Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 13
úx blýi eða tré, og munu þeir löngu týndir. — Ef til vill hefur einhver fátækur vermaður tekig blýtappana og haft þá í sökku á færig sitt, og væri það fyrirgefanlegt. En hítt gæti l'íka hafa átt sér stað, að einhver trassinn hefði tekið þá og tálgað þá niður eða týnt þeim, og væri það verra. En hvað sem um það er, væri gaman að eiga þessa tappa, svo að þeir á sínum tíma mættu prýða byggðasafn eyjanna. — í kringum augað ofan á klöppinni hefur bersýni- lega einhvern tima verið klöppuð lítil skál eða þró til að safna í vatninu, og því síðan ausið úr henni upp í ílát. En ekki er þróin stærri en svo, að aðeins mun vera hægt að ausa úr henni með kaffibolla eða litlum skaft- potti. Ekki er þarna um mikið mannvirki að ræða, sizt á nútima mælikvarða, enda auðskiiið hverjum manni, að aldrei muni hafa verið lögð mikil rækt við þetta vatnsból, þar sem það var undir söltum sjó meíri hluta hverrar vertíðar. Og þó svo að hlein- in komi upp úr sjó, gengur brim yfir hana um hverja fjöru, ef nokkuð var í sjóinn. — En Pétur frá Stökkum, hinn fróði maður, segir, að vermenn hafi kunnað ráð við því- Þeir gerðu bara úr sjálfum sér eins konar brim- varnargarð. Skinnklæddu sig ræki- lega og stóðu ábrima við uppsprett- una meðan ausið var úr henni í ílát, en oft var vatnið með seltukeim, er stóð á. En vermenn á þessum þurra sandbala voru ýmsu vanir, og brá ekki v'ð smámuni. Ég bragðaði þetta vermannavatn þarna í sumarblíðunni og hitanum, og fannst það bæði lystugt og hressandi. Var hvorki af því saltbragð eða brennisteinskeimur. Og óefað hefur það hresst vel margan þreyttan ver- mann í Skeri, eftir aflasælan dag. Víðar í Vestureyjum eru heitar laugar og hverir, en víðast fram í fremstu fjöru eða á útskerjum, og hafa því hvergi komið að notum. Stærstir eru hverirnir í Drápskeri, 2—3 sjómílur norður af Oddbjarnar- skeri. Þangað gáfum vig okkur ekki tíma til að fara að sinni, sáum aðeins réykina af réttunum. „Vatnssteinarn- ir“ eru kunnastir og merkastir, því að þeir hafa komið að notum — þó að í lillu sé. Eftir þessa skyndiatlhugun á „Vatns steinunum“ var haldið upp á Skerið. Við gengum upp það austanvert, þar er það einna hæst. Sandurinn í bakk- anum er rykfínn, þurr og laus í sól- skininu og lætur undan fæti. Og brátt stöndum við á því hæstu — haug Odd- bjarnar karls — og lítum yfir þessa eyddu byggð hans. Tabð er, að Oddbjarnarsker sé kennt við landnámsmann, sem Odd- björn hét, og hafi hann búið þar. Ekki er það vel trúlegt. En hafi svo verið, hefur hann ekki gert miklar kröfur til landrýmis né landkosta, og þá verig helzt til ólíkur öðrum land- námsmönnum. En frjálsmannlegt og vítt útsýni hefur hann viljað hafa, og stutt á fengsæl fiskimið. Oddbjarnarsker er sem sé ekkert annað en melgróinn skeljasandshaug- ur á allstórum skerjafláka, og liggur 6—8 sjómílur í vesturátt frá Flatey. Það er nokkru lengra frá austri til vesturs en suðri tU norðurs. Hvergi er á því skarpt horn, vogur né vík, þegar fjaran kringum það er komin í kaf, og er það þá einna líkast spor- öskju í laginu. Svo er sandurinn laus í bökkunum, að stöðugt sverfur úr þeim storm urn, og getur lögun Skersins því breytzt eftir áttum. Er það eini hólm- inn á Breiðafirði, sem svo er laus í reipunum. Ekki veit ég til að flatarmál Skers ins hafi verið mælt, en gizkað hefur verig á af kunnugum mönnum, að það væri 2—3 dagslát ur, það er að segja það sem gróið er og ekki fer í kaf um stærstu flæðar. Það er þó ekki nema lítill hluti af