Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 17
 msM llill Smriím ý ; ■: : ÍÍIiH Þessa mynd tók Scott sjálfur. Hún sýnir leiðangursmenn leggja af staS að morgni í þungum snjó. Takið eftir, hve sleðinn lengst til vfeistri á myndinni er hlaðinn: Mennirnir fjórir á miðri myndinni leggjast af alefll á taugina, til þess að koma honum af stað. ana áfram yfir isauðnir, sem ýmist voru grjótharður bláís eða krapavak- ir, sem sumarhitinn hafði getig af sér. 24. október i91i lagði vélsleða-flokk urinn af stað. Vélsleðarnir voru þrír -talsrns. Si<w peirra hvarf niður um ísinn skömmu eftir að lagt var af stað, hinir tveír gengu með höppum og glöppum, þangað til þeir stönzuðu í eitt skipri fyrir öll. Þessi tilraun með vélsii.íðana var í sjálfu sér mjög merkileg, en þeir voru of óreyndir til þess ag rísa undir þeirri trú, sem Scott hafði á þeim Flokkurínr. með smánestana lagði af stag /iku síðar. í upphafi höfðu hestarnir verið 19, en aðeins 10 höfð'u lifað uf sjóferðina og dvölina í birgðastöðvunum. Reynslan af þeim var nákvæmlega sú sama og orðið hafði í leiðangri Shackleton: Hestarn- ir voru óhæfir til heimskautaferða. Hunduoum var skipt í tvo hópa, sem lögðu cf stað ekki löngu á eftir smáhestunum og drógu þá uppi 7. nóv ember. Hálfum mánuði síðar drógu flokkarmr n.eð smáhestana og hund- ana vélsleðaílokkinn uppi, en sá flokkur hafði brotizt áfram af mik- illi fetíu og hugrekki, þrátt fyrir að vélsleðarnir voru úr sögunni sem burðartæki, undir forustu ágæts manns, G. i< Evans liðþjálfa. Flokk- arnir sameinuðust á 80. gráðu og 30 mín. suðlægrar breiddar. -r Útlitið var ekki sérlega glæsilegt, én menn- irnir reyndu að bægja frá sér áhrif- um erfiðleikanna með kaldhæðnislegu spaugi og rögðu, að enn sæist ekkert til ferða Amundsens. Þeir vissu ekki, að Amundse.i' var þá 600 km. á und- an þeim. Þannig héldu þeír áfram, og 5. des- ember voru þeir komnir að rótum Beardmore-jökulsins, og þar hittu þeir fyrir ólán sitt. Rétt í þann veg- inn, sem þcir voru að leggja upp á jökulinn, brasi á mikill bylur með miklum hita. Þessi slyddubylur hélzt í fjóra daga. Þegar veðrið lægði, slátruðu þeir smáhestunum, sem enn voru á lífi og héldu síðan upp á jök- ulinn og drógu sleðana af eigin afli. Margir hnfa viljag kenna þessari fjögurra daga töf um allt það, sem á eftir fylgdí. En slíkt er í rauninni fráleitt. Scott vissi, að byljir voru al- gengir á Suðuiskautslandinu, og hann hlýtur því að hafa gert ráð fyrir töfum þeirra vegna. Það, sem í raun og veru gerð'i úl um, hvernig leiðangri Scotts reiddi af, var hve langan tíma tók að komust að rótum jökulsins. Það hafði kostað 41 dags göngu. — Hins vegir hafði ekki tekig Amund- sen nema 29 daga að komast þangað, en öllu þýðingarmeira var þó það, að hann kom að jöklinum miklu sunnar en Scott — miklu nær sjálfu suður- skautinu. Beardmore-jökullinn er stærsti jök- ull heims. Hann er rúmir tvö hundruð kílómetrar á lengd, rætur hans eru í um 60 m itra hæð frá sjávarmáli, en hæg hans er rúmir 3000 metrar. — Yfir þetta ísfiæmi meo glerhálum ís- hlíðum, sknðjöklum, sprungum, krapi og sunduríaU.tum snjótindum, urðu mennirnir aó íara. Þeir brutust áfram í ægikulda heimskautsins, og hver maður dró sem svaraði hundrag kíló- grömmum; slefiarnir voru yfirhlaðnir og hvolfdi hvað eftir annað eða sukku á kaf, þar sem mjukur snjór eða krapi var. Barátta mar.nanna var ofurmann- leg. Lengst 'óru þeir 37 km. á einum degi, en stundum tók þá 9 klukku- stundir að i- omast 2 kílómetra. Loks komust þeir á hásléttuna hand an jökulsins, en þá höfðu þeir átt að *vera komnir á suðurskautið sam- kvæmt áætlun Scotts. Þangað voru enn tæpir 600 kílómetrar. Scott sendi nú einn flokkinn til baka. Tveir flokk ar héldu áfram, hver með einn sleða. Scott var fyrir þeim flokki, sem á undan fór, en Evans liðþjálfi fyrir þeim síðari. Fljótlega varg drátturinn á hásléttunni þungur vegna nýsnæv- ar og ljóst varð, að flokkur Evans var farinn að missa allískyggilega þrótt. Flokkurinn hafði orðtg a!ð’ erfiða meir en hinir, dregið sleðana með handafli langar leiðir eftir að vélsleðarnir stöðvuðust. 3. janúar áttu sleðaflokkarnir 240 kílómetra eftir að skautinu. Þá sendi Scott flokk Evans til baka, en tók þó úr honum einn mann — Bowers — flokki sínum til styrktar. Flokkurinn hafði fæðu, sem átti að duga fimm mönnum í einn mánuð. — „Þag ætti að nægja“, sagði Scott. Aldrei hefur fengizt fylli T t M I N N — SUNNUDAGSKLAÐ 737

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.