Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 15
fundu Hergilseyingar hann, er þeir sóttu mel. Hvalreki þótti mikill viðburður á þessum slóðum, og flaug fréttin fljótt um nágrennið. Bændur gerðu vinnu- menn sína út til hvalskurðarins líkt og væru þeir að fara í ver, sem þó til lítils kom, því hvalurinn var mjög skemmdur. En fleiri fóru út í Odd- bjarnarsker, leikir og lærðir, einung- is til að sjá skepnuna, því veður var gott. Meðal hinna lærðu var séra Sigurður Jensson, þá nýlega orðinn prestur í Flatey og meg öllu óvanur sjósókn og verbúðalífi. Honum mun hafa þótt vistarverurnar í Skeri held- ur lélegar og matargerð og borðsiðir vermanna meg öðrum hætti en hann átti að venjast. Hvalskurðarmenn tóku vel á móti gestunum. Og til að gera sér og þeim dálítinn dagamun, elduðu þeir ketsúpu. Skammtað var í öskum hin- um betri mönnum, og var þeim færð- ur askurinn í hendurnar með soði og soðningu. Fylgdi hornspónn hverj- um aski. Annar var borðbúnaðurinn ekki. En þá bar á því, að sumir kunnu ekki að ganga sér að mat með þeim hætti. Séra Sigurði var færður einn askurinn. Hann tók við gripnum, þar sem hann sat á einum verbúðarbálkn um, og setti á kné sér. — En svo var stopp. Hann kunni ekki átið. Hann gerði ýmist að horfa brosandi á ask- inn á knjám sér eða á hvalskurðar- mennina, sem sátu í kringum hann og kunnu vel að handleika ask og spón og gerðu matnum beztu skil. Loks stundi prestur því upp, að hann kynni ekki vei meg þetta að fara. Hafliði í Svefneyjum var þar nær- staddur, kom honum til hjálpar og spurði: „Hefurðu ekki vasahníf, karl minn?“ Prestur lét lítig yfir því. „Það er ófært í verstöð, karl minn“, sagði Hafliði, og fékk honum hníf úr vasa sínum. Síðan bætti hann við: „Þegar vig eldum okkur ketsúpu í verinu, þá færum við ketbitann fyrst upp á asklokið með spæninum, tök- um hann síðan í vinstri hendi og bitum hann ofan í okkur með vasa- hníf. Askinum höldum við á milli hnjánna og borðum súpuna með spæn inum eða þá, að vig súpum hana af barmi asksins. Þetta gefst okkur bezt karl minn“. Hinn virðulegi prestur lét sér þessa lexíu að kenningu verða. Hóf máltíð- ina, og er ekki annars getið en hon- um yrði gott af ketsúpunni í Skeri, þótt vanur væri hann fínna borði. En ekki var frítt við, ag skurðar- mennirnir hentu gaman ag borðhaldi sálusorgara síns — og þá ekki síður hann sjálfur. Hann var barn í lög- um útróðramanna, og lét sér það vel líka. Löngu seinna sagði séra Sigurður frá þessu borðhaldi, og kvað hval- ferðma í Oddbjarnarsker með skemmtilegustu atvikum í lífi sínu. Þessar og aðrar sögur líkar — gamansögur og sorgarsögur — úr lífinu í Oddbjarnarskeri, rifjuðust upp fyrir mér þegar ég reikaði þar milli gamalla verbúðatótta og safn- haugaleifa í sumar. Nú þykja slíkar sögur harla ósennilegar og fjarstæðu- kenndar, en eru samt dagsannar, og gefa örlitla hugraiynd um lifskjör þess fólks, sem barðist fyrir tilveru sinni við yztu ögur og gjögur þessa lands á liðnum öldum og áratugum. — Og þegar skáld og listamenn henda slíkar sögur, og færa í listræn- an búning í verkum sínum, talar fólk um stórlygar og afkáraskap. Ætla mætti, ag slíkt fólk þekkti of lítið sögu sinnar eigin þjóðar, og miðaði um of við þær aðstæður og þjóðhætti. sem hér ríkja í dag. En nú er öld snúið. Nú gerist ekki lengur neitt brot af sögu íslenzku þjóðarinnar í Oddbjarnarskeri. Þar er allt autt og mannlaust. Um tugi ára hefur fleytu ekki verið ýtt þaðan á flot til fiskveiða — og er það bætt- ur skaði. Og þó var Oddbjarnarsker með nokkrum hætti farsæl verstöð. Furðu fáir bátar hafa farizt þaðan. Þó bar það við. Og éitt sinn fórst þaðan hákarlaskip. En oft hleyptu menn af Skermiðum, bæði