hinu raun- verulega Oddbjarnarskeri, því að út- firi við það er mikið í allar áttir, nema helzt í norður. Fjaran er brim- sorfin klettarið og hleinar, með renn. um á milli. Harla ljótt og ömurlegt umhverfi. Bjálfa'angi gengur lengst í vesturátt og er allhár. Upp með hon- um gengur Ketilvogur inn undir Skerið. Á honum hvíla þau álög, að aldrei má ýta þaðan bát á flot, en lenda má þar í nauðsyn. Til þess að óhætt sé að fara út í fleytuna aftu,. verður að setja hana yfir Skerið o ofan í voginn eða sundið, sem venju- lega var lent 1, og lending hinnar fornu verstöðvar var. Og vítalaust má hvergi lenda við Skerið nema að norðanverðu, enda illhægt. Ekki er langt síðan að einn maður á báti sínum villtist í þoku og hitti loks Oddbjarnarsker. Hann lenti í Ketilvogi, því að hann var ókunnugur. Eftir að hafa áttað sig, reri hann út úr vognum aftur og hélt heim til sín slysalaust. En ekki löngu seinna fórst sá bátur og tveir menn með honum með helzt til undarlegum hætti Fátt er rammara en forneskjan. Það vissi gamla konan, sem sagði mér frá hættulegu lendingunum við Oddbjarn arsker Frá haug Oddbjarnar hallar Sker- inu nokkuð jafnt til vesturs. En bæði sunnan og norðan meðfram sjónum eru lágir balar eða ásar. Laut, sem verður á milli þeirra, nefnist Skötu- tjörn. Á bölunum s óðu flestar ver- búðirnar. Hljóta þær að hafa staðið þétt, meðan mest var byggðin í Skeri, þó að íitlar vær.u. — Bezt gæti ég trú- að, að þessir balar væru aðeins gaml- ar verbúðatóftir og safnhaugaleifar. Þær elztu vitanlega löngu sokknar í sandinn, en alPaf verið byggt ofan á og sandurinn svo sorfið allt og jafn að, þegar stundir l>ðu, og enginn var til þess lengur að halda við kofunum eða hækka haugana. Yzt á Skerinu, þar sem lægst er við sjóinn, heitir Fit. Þar stóð Fitjarbúð og þar var glímuvöllur vermanna. Þar voru líka einu sinni fiskreitir. segir fylgdarmaður minn, og hefur það eft- ir Snæbirni Kristjánssyni. Vitaniega sést ekki fyrir þeim, sandurmn hefur fyrir löngu orpið þá sínum klæðum. Enginn kynnir sér svo gamla ver- s'.öð, að hann líti ekki á lendinguna. Hún er sú lífæð er tilvera hverrar verstöðvar byggist á Lendingin í Oddbjarnarskeri er á því norðanverðu eða norðvestan. Ekki sést þar fyrir nausti, vör eða bryggjum, né öðr- um þess konar mannvirkjum, sem venjulega fylgja byggðum eyjum á Breiðafirði, og munu þau aldrei hafa verið til. Ekki er heldur tent þar inn í vog eða vík Slíktr sælusiaðir eru ekki til við Skerið, eins og fyrr seg- ir. Þó er lendingtn ekki ovar.n — Norðan við Oddbjarnarsker. skammt frá, eru stór sker, sem Laugasker heita (á þeim eru heitar laugar). Hlífa þau lendingunni fyrir norðanátt en tangarnir og fjaran vestur af þeim draga mjög úr sjógangi við Skerið í vestanátt. Lendingin þótti því allgóð. Þurfti heldur ekki svo mjög að ótt- ast, að báturinn skemmdist, þótt hann skriði nokkuð hart upp í lendinguna, dúnmjúkur sandurinn tók við. Bátun- um var síðan brýnt upp í sandinn eða settir upp í bakkann, til að forða þeim frá sjó. — Mun hafa mátt sjá marga fríða fleytuna í sandinum við Odd- bjarnarsker, meðan mest var útræði þaðan. Hvenær róðrar hófust í Oddbjarn arskeri, veit ég ekki, en sjálfsagt hefur Oddbjörn landnámsmaður tek- ið þar lag í lendingu fyrstur manna og ráðið skipi til hlunns. í sóknarlýsingu Flateyjarsóknar frá 1840, segir séra Ólafur Sívertsen, að verstöð hafi verið í Oddbjarnar- skeri þegar á 14. öld. Jarðabók Árna ODDBJARNA RSKER TlMINN - SUNNUDAGSI5LAÐ 733

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.