Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Side 6
hafi sagt, að hann mundi vart hafa
verið einhlítur að koma Illuga fyr-
ir, ef hann hefði ei hlotið aðstoðar
karlsins, þvi að Illugi hefði verið
hamramasti óvættur, sem hann
hefði þekkt. — Og endar svo þessi
saga“.
Næsta saga er skrásett af Runólfi
i Vik.
„Svo er sagt að prestur sá hafi
þjónað á Kirkjubæjarklaustri sem
Iilugi hafi heitið; var hann kallað-
ur fjölkunnugur og yfirhöfuð hafi
hann verið mjög óvinsæll. Hann
skal af einhvörjum atburðum hafa
misst prestinn og hafi þá séra
Magnús fengið brauðið og komizt
í að bera síra Illuga út; hafi þá
Illugi verið orðinn blindur og þeg-
ar hann hafi verið út borinn hafi
hann hrækt í allar áttir um leið
og hann fór út úr húsunum, en þá
hafi Magnús prestur haft svarta
vettlinga á höndum og þurrkað
með þeim hrákana Illuga prests
jafnóðum, en í bæjardyrakampinn
hafi hrákinn lent inn í holu milli
steina svo Magnús prestur náði
þar ekki til að þurrka og hafi sá
kampur litlu síðar hrunið niður.
En þegar Illugi var út kominn skal
hann hafa beðið síra Magnús að
bera sig að skilnaði í kringum
kirkjuna. Því skal Magnús prestur
hafa tekið vel, en í þess stað hafi
hann látiö bera Hluga í kringum
hjall, sem Illugi átti og hafi þá
hjallurinn sokkið. — Ekki er þess
getið að þeir hafi átt fleira saman
í það sinn. En Illugi skal hafa far-
ið eitthvað langt burtu, én hafi
jafnan síðan hatað séra Magnús
og sent honum fjarska margar send
ingar, en prestur hafi aldrei verið
varbúinn við þeim. Loks er sagt, að
Magnús prestur hafi lagzt til svefns
og sofnað, en kona hans hafi þá
verið að skammta graut utar við
dyr í sama húsi sem prestur svaf
í; hafi hann þá vaknað við það að
kona hans hafi sagt: „Harðar klauf
ir Illuga", og hafi hún þá dáið á
sömu stundu, en grár hrútur hafi
gengið innar á mitt gólfið. Segir þá
sagan að prestur hafi risið upp í
flýti og kveðið vísu þessa:
„Stattu kyr á gólfi, grár,
í guðs nafni ég særi þig.
Hrærðu þig ekki, heljar ár,
en herrann Jesús styrki mig“.
Svo er sagt að vísurnar hafi verið
alls sex, en grái hrúturinn hafi ver
ið fyrrnefndur Illugi afturgenginri;
og að aldrei hafi oröið vart við
hann síðan“.
Magnús Grímsson skrásetur
þetta fróðleikskorn „eftir sögusögn
Síð'umanna á ferð 1847“:
„Illhugi hét prestur á Kálfafelli
á Síðu. Hann lét eitur í sakramentis
vinið og ætlaði að drepa með því
óvin sinn, en tilræðið komst upp.
Tóku bændur þá Illhuga prest hönd
um og fluttu hann upp á Kálfa-
fellsheiði þangað sem nú heitir síð-
an Illhugatorfa. Vita menn ekki
um Illhuga þann síðan“.
Og þá er kominn tími til að vita
eitthvað og gæta nánar að hver
Illugi var.
Q i
Það situr miðaldra klerkur í
kamesi sínu norður á Presthólum
eitt kvöld í skammdeginu og er
eitthvað að þylja; þetta er nálægt
aldamótunum 1600. Hann hefur
samið heilræðabálk í ljóðum, 84
erindi; og þótt þau kunni að skír-
skota til allra manna jafnt er
einni veru í heiminum sérstaklega
ætlað að geyma þau sér í minni.
Við hné hans dvelur nefnilega dá-
lítill drengur: __
Óskaráðin, arfi minn,
ætla ég þér að bjóða,
huggast ég við heiðurinn þinn,
hafðu dagana góða.
Láttu hvorki hold né heim
hefta ráði þínu,
að lokka þig frá lausnara þeim,
sem leysti þig frá pínu.
Hvar þú lítur ljótan sið
og lymskufulla hrekki
soddan breytni sjáðu við
og samsinntu því ekki.
Heimskur maður hefndar snar
og hyggur skaða að vinna
þó orkað fái hann ekki par
til illskuverka sinna.
