Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 14
Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703, getur þar 27 verbúða og 33 formanna. Og Matthías .Tochumsson mun geta þess einhvers staðar, að í tíð forföður síns, Eggerts Ólafssonar í Hergilsey (1783—1819) hafi verið þar um 30 verbúðir, en eftir hans daga mun þeim hafa farið smáfækkandi. Um síðustu aldamót héngu þar aðeins uppi 8—10 búðir. En róðrar lögðust ekki alveg niður í Skeri fyrr en á fyrstu áratugum þessarar aldar. Eins og sést á þessu lauslega yfir- liti, hefur verið fjölmennara og þélt býlla í Oddbjarnarskeri suma tíma ársins um 6 alda skeið en á nokkru öðru byggðu bóli á íslandi. Nú fyrirfinnst engin verbúð lengur í Oddbjarnarskeri, en rústir eru þar enn allgreinilegar. Mest ber á tveim ur tóftum austarlega á hólma.num. Eru þær kenndar við þá Hergilseyjar feðga, Kristján Jónsson og Snæbjöm son hans. — En athugandi víeri fyrir þá, sem með slysavarnir og björgun- armál fara, hvort ekki væri rétt að reisa þar skipbrotsmannaskýli. Þetta er yzti hólminn í norðanverðum Breiðafirði og fjölsóttar fiskislóðir all't um kring. Verbúðirnar í Oddbjamarsker munu hafa verið meðal þeirra léleg ustu á landi hér, sem eðlilegt er. Allt efni til þeirra varð að flytja að. Við og torf um langan veg á bátum, grjót að snapa saman út um alla fjöra og hafa vermenn orðið að bera þag á sjálfum sér upp á Skerið, hafi þeir þá ekki orðið að sækja það á bátum í næstu sker. Var slíkt eindæma erfið aðstaða og því ekki von, að vel eða reisulega væri byggt. Vistin í þessum búðum mun og ekki heldur hafa ver ið nein Paradísarsæla, ef dæma má eftir nöfnunum, sem þær fengu með- al vermanna: — Sokka, Hrafnastallur, Norðurseta, Lóssa. Neðra- og Efra- víti o. s. frv. En þótt búðirnar væru margar tíð Eggerts Ólafssonar, kom fyrir að þær rúmuðu ekki alla, sem leituðu sér skjóls og bjargar í Oddbjarnar- skeri. Sagnir herma, að á hallæris- tímabilinu eftir Skaftáreldana 1783 hafi eitt vor safnazt í sveitirnar um- hverfís Breiðafjörg fjöldi af blá- snauðu fólki, sem flosnað hafi upp úr heimahögum sínum, og stæði þar uppi ráðþrota og bjargarlaust. Eggert í. Hergilsey gerði sér þá ferð til lands einn eyjamanna í óþökk sumra sveit- unga sinna, og sótti nokkra tugi af þessu fátæka og bágstadda fólki og flutti út í Oddbjarnarsker. Þar var alltaf björg að fá. Vitanlega rúmuðu búðirnar ekki allt það fólk, auk ver- mannanna, sem fyrir voru, og illt var að bæta við fleiri búðum. En einhver ráð varð að finna. Og afreksmaður- inn Eggert varð aldrei ráðalaus. Hann tnk stórt skip, sem hann átti heima í Hergilsey, er Hringur hét, reri því út í Oddbjarnarsker, hvolfdi því ofan flæðarmáls og bjó þessu hrjáða fólki vistarveru undir því. Þetta dugði. Fisk urinn af Skermiðum og áttæringur Eggerts björguðu fólkinu þangað tii að því bauðst annað bjargræði. — Geta sumir af þekktustu og efnuðustu Breiðfirð'ingum síðustu mannsaldra rakið ættir sínar til þessa aðkomu fólks. — Sumar sagnir herma, að Egg ert flytti með fólkinu tvær kýr í Sker- ið. Má vera, að svo hafi verið, en heldur er það ótrúlegt. Þetta er ljós asti bletturinn í sögu Oddbjarnar- skers, og ætti að duga því og Eggert Ólafssyni í Hergilsey til nokkurs lana lífis í hugum Breiðfirðinga. En þó að sleppt sé því sem gerðist í haliæram og óáran, er fullvíst, að menn úr öllum hreppum Austur- Barðastrandarsýslu og víðar að sóttu sjó úr Oddbjarnarskeri ár hvert, enda var þar aflasæld mikil og oft stutt róið. Vorvertið byrjaði venjulega um páska og stóð til Þingmaríumessu. Það var fjölmennasta vertíðin í Skeri. Haustvertíð hófst að loknum réttum og landferðum eyjamanna og stóð fram til jóla. Nafngreind fiskimið — Skermið — era sextíu. Einkum aflaðist mikið af lúðu og skötu í Oddbjarnarskeri, enda mest sótzt eftir þeim fiskitegundum. Ein- hvers staðar sá ég þess getið, að á síðasta vetrardag árið 1789 hefðu kom ið þar á land 178 flyðrur. Og rúmum hundrað árum seinna (1894) reri Snæbjörn Kristjánsson þar vikutíma fyrir réttirnar á litlum bát við annan mann og fékk 160 flyðrur. Nú er sá flati fiskur löngu hættur að ganga svo þétt á Skermið. Til var það, að heilar fjölskyldur tækju sig upp og flyttu út í Oddbjarn arsker, þegar vorróðrar hófust. Hreiðraðu um sig í búðunum eftir föngum og sæktu sjóinn á eigin bát- um. Var þá stundum ekki vel mönn- uð fleytan. Lítil saga sýnir, hvernig sú útgerð gekk stundum. Maðurinn hét Gunnlaugur Ög- mundsson og kona hans Sigríður Ól- afsdóttir. Þau áttu heima í Flatey og höfðu þunga ómegð. Þegar vorróðrar hófust, fluttu þau búferlum í Skerið'. Jafnan reru þau tvö á báti sínum, og skildu börnin eftir í verbúðinni meðan þau voru á sjónum. Skyldu eldri börnin gæta þeirra yngri. Eitt vor stóð svo á fyrir Sigríð'i, að hún var vanfær og komin langt á leið þegar róðrar hófust. Engu að síður reri hún hvern róður með bónda sínum. En þá vildi svo til eitt sinn er þau voru á sjónum, að á þau hvessti skyndilega svo þau náðu ekki heim um kvöldið, en urðu að hleypa undan sjó og vindi. Um síðir náðu þau landi á Skorar eða Sjöundaárhlíð- um. En af vosinu og erfiðinu, tók Sig ríður léttasóttina á sjónum, og ekki hafði hún fyrr skriðið undan sjó þar á hlíðunum, en bamið fæddist. — Gunnlaugur stumraði yfir konu sinni með'an á fæðingunni stóð, og vafði barnig í einhverjar spjarir af sér. Síðan hljóp hann heim að Sjö- undá eftir hjálp, sem fúslega var veitt, og var kona og barn fært til bæjar. Sigríði heilsaðist vel og barn- ið lifði. Og börnin í verbúðinni í Skeri voru hel á húfi, þegar pabbi þeirra kom aftur og sagði þeim frétt irnar af mömmu og litla bróður, sem fæðzt hafði í róðrinum. Löngu seinna rak hval í Oddbjarn- arskeri. Það var um hávetur, og Oddbjarnarsker. Hér vildi Snæbjörn í Hergilsey deyja, og Guðmundi á Brjánslæk finnst það unaðslegasti biettur Breiðafjarðar. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.