suður og norður yfir Breiðafjörð, og eru til um það margar sögur. En vig rekjum ekki annála í þessari ferðasögu. Dýralíf er mikið í Oddbjarnar- skeri og nágrenni þess. Fiskitegundir margar eru ekki langt undan. — Krökkt af sel á skerjunum í kring, og hin kunna „írekstrarlögn" í vognum norðan við Skerið. Aðeins 5 greifar lágu nú í lögninni, og létu fara vel um sig í sólskininu. Ef til vill hafa þeir fyrr á árum komizt í kast við net Hergilseyinganna. Nú lifðu þeir stund milli stríða, því allt- af öðru hvoru gýs upp í mönnum á hugi á ag „fara í lögn“. Æðar- varp kvað vera mikig í Oddbjarnar- skeri, en nú hafði sá fríði fugl lokið hlutverki sínu á þurru landi, og var farinn veg allrar veraldar. Kríu- ungarnir sátu fleygir og fullbúnir í sandinum. Lundinn einn sat eftir, og átti ófleyga unga í holum sínum. Varð honum hverft við komu okk- ar, ruddist úr bælum sínum og baks- aði ferðlaus í melflækjunni á leið sinni til sjávar. En þetta írafár hans var ástæðulaust. Hér voru þeir einir á ferð, sem ekki vildu gera flugu mein á þessum slóðum. Endur fyrir löngu hefur melurinn numið iand í Oddbjarnarskeri. Mun hann hafa átt erfitt uppdráttar með- an róðrar voru þar mest stundaðir, sökum átroðnings og umferðar. En á seinni árum hefur hann færzt mjög í aukana, og nú er Skerið allt vax- ið þróttmiklu melgresi. Víðast tók þag okkur í klof. Nýtur melurinn nú í friði þess áburðar, sem barst um Skerið með slorinu úr fiskinum og öðru er til féll, því að venja var að bera aflann upp í Skötutjörn og gera að honum þar, til þess ag forða honum frá sandinum í fjörunni. Þar sem sandinn þrýtur, standa rætur melsins út úr bökkunum og skrælna í sólskininu. Þær hrópa til þeirra fáu, sem þarna eiga leig um: Meiri sand, aðeins skeljasand, og við mun- um stækka og skapa nýtt Oddbjarnar sker. Og aldirnar færa þeim meiri sand — og Oddbjarnarsker mun stækka. Vegna melsins og hins lausa og holgrafna jarðvegar, er erfiðara fyr- ir ókunnuga ferðalanga, að greina og skoða allt sem vert væri í Odd- bjarnarskeri: Verbúðatóftir, safn- haugaleifar, festarhæla, gangstíga og slíkt. En það gerir ósköp lítið til. Við, fávísir ferðamenn, erum aðeins komnir hér til að skoða, líta yfir, en ekki rannsaka neitt. Fyrir okkur er verstöðin og verbúðalífið í Oddbjarn- arskeri enginn skáldskapur eða æv- intýri, heldur staðreynd og veruleiki, sem enn má skoða og þreifa á. Við gerum okkur ljóst, að þessi sandhaug- ur, sem við höfum verið að ganga um, og nefnum Oddbjarnarsker, hef- ur verið að myndast þarna á skerja- flákanum um þúsundir ára, og er sífelldum breytingum undirorpinn. Við vitum, ag þar eru falin í jörðu óræk spor margra blásnauðra skips- hafna — tuttugu til þrjátíu kynslóða — er börðust fyrir tilveru sinni tím- um saman á þessu sandblásna út- skeri. Og allir vita, að þar rotna í jarðveginum milljónir fiskbeina og fugla, þúsundir selabeina, hvala og rostunga, og birnir liggja í híði sínu til efsta dags. Allt má þetta vera í friði fyrir okkur. — Melurinn hefur ofið yfir þennan grafreit sína fögru ábreiðu, og fer bezt á, ag hún skýli honum um aldir. — Við höfðum nú staðið við góð- an kaffitíma í Oddbjarnarskeri — þótt ekkert kaffi væri drukkið. — og var því mál til komið, að halda heim á leið. Bændurnir voru líka farn ir að óróast. Sveinbjörn þurfti að komazt heim til að sinna töðunni sinni á túninu, því hann er hinn mesti áhugamaður um búskap. Fyrir Þórð var það ósköp hversdagslegur viðburður að koma í Skerið, því að hann er þar daglegur gestur vor og sumar vig hirðingu hlunninda. Ég Framhald á 742. síðu. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 735

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.