Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Qupperneq 11
oft er skotið, engum þó til meins. Fljúga tappar, fljúga tappar flöskum stundum úr. Vatn um vinar tennur vel þar stundum renn- r Döggvar andinn, döggvar andinn drýgir veigaskúr. Sveinn i kampinn, Sveinn i kampinn sífellt brosir þá, handbókinni hampar, í hendi flaskan glampar. Gleði prýðist, gleði prýðist gráhærð öldungsbrá. Eitthvað tók Sveinn þessu ekki vel í fyrstu, en Thomsen sagði þá við hann, að skemmtun sem þessi rýrði engan mann og henni yrði aö taka með gleðskap, og jafnaði Sveinn sig þá fljótlega. Og svona var öll þessi för, söngur og kátína. En ekkert áfengi var með í ferð- inni, það vildi Thomsen ekki. Árið 1907, konungskomuárið, var námstími minn hjá Thomsen úti, og þá fór ég í vegavinnu austur að Þingvöllum. Ég vann þar með Árna Zakaríassyni við að brúa Pen- ingagjána Þá rak Sigmundur á Brúsastöðum hótel á Þingvöllum, og daginn sem konungur kom aust ur fór ég í vinnu í Valhöll til hans. Ég var þar allan daginn við að hita vatn í kaffi. Vatnið var hitað í 60 potta dunki og undir honum var kynnt með smiðju, sem þurfti að stíga. Fyrir þetta dagsverk fékk ég 30 krónur; það var eins og 10 daga kaup í vegavinnunni. Síðan var ég áfram í vegavinnu, bæði við Þingvelli og niðri við Eyrarbakka, og um skeið var ég í vinnu norður á Siglufirði. Þangað kom ég 28. maí að vori í þreifandi byl, og hann stytti ekki upp í viku. Þá var ég um skeið í símavinnu og kom einnig við bryggjusmiði. Þegar vatnsveitan í Reykjavík var lögð, var ég við það verk. Ég man, að við byrjuðum að grafa á sumardaginn fyrsta, því að danski verkfræðing- urinn, sem stýrði verkinu, lét okk- ur alla hafa fjórar krónur hvern um kvöldið til að gera okkur daga- mun. Síðar, þegar farið var að leggja rörin, var ég blýmaður. Það starf var fólgið í því, að hafa eftir- lit með blýinu, sem haft var í rör- in. Blýið mátti hvorki verða of kalt né of heitt. Og ég varð að rækja þetta starf vel, því að hefði svo farið, að blýið hefði orðið of kalt, dæmdist á mig að borga kaupið þann tíma, sem tæki að hita blýið aftur. Danski verkfræðingurinn var afar strangur með það að hver gerði sitt. Eitt sinn þegar nokkrir menn voru að bera þung ror, ætl- aði ég að fara til og létta undir með þeim, en þá kallaði Daninn; „Hugsa þú um þitt“. Hann var strangur og nákvæmur, Daninn. Einu sinni voru menn að lyfta , upp röri, og einn þeirra beygði sig niður að því, svo að sitjandinn nam við jörð. Þá kom karl askvaðandi að manninum og skipaði honum heim, því að hann sæti í vinnunni. Þetta fannst okkur hinum ganga fulllangt og við fórum allir heim og sögðumst ekki koma aftur fyrr en þessi maður væri tekinn í vinn- una aftur. Það varð eftir tvo daga. og Daninn sýndi okkur meiri virð- ingu á eftir. Um haustið var svo vatninu hleypt á, og vatnið tekið úr Elliðaánum til drykkjar. Það þótti mikil framför frá því sem áður var, og menn skeyttu því engu þó að stundum flytu hornsíli með út um kranann. En þegar ég var búinn að vera alllengi í vatnsveitunni, var það einn sunnudag, að kunningi minn einn, Benedikt frá Reyni, Bensi á Reyni sem kallaður var, biður mig að koma með sér á báti til að sækja fisk í togara. Báturinn var ■ekki vel góður, vantaði í hann annað stefnið, en með því að hafa ballest í honum að framan kom það ekki Framhald af 727. siðu. hann þá sjúkur á Þórustöðum hjá Bjarna bónda Bjarnasyni. Mein það, sem þjáði hann, var æxli á hálsi, og töldu menn, að hann hefði fengig það undan snærunum, sem hann bar byrð ar sínar í. Þess er ekki getið, hvort Eiríki var leitað lækninga, en senni- lega hefur legan orðið' alllöng. Jón hreppstjóri í Snartartungu fór á stúf ana og reið að Broddanesi til þess að reyna að koma honum þar fyrir og létu Broddaneshjónin til leiðast fyr- ir þrábeiðni Jóns. En um þetta leyti andaðist Eiríkur, og verður ekki séð, hvort hann hefur nokkurn tíma ver- ið fluttur að Broddanesi, og er það jafnvel ólíklegra. Allir drógu andann léttari, þegar þessi burðarjálkur geisp aði golunni. En hálfhlálegt er, að presturinn hefur ekki einu sinni hirt um að geta andláts hans og útfarar í prestsþjónustubók sinni. Þag var þó ekki á hverju strái maður, sem hafði gefið Broddaneshreppi hálfa jörð. Enginn var þó fegnari andláti Ei- ríks en Jón í Snartartungu. Það hafð'i jaðrað við, að hann fórnaði hrepp- stjóraembættinu vegna Eiríks, og einkum hafði Broddanesferðin geng- ið nærri honum: að sök. Við fórum og fengum tvær körfur af fiski, og þegar í land kom sagði Bensi, að ég yrði að hafa aðra körfuna. Þá kostaði karf an af fiski 35 aura í ensku togurun- um, en 85 aura af smálúðu. „Hver ósköpin á ég að gera við allan þenn an fisk?“, segi ég. „Selja hann“, seg ir Bensi, „ég skal lána þér reizlu“. Ég fór svo og seldi fiskinn og fékk 23 krónur fyrir hann, en í blýinu hafði ég ekki nema. 21 krónu á viku. Ég fór ekki meira í vatnsveit- una, keypti mér skektu daginn eft- ir og stundaði fisksölu í mörg ár. Fisksöluna stundaði ég allt þar til að útvarpsstöðin var reist. Þá fór ég að vinna suður á Vatnsenda- hæð. Ég var alltaf þar, sem orrust- irnar voru. En þá fann ég fljót- lega, að ég var -farinn að verða of breyttur og ég missti heilsuna í átta ár. Árið 1939 varð ég svo húsvörður a Hótel Heklu. Þá bjó um 100 manns þar, allra handa lýður, sumt ágætis fólk, en annað vandræða- manneskjur. Það varð oft að sigla milli skers og báru til að hafa frið i húsinu. Ég var vanur að hafa þann sið að slökkva ljósin yfir allt húsið, ef ólætin gengu fram úr hófi. Þrisvar kviknaði þar í. — 1 fyrsta skipti verð ég var viö brun- Framhald á 742. siðu. „Ég varð þá svo vesæll í þeirri ferð, að' ég fékk mesta viðbjóð á hreppstjóraverkum framvegis. Mér gekk líka örðugt að koma á leið er- indinu, og miklu létti drottinn af þeim, sem áttu að sýsla með þann mann, hefði hann lengi lifað. Það fá- um við, eins og sérhvað annað, sem hann gerir, aldrei fullþakkað“. Þannig lauk ævi Eiríks Ólsens. En um það bil er hann dó, var fegursti sprotinn á ættarmeiði séra Ólafs mehe, sem kom alla leig austan af Völlum til þess að skióta rótum á Vestfjörðum, að byrja vöxt sinn. f Skógum í Þorskafirði hljóp um varpa drengur á þriðja ári. Matthías Joch- umsson var fimmti maður frá séra Ólafi í Tröllatungu — hið ankanna- lega luramenni frá Stóra-Fjarðar- horni, sem ekki fékk ag bera nafn haugbúans, var kalkvistur í þriðja lið frá Tröllatungupresti. Helztu heimildir: ísafold, Annáll 19. aldar, eftir séra Pétur Guð- mundsson, Þjóðhættir og ævisög- ur eftir Finn Jónsson á Kjörseyri, sóknarmanntal og prestsþjónustu- bók Tröllatungu, sýsluskjöl Stranda sýslu, dómsskjöl Húnavatnssýslu, Manntal 1816. SAGNIR AF EIRIKI ÓLSEN - T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 731

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.