Dáruskap og heimsins háð
hjá þér skaltu leiða,
forðast þú með fullri dáð
ferlega munnsins eiða.
Ef yndinu því sem auðnan gaf
óðum fyrir þér hallar
þolinmóður þreyðu af
þrautir lífsins allar.
Varla mun höfundurinn, Jón
Bjarnason Presthólaklerk óra fyrir
þeim þrautum sem „heimskir menn
og hefndar snarir“ eiga eftir að
leggja fyrir piltinn; og enn síður
getur hann rennt grun í þau firn
sem munnurinn á mönnum er í
standi til að eigna syni hans eftir
tvö til þrjú hundruð ár. Hann von-
ar allt hið bezta um breytni sonar
síns og breytni annarra við hann,
er ánægður nokkuð með vel kveöna
heilræðarímu sína og veit ekki að
það er Galdra-Illugi ,sem tekur við
henni.
Illugi Jónsson, prests Bjarnason-
ar mun hafa fæðzt um 1590 norður
í Reykjadal. Veturinn 1611—12 er
hann í Skálholti, og hefur þá lokið
námi, því um það leyti fær hann
Kirkjubæjarklaustursprestakall; —
vígðist þangað 1612.
Það skipti engum togum að strax
árið eftir ákærðu hann hjón úr
sókninni, Jón Runólfsson og Guð-
finna Loftsdóttir, — fyrir að hafa
aðeins útdeilt þeim brauðinu en
ekki vininu í altarissakramentinu;
kaleikurinn hafi verið tómur. Mál-
inu var skotið til biskups óg hélt
Oddur biskup Einarsson presta-
stefnu í Laxárholti í Eystrihrepp
vorið 1614. Þar var séra Illuga
dæmdur synjunareiður, og sönnuðu
eiðinn tveir prestar með honum.
Nokkur atriði fleiri fylgdu kæru
Jóns Runólfssonar á hendur presti,
en þau þóttu ósönnuð.
Segir nú ekki af séra Illuga unz
hann fær Kálfafell um 1627.
Arnbjörn Arnbjarnarson hét mað
ur í sókninni; hafði sá deilt við
séra Illuga áður, og varð það nú
hans fyrsta verk, eftir að Illugi kom
til Kálfafells, að kæra hann fyrir
að vera valdur að sjúkleika sínum,-
en Arnbjörn var sagður mjög tauga
bilaður og hjartveikur. Um þetta
var þingað á Kleifum undir Pjalli
vorið 1628 og aftur um haustið af
Þorleifi sýslumanni Magnússyni, en
hann kemur við þjóðsöguna hér að
framan. Prestur bauð fram synjun-
areið um að aldrei hefði hann gert
Arnbirni né nokkrum öðrum mein
með göldrum og gerningum, enda
hefði hann aldrei lært slíkt né fram
ið; þar að auki fékk hann stuðning
fyrri sóknarbarna sinna um góða
hegðun, og fjórir prestar buðust til
að sanna synjunareiðinn með hon-
um og einn leikmaður að auki.
Prestarnir voru Jón Sighvatsson,
Sveinn Bjarnason, Þorleifur Magn
ússon og Magnús Pétursson. Arn-
björn fékkst hins vegar ekki til að
rökstyðja ákæru sína, svo að svo
komnu máli þóttust dómendur ekk
ert geta dæmt og skutu því til úr-
skurðar biskups og lögmanna. Hér
gæti svo virzt sem séra Illugi vséri
laus við málið ,en það fór á annan
veg Arnbjörn Arnbjarnarson lézt
um veturinn og lýsti því yfir
skömmu áður að séra Illugi væri
valdur að meini sínu. Munu menn
fljótlega hafa tekið að gína við
þessu eftir andlát Arnbjarnar;
galdrabrennuæðið var að búa um
sig í fólki; og nú skrifuðu Kálfa-
fellssóknarmenn Oddi biskupi og
afsögðu með öllu að þola Illuga
sem prest sinn fyrr en hann hefði
hreinsað sig af áburði Arnbjarnar.
Biskup og lögmaður skipuðu nú
Högna prófasti Jónssyni og Þor-
leifi sýslumanni að taka tylftareið
af Illuga presti. Settu þeir rétt á
Kleifum vorið 1629. Þangað hafði
Illugi með sér eiðsvarinn vitnisburð
tveggja kvenna um að Arnbjörn
hefði lýst yfir við þær „að illa hefði
750
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