Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Side 6
spýtum og sprekum,
ásum og súlum,
röftum og rám,
keflum og mori,
kubbum og trjám.
Um skeiS var Eiríkur viðloðandi á
ísafirði og var þá löngum í ferðalög-
um sem endranær. Einn morgun
kvað hann, er hann var að leggja
þaðan af stað út í skyndiferð:
Út í Hnífsdal ætla ég,
að því máttu spyrja,
í svörtum og hárauðum sokk
ég fer,
— ég kem aftur í kvöld.
IV.
Þag vildi vig brenna, að Eiríki
væri gerður margur grikkurinn á
ferðalögum hans, og lét hann það
að jafnaði ekki á sig fá, því að mað-
urinn var hægur í lund og spakur
hversdagslega. Eitt sinn var það um
vetur, að hann kom af Ströndum
austur f Húnavatnssýslu og bar tvo
stóra legla, er hann átti að færa
einhverjum þar í héraðinu. Var ó-
færg mikil um þessar mundir, og
tók Eiríkur sér gistingu á Melstað hjá
séra Halldóri Ámundasyni. Að morgni
bjóst karl til ferðar, svo sem lög
gera ráð fyrir, snaraði leglunum um
öxl sér og hafði annan í bak, en hinn
fyrir. En ekki veitti hann því neina
athygli, að leglar voru furðuþungir
þennan morgun. En svo var við vax-
ið, ag strákar á prestssetrinu höfðu
gert það af hrekk við karl að fylla
þá af vatni.
Strákunum fannst aftur á móti lít-
ið gaman ætla að verða úr þessu, er
Eiríkur bjóst til brottferðar með legl
ana, án þess að veita því eftirtekt,
hvaða grikkur honum hafði verið
gerður. Læddist þvi einn þeirra aftan
að honum og kippti tappa úr þeim
leglinum, sem hann hafði í bak. Við
það streymdi úr honum vatnið. En
Eiríkur varð einskis var að heldur,
fyrr en legillinn var orðinn nálega
tómur. Þá tók hinn að síga undar-
lega í, svo ag karl fékk illa varizt
því, ag allt snaraðist af honum. Átti
hann þá lengi í stímabraki við legl-
ana og skildi sízt í því, hverju þetta
sætti. Á þessu gekk, unz séra Halldór
skarst í leikinn og tæmdi fremri kút-
inn.
Þannig var Eiríkur iðulega bitbein
annarra. En hitt var líka til, að hann
stríddi þeim, er hann fann á snögga
bletti. Á Óspakseyri bjó bóndi, sem
hét Þórólfur Jóhannsson, sonur séra
Jóhanns Þórólfssonar, drykkfellds
pokaprests í Garpsdal, en glæsimenn-
is á velli. Þórólfur var héraðsfræg-
ur búskussi, en mjög virðulegur í tali
og fram úr hófi hégómagjarn. Hélt
hann sér til gildis og gekk ríkt eftir
því, að hann væri þéraður, og var
um hann sagt, að vanþóknun hefði
sézt í svip hans, er hann var þúað-
ur aðframkominn í banalegunni. Ei-
ríkur lá á því lúalagi ag þúa Þórólf
og gera lítið úr honum í orðum. Því
var það eitt sinn, er Eiríkur kom að
Óspakseyri á messudegi, að hann
sneri sér að Þórólfi, er sat á rúmi
á baðstofuloftinu milli tveggja manna,
og mælti:
„Þarna situr þú, aumingja aum-
inginn, og enginn talar við þig“.
Þvílík ávörp voru Þórólfi eins og
rýtingsstunga, og á það lagið gekk
Eiríkur, þótt vitsmunir hans þættu
ekki miklir. En hann átti þag einnig
til að svara allhvasst fyrir sig, þegar
ag honum var veitzt, og það jafnvel
svo, að þeir, sem fyrir urðu, þóttu
enga frægðarför hafa farið. Það bar
til dæmis til á Skarðsströnd, að pilt-
ar voru að gambra við Eirik, og var
þar í hópnum svolalegur maður,
kringluleitur og þrútinn í andliti, er
tók að spotta karl fyrir það, hve hann
væri fölur og grannur um kjálkana.
Eiríkur hlýddi á um stund, en vék sér
svo að manninum með voðalegum
svip og mælti:
„Þér ferst ekki að gabba mig,
hjartað mitt. Ég er toginleitur og
fölleitur eins og frelsarinn minn og
hann séra Daníel í Skörðum. En þú
ert úfinn og tútinn, úldinn og drúld-
inn, eins og andskotinn uppmálaður
i Harmoníu, þar sem endurlausnarinn
er að troða hanil undir fótum“.
