Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Síða 5
Stóra.Fjarðarhorn. Ljósmynd: Tryggvi Samúelsson. ógjarnan eiga þaS á hættu, að karl drukknaði þar fyrir augum hans. Ei- ríki þótti þetta mikið umstang af litlu tilefni. „Það er hreinn óþarfi, elsku vin- ur”, sagði hann, blíðmáll að vanda, þegar vel var til hans gert. „Og snún- ingar verða úr því“. Bóndi sótti það þeim mun fastar, að hann þægi hestinn, og lét þá Eiríkur til leiðast. Steig á bak klárnum, svo sem lög gera ráð fyrir, og reið yfir ána, en bóndi beið þess á hinum bakk anum, að hann ræki hestinn til baka. Þegar Eiríkur var kominn yfir, renndi hann sér af baki, sneri síðan til ár- innar með hestinn í taumi og óð yfir hina sömu leið og hann var kom- inn. Farnaðist honum hið bezta, og þakkaði hann bónda mörgum fögrum orðum greiðasemi hans og góðvild. Bónda varð svarafátt, en segir þó að lokum: „Nú ertu ekki með öllum mjalla, Eiríkur minn, a^ koma vaðandi með hestinn“. „Ó-jú, hjartað mitt“, svarað'i Eirík- ur, hvergi uppnæmur. „Heldurðu, að ég sé sá bölvaður fantur að skila ekki því, sem mér er léð?“ Eins og gefur að skilja var Eiríkur einkum í sendiferð'um fyrir höfðingja og mektarmenn hérað'sins. Þeir höfðu aðdrætti mesta og þurftu öðr- um fremur að láta reka erindi og vitja eigna. Var það því ekki sízt Jón sýslumaður Jónsson á Melum, er oft gerði hann að heiman í langar ferðir, og varð Eiríkur þá ósjaldan að bera allþungar klyf jar. Kom það sér þá vel, að hann æðraðist ekki, þótt baggarnir sigju í. í einni þessara. ferða var hann sendur vestur í Stykkishólm að sækja smjör, sem sýslumaður átti þar. — Reyndust þetta vera tólf fjórðungar. Eiríkur axlaði bagga sem ekkert væri og þrammaði með þá sem leið lá til Hrútafjarðar. Þegar ag Melum kom, snarað'i hann af sér byrðinni og gekk fyrir sýslumann og tjáði honum, að hann væri kominn með smjörið. „Hafðu sæll gert, Eiríkur minn“, sagði sýslumaður alls hugar feginn, er hann sá smjörbirgðir sínar. „Og ekki er það þakkarvert, elsku vinurinn", svaraði Eiríkur kumpán- lega. „En það er ekki þar fyrir, að það er lítið, sem hundstungan finnur ekki“. III. Ein var sú list, sem Eiríkur tamdi sér og þóttist góður af: Hann orti. En því efni fór hann sínar götur sem í ýmsu öðru og hirti ekki svo mjög um höfuðstafi og endarim, þótt það væri tíðkanlegt um hans daga og lengi síðan. Af þessum sökum urðu marg- ir t.il þess að ýta undir hann ag kveða, þvt að ljóðagerð hans var nýjung, sem vakti oft kátínu. Slíkum hvatningum tók hann vel, þegar sá gállinn var á honum. Eru enn í minnum tildrögin að mörgum vísna hans. Eitt skipti tók Eiríkur sér náttstað á bæ, þar sem kveðnar voru rímur á vökunni. Kom þar niður tal manna, að gesturinn skyldi bæta við Úlfarsrímur einni stöku, er lýsti efni þeirra. Þetta var auðsótt. Eiríkur kvað: Úlfar sterki lamdi með lurk lýð og heiðið mengi, ætlaði að' verða á götunni slark undir móabarði. í annað sinn gisti hann að vetrar- lagi á Hjaltabakka, og var þar þá kona, sem hét Kristín og átti fjórar ær undir baðstofupalli. Þá orti Ei- ríkur þetta um fjáreign Kristínar: Kristínar fjórar eru hér, allar blessunar njóti í þessum mikla táradal. Amen um aldir alda. Við spunakonu eina kvað hann þetta: Þú ert að spinna á þýzkan rokk, þér það illa gengur, ekki snýst hann ærið oft, út í Sikileyr rær hann. Rekafregn af Ströndum bar Eirík- ur Hrútfirðingum með þessum orð- um: Ó-já, elsku vinurinn. Fjörurnar eru fullar af klumbum og drumbum, hnyðjum og hnúum, kylfum og rótum, T í IVI I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 725

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.