Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 10
Annar legsteinanna, sem Einar Einarsson reisti á Fjallaskaga á gröfum franskra
sjómanna árið 1954.
lega ber mest’ á og láta mest í augum.
En því nefni ég þetta hér, að ég
þykist hafa orðið þess var, að ókunn-
ugir taki nafngiftirnar bókstaflega
sem heimildir um staðsetningu þess
ara vita og haldi, að Hornbjargsviti
standi á sjálfu Hornbjargi eða að
minnsta kosti nálægt býlinu á Horni,
og Galtarvitinn sé uppi á eða framan
í Geltinum. En þetta er hvort tveggja
rangt eins og fyrr segir.
Við komum að Galtarvita um mið-
nættið, en viðstaða okkar þar varð
styttri en vani er til. Það stafaði af
því, að vitavörðurinn, Óskar Aðal-
steinn rithöfundur, var ekki heima en
synir hans þrír gættu vitans og veð-
urþjónustunnar á meðan. Þeir bræður
töldu öll tormerki á f>ví, að taka við
olíubirgðum til vitans að þessu sinni,
en olíuflutningurinn er seinlegastur
og tímafrekastur þar eins og annars
staðar. Þess vegna var látið nægja að
skipa í land mátvöru og öðrum þeim
nauðsynjum, sem skipi^ var með inn-
anborðs til vitavarðarins, en olían
látin bíða betri tíma. Ekki er hægt að
segja, að skipverjar hafi kunnað þess-
ari breytingu illa, því að tekið var
að líða á vikuna, og áhugi farinn að
vakna á því, að vera komnir suður á
sunnudag, enda ferðin orðin nær því
þriggja vikna löng. Þess vegna gekk
greitt að koma varningnum til rithöf-
undarins á land, og það merktist lítið
á vinnulaginu, að skipsmenn höfðu
verið í nær stöðugri vinnu síðustu
sólarhringana og svefn oft af skorn-
um skammti. Árvakursmenn eru
hraustir og vanir erfiði, sem ekki
þýddi að bjóða óvöldum landkröbb-
um. Ég hafði verið uppi frá því
klukkan fjögur um morguninn, en þá
stigum við á land í Látravík, og ég
verð að játa, að undir morguninn var
ég nær aðframlcominn af svefnleysi,
en skipsmennirnir, sem þó höfðu vak
að miklu lengur og auk þess staðið
í erfiðisvinnu, vissu naumast af því.
Frá Galtarvita héldum við að næsta
vita. Enn hefur ekki verið reistur viti
á Sauðanesinu milli Súgandafjarðar
og Önundarfjarðar, en mér skildist að
það væri annar þeirra staða, sem ráð-
gert væri að réisa víia í náinni
framtíð, — hinn er Kögur og Horn-
ströndum .Þess vegna fórum við fyrir
Önundarfjörð og alla leið vestur fyrir
Barða, sem sumir telja hrikalegasta
útnes á Vestfjörðum. Framan í Barð-
anum er dalverpi, sem kallast Nes-
dalur, og þaðan mun eitthvað hafa
verið róið fyrr á árum, þótt varla hafi
það verið að staðaldri. Nú eru þar
höfð naut til sumardvalar. Nokkru
innan viS þennan dal Dýrafjarðar-
megin, þar sem ströndinni er farið að
halla inn á við, gengur nes nokkurt
út í fjörðinn. Þar heitir Fjallaskagi,
og þar hefur staðið viti í réttan ára-
tug.
Fjallaskagi við Dýrafjörð var býli
fram yfir síðustu aldamót, og þótti
með betri jörðum í Dýrafirði. Ekki
voru það þó landkostirnir til búskap-
ar, sem gerðu Fjallaskaga verðmæta
eign, því að landrými er þar ekki
mjög mikið, heldur hefur nálægðin
við fiskimiðin vegið þyngst á meta-
skálunum. Á Fjallaskaga er lending
allgóð, því að fram af Skaganum
gengur rif langt út í fjörðinn og brotn
ar hafaldan á því, svo að var er þar
innan við. Sakir þessara kosta var
talsvert mikil verstöð á Fjallaskaga,
og bændur innan úr firði reru þaðan
á vorin. Enn standa þar uppi ver-
búðatóftir og jafnvel heil hús, sem
vermenn bjuggu í, og þeir munu vera
allmargir á lífi, sem reru á yngri ár-
um frá Skaga.
Síðastur bóndi á Fjallaskaga var
Jón Gabríelsson, faðir Óskars Jóns-
sonar útgerðarmanns í Hafnarfirði,
og hafði hann talsvert mikið umleikis
í sínum búskap og útgerð. En nú
sjást lítil merki þeirrar athafnasemi,
7.^0
IÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