Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Page 8
KÝRIN í SKEMMTIGARÐI borgarinnar, við ána, var verið að halda meiri háttar skemmtun fyrir almenning í tilefni af hátíðisdegi, sem stóð fyrir dyrum. Þar léku tvær hljómsveitir, og menn kepptu í óteljandi íþrótta- greinum, svo sem pokahlaupi, eggja hlaupi og öðru fleira. Þar 'að auki var hlutav&lta með mörgum og rausnarlegum vinningum, þar á meðal lifandi kú, grammófóni og gijáhúðuðum samóvara. Skemmtunin heppnaðist með á- gætum, og hlutaveltumiðarnir rurmu út. Petja Plintusof skrifstofumaður og Nastja vinkona hans, sólargeisl- inn í grárri hversdagstilveru hans, komu inn í skemmtigarðinn, þegar skemmtunin stóð sem hæst. Allmargt ungt fólk var að reyna sig í pokahlaupi, það skriflaðist á- fram í mjölpokum, sem gyrtir voru að því um mittið; enn aðrir ungir íþróttamenn hlupu hver í kapp við annan með bundið fyrir augun og egg í skeið í framréttri hendinni, og það var skotið flugeldum, og helmingur hlutaveltumiðanna var þegar seldur. Allt í einu greip Nastja þéttings- fast um handlegg félaga síns og sagði: — Við skulum reyna hluta- veltuna! Kannski við fáum ein- hvern vinning! Kavaléri hennar hafði ekkert við það að athuga. — Nastja, sagði hann. Óskir þín ar eru mín lög. Hann gekk ákveðnum skrefum að hlutaveltuhjólinu, fleygði næst síðustu rúblunni sinni á afgreiðslu borðði með milljónerasvip og rétti lagsmey sinni tvo samvafða bréf- miða. — Þú skalt velja. Annan átt þú og ég hinn. Nastja hikaði lengi, valdi síð- an annan miðann, vafði hann sundur og tautaði í vonbrigðatón: — Núll! Hún fleygði honum gremjulega á jörðina, en í sömu svipan rak Petja upp siguróp: — Ég vann! Hann renndi ástaraugum til Nöstju og bætti við: í — Ef það er spegill eða ilmvatns glas, færð þú það. Hann sneri sér að afgreiðsluborð inu og spurði: — Ungfrú Ég er með númer fjórtán . . . hvaða vinningur er það? — Fjórtán? Augnablik . . . Nú, það er kýrin! Þér hafið unnið kúna! Menn þyrptust nú að þessum stálheppna sigurvegara og óskuðu honum til hamingju með vinning- inn, og Petja fann glögglega til þess að hver einasta mannsævi á sín ó- gleymanlegu augnablik, sem ljóma og skína eins og rauðir valmúar í litlausu og lágkúrulegu hversdags- lífinu. Og svo yfirþyrmandi eru áhrif auðlegðarinnar og sigurvímunnar, að jafnvel Nastja bliknaði fyrir sjónum Petja, og þeirri óartavlegu hugsun skaut upp hjá honum, að vel gæti hann fundið aðra og feg- urri konu en Nöstju, til þess að gera sér velsældardagana ljúfari. — Segið mér, sagði Petja, þegar hrifningu og öfund mannfjöldans var farið að lægja, — get ég tekið kúna með mér núna á stundinni? — Já, gerið þér svo vel, en þér viljið kannski selja hana? Við er- um fús til að kaupa hana af yöur fyrir tuttugu og fimm rúblur. Petja hló hæðnislega. — Já, akkúrat! Þið auglýsið, að kýrin sé hundrað og íimmtíu rúblna virði, og svo bjóðið þér tuttugu og fimm! . . . Nei, nei . . . ég tek mína kú, og svo er það mál úr sögunni. Hann tók með annarri hendinni um bandið, sem hnýtt var um horn kýrinnar, en hinni um handlegg Nöstju og sagði með geislandi á- sjónu og titrandi af hamingju: — Við skulum koma, Nastja, við skulum koma heim, hér er ekki meira að gera fyrir okkur. Nastja, sem var hálf órótt innan- brjósts í félagsskap þessa þunglynd islega jórturdýrs ,sagði umkomu- leysislega: — Ætlarðu virkilega að taka hana með þér sjálfur? — Hvers vegna ekki? Þetta er Framhald á 740. siðu. 728 T t M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.