í annag sinn var það, að strákur í
Guðlaugsvík á Ströndum abbaðist upp
á Eirík með spotti og gabbi, og grán-
aði gamanið svo, að karli virtist full
þörf á að veita honum ráðningu. —
Greip hann þá til skáldskapargáfunn-
ar, því ag nokkurs þurfti við:
Stóri strákurinn stendur hér,
stæltur á Víkurhlaði.
Hann er nú að hlæja ag mér,
— betur að komig væri upp í hann
ginkefli.
Nokkurn hug hafði Eiríkur til
kvenna og gat verið alltilþrifamikill,
er hann leitaði ásta þeirra. Vildu
þær styggjast við þvílíkar tiltektir,
svo að hann hafði ekki erindi sem
erfiði. Sjálfur sagði hann oft sögur
af því, hvaða bragða hann hafði leit-
ag til þess að koma sínum málum
fram, og voru þau af margvíslegu
tagi og sum fáheyrð. Vitanlega þótti
morgum það allgóð skemmtun, er
karl lýsti tiltækjum sínum og við-
brögð'um kvennanna, en á það var
hann óbágur, þegar liðlega var að
honum farið. Því var oft dorgag eftir
sögum hjá honum af síðustu ástar-
brögðunum, er hann hafði haft í
frammi.
En hann beitti fleiri aðferðum til
þess að laða til sín hug kvenna. Hann
brá einnig á loft skjóma andans og
orti til þeirra bragi mikla eða þulur,
sem hann nefndi háttalykla. Byrjaði
einn þeirra til dæmis á þessum hend-
ingum:
Stúlkan heitir Oddhildur,
fornúftugust í Bitrusveit.
Þetta var mjög íburðarmikil drápa,
og reis kvæðig þeim mun hærra sem
lengra leið á það. Hámarki sinu náði
það í þessum kafla:
Gullkóróna vist heita má
og gullkrans í kvennaskara,
at logandi elsku brælist,
brennur á sál og samvizku
hver sá maður af karlmönnum,
sem hana lítur,
þá gleði-hjartans-blessaða
sykurdúsuna mína
og hjartans nnunina.
Andlitsfarfinn á elsku hjartanu
mínu
er sem skínandi regnbogi
og augun hennar sem blessaðar,
ljómandi stjörnur á himninum.
Kveðskapurinn gafst Eiríki þó ekki
til stórra muna betur en önnur tál-
brögð í skiptum við kvenfólkið. —
Kunna menn ekki af því að segja, að
hann hafi unnið ástir nema einnar
stúlku, og er allendis ókunnugt, með
hvaða brögðum það gerðist. Þessi
stúlka hét Guðrún og var nefnd
Godda-Gunna. Var hún svo kölluð fyr-
ir þær sakir, ag hún var dóttir Guð-
mundar nokkurs godda, umrennings
og óeirðarmanns, er um skeig var
viðloðandi í Miklaholtshreppi í
Hnappadalssýslu, þar sem kona hans
átti uppruna sinn. Vegna æsku Guð-
rúnar hlýtur þetta að hafa gerzt á
efri árum Eiríks.
Þess er ekki getið, að Guðrún hafi
tekið við barni af völdum Eiríks, en
eigi að síður þótti Guðmundi godda
dóttir sín illa spjölluð og góðu mann-
orðt hennar stefnt í voða. Lagði
hann því allþungan hug á Eirík og
vildi hafa bætur af hans hendi. Mun
það sízt hafa bætt um, að þeir kump-
ánarnir höfðu áður átzt illt við, og
Guðmundur lotig í lægra haldi í þeim
leik. Af þeirri viðureign var sú saga,
að Eiríkur var á ferð á Hol sfjörum
i Saurbæ og bar byrði sína af hákarls-
lykkjum, er Guðmundur goddi kom
þar á móti honum og heimtaði, að
hann legði af við sig nokkuð af há;
karli. Var sá háttur hans stundum
að taka það, sem honum leizt, af þeim,
er hann hugði sig eiga alls kostar
við. En Eiríkur var meiri fyrir sér
en hann átti von. Hann var jafnan
trúr yfir því, sem honum var falið,
og brást hinn versti við ógnunum
Guðmundar.
„Ekki verður af því, elsku vinur-
inn“, sagði hann, „að ég láti það af
726
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAO