Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 14
Hnyklar reyks við himin bera,
hiti upp úr gjótum leitar.
Klerkar fyrir sér krossmark gera
og keyra heim til Mývatnssveitar.
Rætt er um í bílum betur
brennisteinsþef og sitthvað fleira.
Mér er sem ég sjái Pétur
sitja þarna á milli þeirra.“
Við þennan óvænta ábæti lyftist
heldur brúnin á mér, því að þetta
voru sannkallaðar rúsínur. Og mér
þykir líklegt, að einhverjir prestar
eigi eftir að góma þær. En — af ein-
skærri fyrirhyggju bið ég þá samt
blessaða að fyrirgefa okkur Benedikt
þessi sundurleitu og óneitanlega svip
ljótu hugarfóstur, sem svo oft ásækja
gamlar refaskyttur.
Takmarkiuu náð.
En svo var það Knebelsvarðan.
Þangað fóru flestir til að sjá nöfn
Þjóðverjanna, Walters von Knebel
og Max Rudloffs, er drukknuðu í
Öskjuvatni sumarið 1907. Og ekki
vissi ég betur en skrifuð væru nöfn
flestra, sem í förinni voru í bókina,
sem þar er gengið svo vel frá, að af
Jer. Piestir snéru þó fljótt við og
settust inn i jeppana, sem lagt var
í skipuiegri röð á vesturbarm Vítis.
Þar fengu menn sér miðdegishress-
inguna, þótt seint væri, klukkan að
ganga sex.
Svo var lágskýjað yfir Öskjuvatni
sunnan til, að aðeins einu sinni þótt-
ist ég sjá grilla í eyjuna, sem mynd-
aðist þar árið 1926. En þegar ég
stóð við Knebelsvörðuna í fyrsta
sinn á barmi þess vatns, sem ávallt
hefur verið sveipað óræðum, en þó
seiðmögnuðum dularslæðum í minn-
ingalundum mínum, flaug margt
um hugann. Sex ára drengur hlust-
aði ég hálfsmeykur, en þó hugfang-
inn á sorgarsöguna um Þjóðverjana
tvo, sem þarna hurfu, og talið var
öruggt, að hefðu drukknað, þótt
aldrei fyndist neitt, er sannaði til
fulls, að svo hefði verið. Þá hefðu
heldur aldrei látið á sér bæra þær
illu nornir, er hvísluðu í eyru sumra
ærumeiðandi getsökum um glæpa-
hneigð félaga þeirra, Hans speth-
mann. Og því miður eru þessar illu
nornir enn að hvísla. En ég man
líka vel eftir því, að skömmu eftir
að slysið varð í Öskju, heyrði ég
Þórð föðurbróður minn frá Svartár-
koti, sem var tvisvar með í leitinni
að jarðneskum leifum þeirra félaga,
Rudloffs og Knebels, lýsa vatninu
ægidjúpa og öllu umhverfi þar ná-
kvæmlega. Þórður sagði, að grjót-
hrun og skriðuföll úr Þorvaldsfjalli,
sem þarna væru mjög tíð á þessum
tíma árs, gætu myndað svo öfluga
báru, að bátnum hefði getað hvolft
eins og trogi, og hvað þá, ef steinn
hefði lent h hann. Isskarir, vindsveip-
ar og jafnvel smávægileg ógætni,
gæti haft sömu afleiðingar, og kuld-
inn væri víðast svo bitur, að engum
var fært að þreyta þar langt sund.
Eftir kynni sín af vatninu og um-
hverfi þess, sem Þórður sagðist hafa
athugað vandlega, taldi hann litlar
líkur til þess, að nokkurn tíma fynd-
ist neitt meira en orðið var, er skýrt
gæti, hvernig slysið hafði viljað til.
Sjálfur var hann sannfærður um, að
þeir félagar hefðu drukknað, því að
hann talaði um bátinn sem mann-
drápsskel, er hefði sokkið um leið
og hann fylltist af vatni. Hann lét
einnig skína í það, að hefðu þeir
ekki haft hann með í förinni, held-
ur t. d. trébát, sem flaut, hefðu þeir
átt eftir að vinna hér mikið verk og
merkilegt.
Þar sem ég nú stóð' þarna við
Knebelsvörðuna og horfði suður yf-
ir vatnið, liðu fyrir hugarsjónir mín-
ar myndir af unnustu Knebels —
ungfrú Grumbkow. Sumarið eftir
að slysið varð, kom hún til að sjá
— með eigin augum — þann stað, er
Knebel hafði gengið sín hinztu spor.
Og eftir rúmrar viku leit, ásamt fé-
laga sínum, er hún síðar giftist,
hlóð hún þessa vörðu. Vegna þessa
atburðar munu margir hafa numið
hér staðar síðar, og þó verða þeir
langt um fleiri, er ár og aldir líða,
til þess eins að renna hlýjum huga
til þessarar þýzku konu fyrir tryggð
hennar. Slík för var þá ekki heigl-
um hent fyrir íslendinga sjálfa, hvað
þá erlendar konur. En hún kom til
þess eins að leita sér og öðrum ást-
vinum hinna horfnu landa hennar
Tiokkurrar svölunar í þungum
harmi með því að kynnast hér af
eigin raun þeim válegu öflum, er hér
ríktu og urðu þeim að fjörtjóni. Ef
til vill gæti hún fengið þá gátu
ráðna. Og með sjálfri sér hafði hún
heitið því, að til þess skyldi hún
gera allt, sem í hennar valdi stóð.
Ungfrú Grumbkow kom í Öskju
ásamt fylgdarmönnum sínum seint
um kvöld, 14. ágúst 1908. Þá var
stafalogn, og sólarglampar léku um
Þorvaldsfjall í ólýsanlegu litaskrúði,
og mynd þess endurspeglaðist í fag-
urskyggðum vatnsfletinum. Slíka
liti og slíka fegurð í faðmi hljóðrar
og tiginnar hamrahallar hafði hún
aldrei augum litið. Hún nam staðar
og mælti lágt, en af mikilli hrifn-
ingu: „Sokkin Paradís."
í dagbók sína skrifar Grumbkow
meðal annars um þennan stað: „Hér
er allt hreint og ósnortið, eins og
hönd skaparans ^gekk frá því. —
Hingað nær hávaði og ófriður ver-
aldarinnar aldrei, — stagl og strit
fjöldans, sem þjappast saman í
þröngum hýbýlum, misræmið og
matstritið. —“
En sú mynd af unnustu Knebels,
sem mér hefur alltaf verið kærust,
birtist mér á þessari stund óvenju
734
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