Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 9
Uppskipun í Keflavíkurfjöru á vistum til vitavarðarins við Galtarvita. Synir Óskars ASalsteins vitavarðar, þeir Flosi,
Gylfi og Bragl, halda bátnum föstum, meðan skipverjar bera vörurnar í land. (KB tók allar myndirnar).
Mörgum, er fyrir Vestfirði fara á
sjó, þykir landið heldur kaldranalegt
og hrikalegt. Þverhnýptir hamravegg-
ir ganga þar víða í sjó fram milli
þröngra fjarða., En, sé betur að gáð,
sést, að framan í sumum nesjunum er
það, sem nærri því mætti kalla undir-
lendi, og á þeim mörgum ganga víkur
eða dalverpi inn í klettaríki nesjamúl-
anna.
Þessar nesvíkur standa áveðurs fyr-
ir opnu hafi, og þar er oft ærið veðra-
og brimasamt.'Þó hefur alls staðar
verið byggð eða í það minnsta ver-
staða, þar sem hægt hefur verið að
lenda bát á þessum stöðum Vestfirð-
ingar hafa frá öndverðu verið meiri
sjómenn en bændur, og þeim var það
keppikefli áður fyrr að geta róið frá
stöðum sem næst miðunum, og þvi
teygðu þeir byggð sína og hálfbyggð
eins langt út með fjörðunum og frek-
ast var unnt. Nú er megnið af þessari
fornu byggð farið í eyði, og verbúða-
vist á annafs óbyggðum stöðum heyr-
ir orðið fortíðinni til.
Á sumum nesjunum milli Vestfjarð-
anna standa vitar, og laugardaginn
fyrsta í júnímánuði í vor gerði Árvak-
ur þeim flestum heimsóbn. Við lögð-
um upp frá Látravík á föstudags-
kvöldið og sigldum vestur fyrir Horn.
Straumnesið hafði fengið heimsókn
okkar nokkrum dögum áður. svo að
við gátum með góðri samvizku farið
þar fram hjá að þessu sinni. Og þar
máttu Árvekringar áreiðanlega prísa
sig sæla, því að óvíst er, að hægt
hefði verið að lenda norðan á nesinu
þetta kvöld, eins og þeim hafði tekizt
í fyrsta skipti í áratug, er þeir voru
þar á ferðinni fyrra sinnið. En
Straumnesið telja þeir vitamenn ein-
hvern alversta stað, sem þeim er gert
að koma á, og er þá mikið sagt. Og ég
get vel tekið undir þau ummæli eftir
að hafa stigið þar á land, því hvergi
hef ég augum litið jafnhrikalega
fjöru og óhentuga til gasflutninga og
þar.
En það var sem sagt búið að af-
greiða Straumnesið, og því var haldið
þvert fyrir Djúp og ekki numið staðar
fyrr en norðan við mynni Súganda-
fjarðar. Þar gengur örlítil vík inn í
nesið utan við Göltinn. Sú vík nefnist
Keflavík, og þar stendur einn þeirra
vita, sem áheyrendur veðurfregna út-
varpsins geta ekki hafa komizt h,
að heyra nefndan, Galtarviti. Nafnið
er að því leyti rangnefni. að vitinn
stendur alls ekki á Geltinum, heldur í
Keflavíkinni utan við hann, alveg
eins og Hornbjargsvitinn stendur öld-
ungis ekki á Hornbjargi, heldur aust-
ur í Látravíkinni. En rangnefni af
þessu tagi eru kannski afsakanleg,
því að vitarnir eru kenndir við þá
staði í næsta nágrenni, sem óneitan-
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
729