Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 3
r
HALLDÓR STEFÁNSSON
LATÍNU-MAGNÚS
Laust eftir eldmóðuna 1783
fluttist úr Norður-Þingeyjarsýslu
austur til Borgarfjarðar ungur
maður Magnús Jónsson að nafni,
auknefndur Latínu-Magnús
Hann var sonur Jóns Oddssonar
og Guðrúnar Ólafsdóttur á Klifi
á Melrakkasléttu, nyrzta bæ á ís-
landi,og þar fæddur árið 1762.
Guðrún, móðir Magnúsar var syst
ir Þórunnar ríku á Álandí i Þlist-
ilfirði. þær voru dætur Ólafs
Sigurðssonar á Ytra-’álandi.
Snemma þótti bera á óvenjulega
skörpum gáfum hjá Magnúsi.
Vegna skyldleikans og fátæktar
foreldranna tók Þórunn, móður-
systir hans að sér að kosta hann
til skólanáms. Kom hún honum
fyrir hjá séra Árna Skaftasyni á
Sauðanesi til undirbúníngsnáms,
sem á þeim tíma var fyrst og
fremst latína. En þá gerðist það,
að Þórunn dó og samhliða dundu
yfir • eldmóðuharðindin. Þar með
var lokið námsferli Magnúsar.
Vegna skjótra og mikilla fram-
fara hans við latínunámið, þótt
endasleppt yrði, fékk hann auk-
nefni sitt og fylgdi það honum
til æviloka. Stuttu eftir þetta flutt
ist Magnús til Borgarfjarðar sem
fyrr er getið.
Rösklega tvítugur að aldri
kvæntist Magnús (1796) ungri
stúlku í Borgarfirði, Vilborgu,
dóttur Jón Þorvarðssonar. Faðir
hennar hafði alllöngu fyrr flutzt
norður að Reynistað í Skagafirði
og gekk þar undir nafninu Jón
Austmann, mikils ráðandi á staðn
um og forystumaður fjárkaupanna
til Suðuriands árið 1780, sem lauk
með því, að leiðangursmennirnir
urðu úti á Kjalvegi á heimleið.
Fyrstu árin eftir giftinguna
dvöldust þau Magnús og Vilborg
í Borgarfirði, en fengu svo ábúð
á Sævarenda í Lomundarfirði. Þar
bjuggu þau einyrkjabúskap með
börn sín til æviloka Magnúsar, 30.
nóvember 1807. Dauðamein hans
var sagt langvarandi hitasótt og
brjóstveiki.
Vorið eftir dauða Magnúsar
leystist upp búskapur Vilborgar,
og börnin munu hafa alizt upp á
sveitarframfæri, þar til þau gátu
farið að vinna fyrir sér.
Saga Latínu-Magnúsar varð ekki
mikil né löng á Austurlandi, sem
ekki er að vænta. En mikið orð
fór af gáfum hans. Fátækur ein-
yrkjabóndi, heilsuveill og með
mörg börn á framfæri, markar
ekki djúp spor í sögu á stuttri
ævi. En andlegt atgervi erfist til
niðja og markar sín spor á
söguspjald síðari tíma.
Börn Magnúsar og Ólafar voru
sex: Jón, Ölöf, Guðrún, Þórunn,
Þuríður og Guðný. Verður þeirra
nú stuttlega getið og nokkurra
niðja.
1. Jón Magnússon varð bóndi í
Geitavík í Borgarfirði. Hann átti
Sólveigu, dóttur Jóhannesar stóra
í fjallsseli, Jónssonar bónda í
Möðrudal, Sigurðssonar, „tuggu“.
Sonur þeirra var Þorkell bóndi á
Fljótsbakka í Eiðaþinghá og svarð
tektarmaður, gerathugull maður
og greindur.
2. Ólöf Magnúsdóttir átti Benóní
Guðlaugsson, bónda á Glettinga-
nesi. Börn þeirra voru Brandþrúð-
ur og Magnús, góðum gáfum
gædd, en talin sérlunduð nokkuð.
Brandþrúður giftist ekki, en
Magnús á nú margt afkomenda,
atgervisfólk.
3. Guðrún Magnúsdóttir átti
Bjarna bónda Jónsson í Breiðu-
vík. Börn þeirra voru:
a. Anna, kona Þorsteins bónda
Magnússonar í Höfn. Þeirra börn
voru Magnús í Höfn, Bjarni ljöð-
skáld, fór til Veesturheims, og Jó-
hanna, kona Sigfúsar Ilalldórsson-
ar á Sandbrekku. Þau voru for-
eldrar Þorsteins bónda þar.
b. Jóhanna, kona Bjarna bónda
Pálssonar á Bóndastöðum. Börn
þeirra vorú Guðmundur, kaupfé-
lagsstjóri á Breiðdalsvík og síð-
ar bóksali á Seyðisfirði, og Guð-
rún, kona Halldórs Björnsssonar í
Kóreksstaðagerði.
c. Jón bóndi í Breiðuvík. Dæt-
ur hans voru Guðríður, kona Sig-
urðar Steinssonar á Bakkagerði,
og Guðrún, kona Steins Jónssonar
á Þrándarstöðum.
4. Þórunn Magnúsdóttir, gift
Jóni bónda Bjarnasyni í Geitavík.
Þau áttu átta börn, sem sum fóru
til Ameríku. Dætur þeirra voru
Guðrún, fyrri kona Jóns Benja-
mínssonar á Háreksstöðum, móðir
Gísla skálds og ritstjóra í Winni-
peg og hinna kunnu Háreksstaða-
bræðra eldri. Önnur dóttir þeirra
var Vilborg, seinni kona Eyjólfs
Magnússonar á Ósi og móðir
Gunnsteins skálds Eyjólfssonar.
Þriðja dóttirin var Margrét, kona
Sigtryggs hreppstjóra Benedikts
sonar á Grundarhóli og móðir
Jóns bæjarstjóra Sigtryggssonar
á Seyðisfirði.
5. Þuríður Magnúsdóttir var tví-
gift, fyrr Sæbirni bónda Jónssyni
í Hvannstóði, síðar Agli Árna-
syní, bónda sama staðar. Meðal
barna hennar af síðara hjónabandi
voru:
a. Sæbjörn, bóndi á Hrafnkels-
stöðum, nafnkunnur gáfu- og at-
kvæðamaður.
b. Guðfinna, kona Sigfúsar
bónda Sigfússonar á Skjögrastöð-
um. Dætur þeirra voru Margrét,
Þuríður og Rannveig, allar skáld-
mæltar. Dóttir Rannveigar er Guð-
finna skáldkona (Erla) og hennar
sonur er Þorsteinn skáld Valdi-
marsson.
c. Valgerður, vinnukona lengi á
Hofsströnd, stálminnug og sögu-
fróð.
5. Guðný Magnúsdóttir giftist
ekki og á ekki niðja.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
723