Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1963, Blaðsíða 4
I. HJÓNIN í Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði, Ólafur Bjarnason og Val- gerður Guðmundsdóttir, voru vel við efni, eftir því sem talið var á þeirra dögum. Þau áttu ekki einungis dágott bú, heldur og ábýlisjörð sína, og voru þeir þá færri, bændurnir, sem stóðu svo styrkum fótum. Ólafur Bjarnason var þó talinn fremur einfaldur mað- ur, en eigi ag síð'ur kunni hann fót- um sínum forráð, bæði i andlegu og veraidlegu: „Veit það honum mest á ríður“, sögðu sóknarprestar hans. En barnalán þeirra Fjarðarhorns- hjóna var ekki að sama skapi og önn- ur gifta þeirra. Einn fjögurra sona dó úr holdsveiki á þrítugsaldri, ann- ar úr meinlætum um fermingu, hinn þriðji var margt frábrugðinn öðrum mönnum. Valgerði kom raunar ekki á óvart, þótt þessi sonur hennar yrði auðnu- litill. Þegar hún bar hann undir belti, gerðist það eina nótt, að hennar vitj- aði formaður, sem hún taldi eiga bólfestu í haugi einum skammt frá Fjarðarhorni. Haugbúinn heilsaði upp á hana í svefninum, kynnti sig á hirð- mannlegan hátt og kvað'st Brynjólfur heita. Var það erindi hans við Valgerð'i að falast eftir því, að hún léti svein- barnið, sem hún gekk með, bera nafn sitt, og sagði henni þag með, að und- ir þúfu einni á hlíðafhjalla upp frá bænum væri fólgið fé, er hún skyldi eignast, ef hún yrði vig þessum til- mælum. Sá forneskjubragur var þó á haugbúa þessum, að hann lét ekki við það eitt sitja að heita gulli og gæfu, ef hann fengi vilja sínum fram gengt, heldur hafði einnig í hótun- um, væri út af brugðið. Hann sagð'i, að drengurinn myndi verða auðnu- laus hrakhólamaður og allra bitbein og ginningarfifl, ef hann yrð'i ekki nefndur Brynjólfur. Valgerði leizt ekki á blikuna. Hún þóttist vita, að óvarlegt myndi að ganga í berhöggg við haugbúann og vildi því eindregið, að drengurinn, sem hún ól, bæri nafn hans. Bóndi hennar var á öðru máli. Hann vildi ekki afsala sér réttinum á nafni barns síns í hendur einhvers fornmanns, enda þótt bein hans kynnu að liggja í landareign hans. Jafnvel fyrirheitið um sjóðinn undir þúfunni freistaði hans ekki svo, ag hann léti leið'ast til þess að gera vilja draummannsins. Þótt Valgerður væri skörungur kall- aður, en Bjarni hrekklaus spektar- maður, þybbað'ist hann svo við, að kona hans varð&ð láta undan síga.— Drengurinn var skírð'ur Eiríkur, en svo hafði heitið langafi Bjarna, bóndi austur á Ketilsstöðum á Völlum, fað ir séra Ólafs í Tröllatungu, er kallað- ur var mehe. Það má geta nærri, að Valgerður hafi frá öndverðu verið smeyk um, að þetta gæfist ekki vel, þó að ekki fengi hún að gert. H. Eiríkur litli Ólafsson fæddist haustið 1777, og hin fyrstu ár varð ekki annars vart en hann dafnaði vel. Hann óx og þroskaðist að burð- um, jafnvel betur mörgum jafnöldr- um sínum, og Ólafur bóndi glotti í kampinn, þegar honum varð litig til haugsins, þar sem formaðurinn Brynjólfur ríkti. Þag var ekki að merkja, að orð hans ætluðu að hrína á stráknum. Og ekki bar á öðru en drengurinn væri næmur — minnið var trútt, og það stóg ekki í honum að læra fræðin, þegar þar að kom. Og þægt barn var hann. En ekki var samt allt fengið. Skiln- ingurinn reyndist