Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Page 18
leg skýring á þessari fullyrðingu. Ef
til vill hefur Scott sagt þetta til þess
að auka kjark Bowers. Hver sem til-
gangur Scotts hefur verið með þess-
um orðum, hafði hann framið yfir-
sjón: Öll lokaframsóknin til skauts-
ins hafði verið miðuð við fjóra menn,
fæðan var framreidd meg það í
huga, tjaldið var fjögurra manna, mat
aríiátin ætluð fjórum. — Scott gaf
Evans skipun um að skilja eftir skíði
sín og flokksmanna sinna á sérstök-
um stað' nokkrum dagleiðum norðar.
Og þegar fiokkur hans hélt af stað
áfram suður höfðu þeir fjórir Scott,
dr. Wilson, Oates og Petty Evans-liðs
foringi, skíði — Bowers hafði engin,
— staðreynd. sem segir sína sögu
með tilliti tii ferðarinnar eftir á.
Áfram, áfram yfir snjóauðnina að
takmarkinu, sem annar maður hafði
ef til vill þegar náð — Amundsen. —
Þreytan og þessi ágengi grunur i
brjóstinu, að þeir yrðu ekki á undan,
—- allt þetta gerði þeim ferðina erf-
iðari, en þeir voru samt ákveðnir og
hughraustir. Nú voru aðeins tvær
langar dagleið’r til skautsins. Þeir
skyldu eftir 9 daga birgðir, sem þeir
ajtluðu að nota í bakaleiðinni. Þeir
lögðu af stað klukkan átta að morgni.
Gengu rúma þrjá kílómetra; Bowers
renndi skörpum augum sínum yfir
flata ísauðnina. Hann kipptist við. —
Honum sýndist varða bera við sjón-
deildarhring, en hann kaus heldur að
trúa, að þetta væri snjódrangi, sem
vindurinn hefði hrúgað upp. Hálftima
síðar sá hann svartan blett, og þá
gat hann ekki lengur svæft ótta sinn:
Það áttu engir svartir blettir að vera
til á suðurskautinu. Þetta var svört
veifa. Þeir gengu í áttina að henni.
Allt í kringum hana voru sleða- og
skíðaför og fótspor hunda, hund-
spor við hundspor. — Þag er engin
leið að gera sér grein fyrir þeim til-
finningum, sem bærðust í brjósti
tnannanna — örvæntingu þeirra. —
Þarna stóðu þeir umhverfis svörtu
veifuna og vissu, ag Amundsen hafði
orðið á undan þeim. Tilfinningar
þeirra speglast ag nokkru í dagbók
Scotts: „Miðvikudagur 17. janúar. —
Póllinn. Já, en við allt aðrar aðstæð-
ur en þær, sem við höfðum búizt við.
Þetta hefur verið hræðilegur dagur
. . .“ „Vig lögðum af stað klukkan
7,30, enginn okkar hafð'i sofið mik-
ig eftir áfaliið, sem við höfum orð-
ið fyrir „Góður guð, þetta
er hræðilegur staður og hræðilegt
fyrir okkur að hafa brotizt hingag án
þeirra Iauna að verða fyrstir . . . Nú
er að snúa heim og berjast örvænt-
ingarfullri baráttu. Skyldum við hafa
það af?“
— Þeir voru í nærri því 1300 km.
f.iarlægð frá þeim stag — á strönd
„McMurdo Sound", sem þeir áttu
við, er þeir töluðu um „að fara heim“
— 1300 km. af einhverju erfiðasta
landsvæði yfirferðar í heiminum. 18.
janúar fundu þeir tjald Amundsens
og sleða, sem hann hafði skilið eftir
ásamt bréfi til Scotts, hógværu bréfi,
sem hvorki birti sigurgleði né hégóma
girni: „Kæri kapteinn Scott. — Þar
sem þér verðið að öllum líkindum
sá fyrsti, sem kemur á þetta svæði &
eftir okkur, bið ég yður vinsamleg-
ast að koma þessu bréfi til Hákonar
konungs VII. Ef þér getið notað eitt-
hvað af því, sem við höfum skilið
eftir í tjaldinu, hikið þá ekki við að
gera það. Sleðinn fyrir utan getur ef
til vill líka komið yður að gagni. Ég
óska yður góðrar heimferð'ar. Með
beztu kveðju. — Yðar einlægur, Ro-
ald Amundsen".
— Bréfið er dagsett 15. desember
1911. Amundsen hafði sem sagt kom
ig til skautsins einum mánuði á und
an Scott — einmitt þeim eina mán-
uði, sem Scott hafði misst úr vegna
þess að smáhestarnir gátu ekki stað-
izt hin slæmu veður.
För Amundsens hafði einkennzt
af hugrekki og miskunnarleysi. Hann
hafði strax í byrjun kosig hunda til
ag draga sleðana. Hann þekkti
hunda. Hann hafði sjálfur notað þá
áður í ferðum sínum og unnig með
bandarískum og kanadískum hunda-
temjurum eftir það. Hann þekkti allt
sem vig kom reynslu hins fræga land
könnuðar, Nansens. Hann hafði rann-
sakað' öll atriði í för Pearys til norð-
urheimskautsins. Hann hafði komið
97 hundum upp á ísinn og valig úr þá
beztu. Hann hafði ekki hikað við að
stytta 24 hundum aldur, þegar leið á
ferðina yfir ísauðnirnar, af því ai
þeir voru orðnir of veikburða. Flokk
Þessl mynd fannst í myndavél þeirra Scotts a8 þeim látnum. Hún er tekln rétt vlS suðurskaútið. Mennlrnir eru að setja upp
tjald. Evans og Wilson vlð tjaldið, en Scott ber að snjóköggul, sem Oates hefur stungið upp, tll þess að halda tjaldskör.
Inni niðrl.
738
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAO