Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 22
Og Scott skrifar til föðurlands síns liggjandi í tjaldinu: „Hefðum við lif- að, hefði ég sögu ag segja af karl- mennsku, þolgæði og hugrekki félaga minna, sem hefði hrært hjarta hvers Englendings. Þessar fáu línur og lík okkar verða ag segja söguna . . . Og litlu síðar bætir hann við': Við mun- um halda út til hinztu stundar, en við verðum æ þróttminni, auðvitað, og endalokin geta ekki verið langt und- an. Það er leiðinlegt, en ég held, að ég geti ekki skrifað meira. — — R. Scott”. Og a?s lokum skrifar hann: „í guðs bænum, sjáið um að fólkið okkar Stríðinu var lokið. Snjórinn og kuldinn einráðir í veldi sínu á heim- skautaauðninni. GLETTUR Kr@ssþ|ád ekkja Séra Þórður Jónsson í Reykjadal var óspar á fyrirbænir af prédikunar stólnum, þegar sjúkt og þjáð fólk í prestakalli hans átti í hlut, enda voru slíkar fyrirbænir mjög tíðkaðar um hans daga. Þannig bað hann fyrir Sig- ríði, ekkjunni krossþjáðu: „Vér viljum enn fremur biðja fynr ekkjunni Sigríði Magnúsdóttur hérna í bænum. Hún er þjáð, hún er kross- þjáð. Hana vantar allt: trúna, vonina, kærleikann og þolinmæðina. Það brakar í henni eins og uglunni hérna í bæjarþilinu, þegar of þungt er hengt á hana. — Biðjið þið með mér, börn Amen“. Satf var það Séra Jóhanni Briem 1 Hruna var raun að því. hve Guðjón í Hlíð var blótsamur. Hann færði þetta í tal við hann og bað hann með hægum orð um að temja sér betra orðbragð: „Þér ættuð að venja yður af ragn inu, Guðjón minn“, sagði hann. „Bölv og ragn skartar illa kristnum manni-‘. „Það er satt“, svaraði Guðjón. „Það er andskoti ljótt“. Goft hagfendi Þorsteinn lögréttumaður Pálsson i Búðardal missti naut um sláttinn. Lét hann sundra því og reiða kjötið heim og leggja í útihús. Var síðan ekki meira um það hirt, því að bónda þótti meiri nauðsyn að afla heyjanna en sinna því. Svo var það, að Þorsteini var sagt, að kjötið skriði kvikt af möðkum Þá hló hann við og mælti: „Allar skepnur feitar í góðu hag lendi, karl minn“. FERÐ I ODDBJARNARSKER Framhald af 735. síSu. hefði gjarnan viljað doka við ögn lengur, því að fastlega býst ég við, að þetta verði fyrsta og síðasta ferð mín í Oddbjamarsker. En nú skyldi haldig heim. Ég hef orð á því við förunauta mína, þegar við göngum ofan að bátn um, að ekki lítist mér sérlega vel á Oddbjarnarsker. Ég haldi, að aðstað- an þar til sjósóknar hafi verið ein sú allra erfiðasta og ömurlegasta á landi hér — og var þó ekki alls staðar gott. Og köld hljóti aðkoman hjá sjómönn unum oft að hafa verið í hina hrip- leku moldarkofa á þessu útskeri. „Já, vísast er, að svo hafi verið“. segir Þórður. „En hér kunni Snæ- björn gamli vel við sig. Hvergi kunni hann betur við sig en hér. Ég held helzt, ag hann hafi viljað deyja hérna" Og Guðmundur Einarsson, fyrrum bóndi í Hergilsey (nú á Brjánslæk), hefur látið svo ummælt við mig, að Oddbjarnarsker sé einhver unaðsleg- Kristján Sveinsson — Framhald af 731. síðu. ann, þegar ég kem á fætur um morguninn, en ég fór alltaf upp klukkan sex. Ég renn á lyktina og finn bala, sem kveikt var undir. Allt vatn var löngu gufað upp úr honum, fötin i honum brunnin og barmarnir farnir að loga Öðru sinni missti kona eldspýtu niður á gólfið í herbergi sínu, en þar voru eldfimar tuskur út um allt. — 1 þriðja skiptið var það kerling, sem ætlaði að leggja sig rétt á meðan straujárnið hennar væri að hitna. Hún setti járnið á, lagði sig fyrir og sofnaði fast. Legubekkurinn hennar var farinn að loga, þegar komið var að. En það fylgdi þessu sú heppni, að þar varð aldrei slys. Jafnvel þótt fólk væri stundum að velta niður stigana, kom aldrei fyr- ir, að neinn meiddist verulega. — Annars get ég ekki sagt þér neitt verulega krassandi frá Heklunni. Ég vil ekki segja neitt, sem getur komið illa við nokkurn mann. KB. Lausn 72. krossgátu asti bletturinn í Breiðafirði. Sólar- uppkoman þar og sólsetrið sé hið feg- ursta, sem til sé. Og briminu, sem grenjar og gnauðar á öllum skerjum og grunnum langt til hafs í órórri vestanátt, verði ekki lýst. Ekkert af þessu hef ég séð, og vil því sízt í móti mæla. Og vissulega bæta dásemd ir náttúrunnar upp margt það, sem á kann að skorta um ytri þægindi á slíkum stöðum. En þess njóta þeir einir og kunna að meta að verðleik- um, sem greint geta hismið frá kjarn- anum. Hina stórbrotnu ólýsanlegu náttúrufegurg frá glysi og skrumi. Og svo er víst, að umhverfi, sem í fyrstu virðist sviplaust og ljótt, venst oft vel. En ekki láta allir jafnvel af Odd- bjarnarskeri. Þeir fáru menn, sem þar stunduðu róðra, enn eru á lífi og ég hef náð tali af, láta heldur lítið af verstöðinni. Þeir segja sem svo, að alls staðar hafi mátt vera, þegar vel fiskaðist, og er það gamla sagan: Þar er fallegt, sem vel veiðist. — Bezt lætur af róðrunum í Oddbjarnarskeri 99 ára gömul kona, sem ég þekki. Hún reri þar nokkrar vertíðir á yngri árum sínum hjá Jóni formanni í Flatey og öðrum aflaklóm. Hún segir, að hvergi hafi verið betra að róa en í Skeri, reri hún þó viða. Hvort elli- glöp því valda, veit ég ekki. Mér sýnist, eftir þessa stuttu heim- sókn, Oddbjarnarsker vera einhver ó- fegursti hólminn á Breiðafirði, þeirra sem ég hef komið í. Og einna helzt vildi ég gera að ályktunarorðum mín- um, það sem Jónas segir um Kol- beinsey: Ömurlegt allt mér þykir útnorður langt í sjá. 742 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAA

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.