undrasljór, málfarig ankannalegt og látæði allt hið und- arlegasta. Og þó tók út yfir óverk- lagni hans og vanhyggindi í störfum. Hinir miklu burðir hans nýttust hon um ærið illa. Prestarnir í Trölla- tungu, séra Hjálmar Þorsteinsson og séra Björn, sonur hans, vissu ekki annan ungling skjátaralegri í sínum sóknum. Það sannaðist þeim mun betur sem lengra leið, að hann myndi ekki borinn til mikils veraldargengis. Eiríkur var í föðurgarði, þar til hann var kominn fast að þrítugu. Ár- ið 1807 hélt hann fyrst að heiman, og eftir það er ekki að sjá, að hann hafi setuð um kyrrt um dagana. Hann var framan af ævi mjög í sendiferð- um ýmiss konar, því að til fárra var betra ag leita í því efni. Fór þar sam an, að hann var maður trúr og rækti hvert sitt erindi af samvizkusemi, svo sem hann hafði vit til, og þó bar hitt af, hve rammefldur hann var við burð. Kveinkaði sér ekki við að bera drápsklyfjar á sjálfum sér langar dag leið'ir, jafnaðarlega bæði í bak og fyrir, og lét baggana þá hanga í snæri á öxl sér, einföldu eða tvöföldu eftir atvikum. Varð þess enginn var, að Eiríki sárnaði öxlin við siikan burð. Með þessum hætti lá leið Eiríks fram og aftur um Strandir, Húnavatns sýslur, Dali, Snæfellsnes og Barða- strandarsýslu, en þegar á ævina leið lagðist hann í flakk fyrir fullt og allt. Varð hann því alþekktur maður um Vesturland og vestanvert Norður- land framan af nítjándu öld og kom hverjum manni kunnuglega fyrir sjón ir, þar sem hann birtist í þessum sveitum. Hann var líka auðþekktur, þegar hann kjagaði hjá garði eða þrammað'i heim göturnar að bæjun- um: Mikill á vöxt, hálsiangur og út- limalangur, fölleitur og toginleitur, stóreygur og opinmynntur og með fimastórt nef með lið á. Og ekki spillti búningurinn: Hann gekk jafn- an í grárri úlpu og hafði á höfði hvíta eða mórauða húfu eða hettu og þar ofan á barðastóran hatt, sem slútti niður yfir stórskorið andlitið. Var hann þannig allur hinn hrikalegasti ásýndum og líkastur því, að hann væri genginn út úr hömrum. Manna á meðal var hann ýmist nefndur Ei- ríkur koparhaus — viðurnefni, sem faðir og föðurfað’ir höfðu einnig bor- ið, eða Eiríkur Ólsen, og mun honum sjálfum hafa verið það nafn meira að skapi. Þótt Eiríkur væri oft í ferðum og lenti í mörgum svaðiiförum, re:ddi honum að jafnaði sæmilega af, enda setti maðurinn hvorki fyrir sig erfiði né hrakninga. Nokkuð þótti samt stundum bresta á hyggindi hans í ferðavésinu. Af því er saga, að hann kom að haustlagi að Víkurá í Hrúta- firð'i. Höfðu rigningar gengið og var svo mikill vöxtur í ánni, ag tvísýna var á, hvort hún væri væð. Eiríkur var á hinn bóginn óragur vig árnar og gerði sig líklegan til þess að i ^ggja út í hana. En í þeim svifum kom bónd inn í Skálholtsvík aðvífandi og bauð Eiríki hest yfir ána, því að hann vildi miiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | Eiríkur Ölsen, af sumum nefndur koparhaus, var mest- | | ur burðarjálkur um sfna daga og heldur ferlegur | | ásýndum. Hann ortl mansöngva f nýjum stíl og stofn- | | aði legat efns og sumar sveitarstoðirnar þótt umrenn- | | fpgur værl. | íTiiiimimmmmimimmmmmmmmmiimmmiimmmmmimmmimmiiiiim 724 TlNlN N - SUNNÚDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.