Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 17
HEINRICH SCHIRMBECK: NÓTTIN FYRIR EINVlGIÐ - Ungur menntamaður átti í ástar- ævintýri, og eiginmaður konunnar hafði skorað hann á hólm. Hann hlífðist ekki við að gegna karl- mennskuskyldu sinni og tók áskor- uninni. Nóttina fyrir einvígið vakti hann til birtingar og hugaði að vís- indaverkum sínum, því að hann var þess sannfærður, að hann myndi ekki lifa næsta dag. Andstæðingur hans, sem var kunnur samkvæmismaður, var talinn afburðaskytta, og hann hafði æfingu í að binda endi á svip- uð ástarævintýri. Ambroise Bonnard, en svo hét menntamaðurinn ungi, var kominn að því að gera uppgötvun, sem hlaut að gera nafn hans ódauðlegt í heimí vísindanna. Hann átti aðeins eftir að finna tengilið milli tveggja for- múlna, sem saman myndu opna ótelj- andi leiðir til frekari rannsókna. Ambroise Bonnard vissi, að enginn í heiminum, nema hann einn, var fær um að finna þennan tengilið, því að til þess þarfnaðist hugsana, sem lágu langt utan við þann hugmyndaheim, sem var ríkjandi. Enginn hafði áður fjallað um þetta efni jafn ýtarlega og hann, engum hafði verið hrundið til jafndjarfra ályktana. Þegar hann lægi dauður á hólmgöngustaðnum næsta morgun, væri heimurinn orð- inn eínni snilliuppgötvun fátækari og hann sjálfur gæti aldrei orðið ann- að en ungur vísindamaður, sem mikl- ar vonir höfðu verið bundnar við. Vinir hans myndu hrista höfuðið og sízt skilja, hvers vegna hann hefði svikið vísindahlutverk sitt vegna of þaninnar heiðurskenndar. Og það var þó úndarlegast af öllu, að þessar hugsanir voru honum sérle^a ánægju- legar. Þetta var eins konar hefnd gagnvart klækjum heimsins, sem öf- undaði hann af snilli hans og hafði dregið hann á svið, þar sem þau lög- mál réðu, er hann að jafnaði taldi ekki gild fyrir sig. En hann fann til undarlegrar ánægju, einhvers konar þvermóðskufullrar illkvitni, í því að lúta þessum lögum og verða það, sem menn kaíla heimsmaður, og svíkja þannig heiminn um það, sam hann hefði getað veitt honum með örlítilli sjálfsögun. Síðari tímar myndu leita þess lengi árangurslaust með kvölum, blekkingum og vonbrigðum, sem hann tæki með sér í gröfina. Hann sá fyrir sér þá stund, er augu hans brystu, sál hans myrkvaðist og sú snilligáfa hans yrði að engu, sem síð- ar hefði getað orðið tákn um upphaf nýrrar aldar. Hann hló biturlega við þessar hugs- anir og hellti aftur á glasið úr flösk- unni, sem hann drakk úr kveðju- skálina við heiminn. Um miðnætti var barið að dyrum. Hann stóð sein- lega á fætur. Hver gat verið að koma núna? Hann hafði sagt skilið við mennina, hann átti ekkert vantalað við þá Úti fyrir stóð þerna ástkonu hans, vafin innan í kápu, eins og hún vildi leyna þessu næturferðalagi. „Hvað viljið þér?’“, spurði hann ekki höstuglega. „Segið þér húsmóður yðar, að ég fari ekki frarn á neina hinztu ástargjöf hennar, svo að skiln- aðurinn verði ekki gerður erfiðari Sá tími er stuttur, sem ég á eftir Hamingjustundirnar eru ástarinnar, en þessari nótt ver ég í nálægð dauð- ans.“ Hann skalf og vafði flossloppnum fastar um sig. Þernan stóð hálfskelk- uð í óvistlegu, bókmörgu herberg- inu, sem reyndar var aðeins léleg þakkompa, og rétti honum bréf. „Það er frá Madame de Chantilly ‘, hvíslaði hún, „lesið það, í guðs bæn- um, lesið það.