Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 19
I Þarna létu Scott og félagar hans líf sitt. urinn, sem náði skautinu, samanstóð af fimm mönnum, þeir höfðu fjóra sleða og hver þeirra var dreginn af þrettán hundum — alla leig til skauts ins. Þeir voru fjóra daga yfir fjöll- in, Scott-leiðangurinn var ellefu daga yfir Beardmore-jökulinn og mennirnir örþreyttir af að draga sleð ana sjálfir. — Ferð Amundsens og félaga hans frá suðurskautinu og „heim“ í Hvalfjörðinn gekk frábær- lega vel. Þeir voru tólf dögum fljót- ari frá skautinu en til þess, og stund- um gátu þeir setig á sleðunum og látið hundana eina um dráttinn. — Á þeim hinum sama degi — 25. janúar — sem þeir stungu höfðunum inn í hlýju bækistöðvar þeirra við Hval- fjörðinn, glað'ir og hressir í bragði eftir vel heppnaða heimferð ag unn- um sigri, brutust Scott og félagar hans áfram í snjónum á hásléttunni — á heimleið að vísu, en ekki nema sjö dagleiðir frá suðurskautinu. Vanöræðin steðjuðu strax agfyrstu vikuna. Petty Evans liðsforingi var farinn að gefa sig og nef hans farið að láta á sjá vegna kals. Oates var einnig orðinn óstyrkur. 24. janúar var veðrið slæmt. Scott spyr í dag- bók sinni: „Er að koma óveður? — Ef svo er, þá hjálpi okkur guð'“. — Þeir voru ekki enn komnir til fyrstu birgðastöð'varinnar frá skautinu að telja, þar sem hinar mikilvægu fæðu birgðir þeirra fvrir heimferðina voru geymdar. Þeir komust ekki nema rúma 11 km. á dag. Amundsen hafði aftur á móti farið — fyrir tdstuðlan hundasleðanna — 32 km. á dag. Snjóbylur tafði för þeirra Scotts, en langvarandi óveður brast ekki á. Þeir komust heilu og höldnu til birgðaístöðvarinnar, og eftir að hafa birgt sig upp af fæðu. héldu þeir enn áfram. í lok mánaðarins gekk ferðin vel, og þeir fundu skíffin, sem Evans liðþjálfi hafði skilið eftir. Voru þeir r.ú allir á skíðum. Dagbók Scotts sýn- ir, að meiri bjartsýni gætir meffal þeirra á þessum tíma en áður. En Oates og Petty Evans virtist stöðugt verða hættara við kali og máttur þeirra þvarr. 4. febrúar komu þeir að Beardmore-jöklinum. Þeir fóru tölu- vert hratt yfir, en Evans féll tvisvar r.iður í gegnum snjóbrýr á jökul- sprungum og fékk heilahristing. — Skuggar harmleiksins tóku aff þrengja að þeim. Evans, sá stærsti þeirra og sterkasti, var úr leik. Hann gat ekki dregið sleðann. Hann var orðinn sljór, heili hans verkaði ekki eðlilega. Á meðan þeir héldu lengra og lengra niður úfinn og illilegan skriðjökul- inn, varð hann æ máttfarnari. Hann andaðlst 11. febrúar. Þeir höfðu taf- izt, sem svaraði mörgum kílómetrum, vegna veikinda hans, misst tíma, sem þeir ekki máttu missa. En áfram héldu þeir; hver snjóbylurinn af öðr- um æddi að þeim, og kuldinn varð stöffugt meiri, yfirborð auðnarinnar úfnara og hættulegra yfirferðar. Oates var hörmulega kalinn og leið miklar kvalir í fótunum. Þeir voru I þann veginn að gefast upp. Og það eru síðustu kílómetrar þessarar helj- argöngu, sem sýna ótvírætt hina göf- ugu skapgerð Scotts, sem gerði það að verkum, ag hann hafði alla tíð verið dáður og elskaður af sínum mönnum. Honum hafði skjátlazt í mörgu, og hann hafffi gert mörg glappaskot, en þessa síðustu daga er dómgreind hans skýr, hugur hans einbeittur. „Við er- um allir glaðlegir í viðmóti hver við annan, en hvað þag er, sem hver maffur finnur í hjarta sínu, get ég að- eins gizkað á“, segir hann. -j- Oates barðist áfram í tíu daga. Sterkur vindur blés af suðri og þeir gátu sett segl á sleðana til að létta dráttinn, en yfirborg snjóauðnanna varð æ verra, svo að þeir gátu varla mjakað sleðunum áfram. 11. marz skrifar Scott: „Titus Oates er aff þrot um kominn. Hvað hann eða vig ger- um, veit guð einn. Við ræddum sam- an um þetta eftir miðdegisverð. Hann er hugrakkur maður og hann skilur, hvernig ástatt er. Hann bað mig um að ráðleggja sér, hvað hann ætti að gera. Við því var ekkert svar nema segja honum að halda áfram eins lengi og hann gæti“. — Þeir biðu eftir honum, þegar hann dróst aftur úr, héldu síðan á- fram gegnum vindinn og kuldann, stönzuðu og biðu, þar til hann nálgað ist á ný. Þeir hljóta að hafa vitað, að þeir voru búnir ag undirskrifa sinn eiginn dauðadóm. Þennan sama dag skipaði Scott dr. Wilson að útbýta meðal þeil-ra opiumtöflum, svo að hver, sem óskaði að binda enda á þessa göngu og líf sitt, gæti gert það með þægilegum hætti. Þeir voru rúma 100 kílómetra frá aðalbirgðastöðinni. Þetta var ekki löng leið, en snjóbyl- irnir urðu tíðari, og snjórinn á jörð’- inni var mjúkur, þungur yfirferðar magnþrota mönnum. — Þeir höfðu þegar gengið lengur en nokkum tima hefur verið gert í veraldarsög- unni. Miklar eyðimerkurferffir hafa r/érið farnar, leiðangrar gegnum skóga og fen Afríku, en þag er vart unnt að líkja þeim saman við þessa 93 daga göngu, sem þeir höfffu gengiff án allrar aðstoðar tækja eða burðar- dýra — þeir höfðu sjálfir verið drátt- ardýr. Og auk þess borig mikil von- brigði á herffum sínum. Þeir höfðu nú fæðu til vikutíma, en þeir komust ekki nema um ellefu kílómetra á dag. Það þýddi, að þegar fæðan þryti, ættu þeir enn ófarna 23 kílómetra að aðalbirgðastöðinni. Frostiff herti. Það tók þá orðið lang- Framhald á bls. 741. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 739

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.