Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Page 4
lega hafður við hönd. Sjálfur kvað
hann bæði mikið og vel, og jafnvel
eftir að hann gerðist rúmliggjandi
reyndi hann að kveða. Svona er hægt
ag fá kveðskaparbakteríuna í blóðið,
og manni fyndist lífið vera snauðara,
ef aldrei væri kveðið. Það er á þess-
um grundvell'i sem kvæðamannafé-
lögin byggja starfsemi sína. Þar kem-
ur fólk saman reglulega til að kveða,
heyra kveðið og lifa þessa stemningu,
sem ógerlegt er að lýsa.
— Svo þú vilt eflaust láta gera allt
til að viðhalda þessari list?
— Svo sannarlega. Kveðskapurinn
íslenzki er einstakur músíksögulega
séð. Hann er sérstæð íslenzk tónlist,
sem hvergi er til nema hér. Þag þarf
að gera miklu meira fyrir hann, bæði
að vinna skipulegar að söfnun kvæða-
laga, og eins þarf að kynna hann
erlendis, láta útvarpsstöðvar og
hljómplötufyrirtæki fá góðar upptök-
ur. Það er ekkert aðaiatriði að fá
mikið vísnamagn kveðið, heldur
skiptir hitt meira máli að komast
yfir stemmurnar, lögin. Og þær verð-
ur að varðveita á bandi eða plötu,
því ag nótuskrift nær ekki yfir þær.
Rímnastemmurnar eru í allt öðrum
tóntegundum en sönglög og stemm-
ur fluttar af nótum verða söngur en
ekki kveðskapur. Og kveðskapur og
söngur er sitt hvað. Vitað mun vera
um eitthvað fjögur hundruð stemm-
ur, fyrir utan safn Bjarna Þorsteins-
sonar, en þar er eiginlega ekki að
finna nema beinagrindurnar af
stemmunum. Þag vantar að minns:a
kosti í þær taugakerfið, enda verða
lögin hjá honum miklu fremur sung-
in en kveðin.
— Og heldurðu að kvæðamennsk-
an muni lifa?
— Ég er dálítið hræddur um hana.
Meginhættan held ég sé sú, ag fólk
fari að syngja kvæðalögin og á þessu
er þegar nokkuð farið að bera. En
eins og ég sagði, þá hverfur hinn
rétti blær, þegar söngur kemur í
staðinn fyrir kveðskapinn. Hins veg-
Eg sat heima hjá Kjartani
Hjálmarssyni kennara og
vi<S röbbuíum um kveíSskap
og kvæftamennskii yfir
kaffibolla. Ég vissi fyrir aíi
Kjartan var fróður maður
um þá hluti og kvæðamaour
ágætur, enda nitfji skáldsins
frá Bólu. Og þar kemur, að
ég spyr hann, hvort hann
hafi ekki veriíf kveíandi alla
ævi.
— Jú, ég lærði að kveða í föður-
húsum. Fyrsta endurminning mín er
sú, ag eitt sinn fyrir jól'in var verið
að baða mig í bala og þá kvað ég
hástöfum á meðan. Faðir minn,
Hjálmar Kjartansson leturgrafari,
var þjóðlegur með afbrigðum og hon-
um fannst ekki vera neitt bragð af
lífinu, nema kveðskapur væri dag-
ar getur verið býsna erfitt að halda
þessu tvennu aðgreindu. Ég hef oft
rekið mig á það í sambandi við
kennsluna, að ég má gæta mín á
mánudagsmorgna, eftir að ég hef
verið að kveða um helgina, að kveða
ekki fyrir börnin í stað Þess að
syngja með þeim, eins og til er ætl-
azt.
— Hvaða skilyrði þarf góður
kvæðamaður að uppfylla?
— Hann þarf helzt að vera fædd-
ur með þetta í blóðinu og alast upp
772
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAO