmgalaus. Daginn eftir skrifaði hann, ag það eina, sem gæti bjargað sér, væri að taka fótinn af. Wilson og Bcwers, sem voru enn færir um gang, ætluðu að fara á undan og sækja eldsneyti til birgðastöðvarinn- ar, því að meg því væri ef til vill enn einhver von. En það var stöðug hríð og snjónum kyngdi látlaust niður. — Þeir lágu í tjaldi sínu — fangar snjóarins og kuldans. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 741

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.