“ Hann braut bréfið hikandi upp, og móti ho'.ium streymdi létt ilmvatns- angan. „Ekki einu sinn andspænis dauðanum geta konurnar látið vera að daðra“, hugsaði hann. „Ambro- ise,“ stóð í bréfinu, „ég vil fórna þér öllu. Segðu ekki, að álit mitt í sam- kvæmislífinu sé mér dýrmætara en að lifa alltaf við hlið þína, hvort sem er í blíðu eða stríðu. Farðu með Önnubellu. Hún fer með þig að vagni, þar sem ég bíð þín til að fara með þér hvert, sem þú vilt. Þú þekkir ekki herra de Chantiily. Þetta er ekki fyrsta einvígið hans. Hann gerir út af við þig. En ég vil, að þú lifir, að ást okkar lifi. Kvíddu ekki framtíð- inni. Ég veit, að ég get lifað í ham- ingju og ró með þér. Þú þarft ekki að gefa vísindin upp á bátinn. Er- lendis eru miklir vísindamenn líka hafðir í hávegum. Heloise." Á því var ekki vafi, að þetta var rithönd hennar, sömu léttu drættirnir og á óteijandi miðum. Hann hugsaði ástúðlega til hennar, og mildur logi ástar hans vafðist um hann eins og rósrautt mistur. Freistingin var ínikil. Hvers vegna ekki að njóta ávaxta þeirrar ástar, sem honum var boðin af slíkri göfgi? Hví að hætta ódauð- leikanum vegna heiðursreglna sem giltu ekki fyrir hann, nú, þegar iaun margra ára voru í seilingarfæri við hann? Hann sat lengi á stól sínum og gróf ennið í höndum hér Loks slakn- aði á andlitsvöðvum hans og dapur- legt bros lék um varir hans. Þernan horfði á hann. Hann var náfölur í andliti, í augum hans var dimmur ó- skiljanlegur glampi, er hann greip pennann og skrifaði í flýti taeinar línur á blaðið: „Madame. Það er of seint. — Ég hef ákveðið að uppfylla heiðursskyldu mína. Ekki einu sinni ástarglóðin gæti afmáð þá smán, sem hugleysisflótti myndi skapa mér, og vísindin hafa ekkert aðdráttarafl á slokknaða sál. Lifið þér heilar Aðeins með þessu get ég virt minningu ástar okkar í eilífð- inni. Ambroise.1 Hann braut blaðið saman, stakk því í umslag og rétti þernunni „Færið Madame de Chantilly þetta. Þetta er órjúfanleg ákvörðun Það væri til- gangslaust að berja aftur að dytum hjá mér á þessari nóttu. Ég opna ekki.“ Síðan sökk hann aftur niður í stólinn. Andardráttur hans var höf- ugur. Han hellti víni aftur í glasið, og smám saman færðist hin fyrri kyrrð og viljafesta yfir hann á ný, Hann féll í draumkennda leiðslu. Æviferill hans leið fyrir sjónir hans, bernska hans meðal blómstrandi epla- trjáa í Normandí, námsár hans við verkfræðiháskólann, fyrstu draumarn- ir um frægð og ódauðleika, ústyrkur- inn á undan fyrsta háskólafyrirlestri hans, hamingja djarfrar fróðleiks- fýsnar, álit vina hans, hvítt hörund þeirra fögru stúlkna, sem höfðu lyft hugmyndaflugi hans, algleymi forboð innar ástar. Hvers hafði hann að vænta af lífinu? Hann hafði not- ið alls og fyrirleit endurtekningar. Hann tæmdi hvert glasið á fætur öðru. Andi hans varð stöðugt hlýrri, stöðugt fjörmeiri, hann var kominn að því að taka flugið og yfirgefa þrengsli skilningarvitanna. Óþekkt hugmyndatengsl flæddu yfir hann víð venjulegar aðstæður, en nú ferðu þau hann aðeins heitari og hamingju samari. Honum fannst hann alltaf hafa vitað, að þessi stund myndi ein- hverntíma koma, stund hins skyndi- lega innsæis, er léti hann sjá allt T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 737

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.