Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 5
næst, að Pálínu birtist sýn í svefni. Þótti henni sem á sinn fund kæmu tveir karlmenn og ein kona og þökk- uðu henni varðveizlu beinanna, en báðu hana þó að hlúa betur að þeim. Sungu þau síðan sálm og lauk með því draumnum. Ekki getur þess, hvað þau Magnús og Pálína ræddu sín á milli um þenn- an draum, en báðum mun þeim hafa fundizt rétt og skylt að sjá betur fyrir beinunum, enda mun hafa hvarfl að að þeim, að fólk það, sem vitjaði konunnar í draumnum, ætti hér með sitt að sýsla. Þótti þeim ráð að grafa 'beinin sem næst þeim stað, er þau höfðu fundizt á, en þó svo, að þau væru óhult í sjávargangi. Voru þau iátin í kistil, sem Magnús gróf í mónum úti á bökkunum, skammt frá fundarstaðnum, þegar klaki var úr jörðu. Ef til vill hafa þau Pálína raulað sálminn, sem hún heyrði sung inn í draumnum, yfir hinni litlu gröf, þó að þess sé ekki getið. En þess var ekki langt að bíða, að meira fyndist af mannabeinum þarna á Hvaleyrarbökkum. Haustið 1924 veitti Magnús því athygli, að bein voru í fjörunni og fleiri stóðu út úr rofinu. Safnaði hann þeim saman og gróf síðan nokkuð í bakkann fyrir forvitnis sakir. Fann hann þar tvær hauskúpur til viðbótar og mörg bein önnur úr tveim mönnum, ásamt ein- um hornhnappi. Nú var fólkinu í Hjartarkoti nóg boðið, er mannabein hlóðust að því með þessum hætti, og varð það fanga ráðið að láta fornminjavörðinn, Matt hías Þórðarson, vita um þetta. Skoð- aði hann höfuðkúpurnar, sem báðar voru heillegar, og komst hann að þeirri niðurstöðu, að önnur myndi af manni, sem kominn hefði verið allmjög til aldurs, er hann dó, en hin af miðaldra manni. Tjáði Magnús honum, að glöggt hefði mátt sjá, að eldri maðurinn hefði ekki verið lagð- ur til, því að hann hefði sýnílega verið krepptur í gröf sinni, og öll hefðu beinin verið þétt saman. Nú leið og beið, því Matthías hafði ekki tök á því að sinni að kanna , sjálfur stað þann, er beinin fundust á. Voru beinin því geymd og ráðstöf- un þeirra látin bíða betri tíma. Og meðan þess var beðið, að fornminja- vörður kæmi á vettvang, skeggræddu menn sín á milli um það, hvernig staðið gæti á þessum beinum í Hval- eyrarbökkum. Það var raunar kunn- ugt, að á Hvaleyri hafði lengi verið kirkja, sem ekki var íekin af fyrr en árið 1765. Sást þar enn fyrír kirkju- garðinum í túni heimajarðarinnar, og hafði hann ekki verið þar, sem bein- in voru. Þá var enn fremur kunnugt, að þýzkir kaupmenn áttu kirkju í Hafnarfirði á 16. öld, og sjálfsagt hafa þeir farmenn þýzkir, er létust í íslandsferðum, verið grafnir við hana En engin líkindi voru til þess. að hún hefði stpðið yzt á sjávar- bökkum á Hvaie" i, auk þess sem allt bentí til þess, að þeir menn, sem þarna hvíldu, hefðu verið dysj- aðir utan gairðs, án þess umbúnaðar, er siður var að veita líkum í vígðum reitum. Bar því allt að þeim brunni, að þarna lægju annað tveggja sekir menn eða útlendingar, sem ekki þóttu þess verðir að hvíla meðal ann- arra kristinna manna, kasaðir af óvin um sínum eða minnsta kosti þeim, er ekki vildu við þá kannast sem bræð- ur í Kristi. Nú voru uppi ýmsar sagnir um um erjur og bardaga á þessum slóð- um, er enskir og þýzkir kaupmenn lögðu hvað mest kapp á að ná hér fót festu. Þess vegna tóku menn að fletta í gömlum annálum og leita þar frá- sagna, er gætu leyst þessa gátu. Biskupaannálar Jóns Egilssonar í Hrepphólum geymdu tvær sögur, sem menn stöldruðu við. Þar var sagt, að ábótinn í Viðey á dögum Magnúsar Eyjólfssonar, sem biskup var í Skál- holti 1477-1490, hefði í kringum 1480 ráðizt með liðsafla á Englend- inga, er lágu við Fornubúðir í Hafn- arfirði, fyrir þær sakir, að þeir höfðu rænt skreið klaustursins. Hefivr þessi ábóti verið Steinmóður Bárðarson, harðskeyttur maður og mikill fyrir sér. Hafði hann sigur í orrustunni, en mannfall hefur nokkurt orðið, því að þar lét lífið sonur ábótans, er Snjólfur hét. í öðru lagi kunni Jón Egilsson að greina frá öðrum bardaga á þessum sömu slóðum mílli Eng- lendinga og þýzkra kaupmanna, Ham borgara. Lutu Englendingar í lægra lialdi í þeirri viðureign fyrir Þjóð- verjum, sem „rýmdu hinum burt ög fluttu sig fram á eyrina og hafa ver- ið þar Síðan.“ Þetta gerðist kringum 1518. Leizt mönnum fljótt, að þarna á Hvaleyrarbökkum myndu Englend- ingar, sem fallið höfðu í öðrum hvor- um þessara bardaga, hafa verið heygð ir, því að einsýnt var, að bæði ís- lenzkir menn og þýzkir, er féllu í þessum bardögum, hefðu verið færð- ir til kirkju. Er ekki ólíklegt, að um þetta leyti hafi ýmsum orðið tíð- litið til þeirra staða, þar sem hinir ensku og þýzku kaupmenn höfðu bækistöðvar sínar endur fyrir löngu. Á eyrinni, þar sem nú heitir Skip- hóll, voru búðir Hamborgara, en í túnfæti fyrir austan Hjartarkot voru vallgrónar rústir tveggja stórra búða: Fornubúðir, þar ,.em hinir ófyrir- leitnu Englendingar lágu með kaupskip á dögum Steinmóðai ábóta. Það mátti að sönnu láta sér til hugar koma, að Jón í Hrepphólum hafi ekki kunnað1 glögg skil á hin- um gömlu erjum í Hafnarfirði — jafnvel, að sitthvað væri missagt í fræðum hans. Hann fæddist sjálfur ekki fyrr en um miðja sextándu öld, svo að margt það, sem um þessi stórtíðindi hafði verið sagt, gat af- bakazt, áður en hann nam söguna, einkum hvað varðaði hinn fyrri bar- daga, er Viðeyjarábóti átti við Eng- lendinga. En engin ástæða er til þess að rengja það, að þarna hafi mannskæð átök orðið, enda segir Jón Guðmundsson lærði einnig frá því í rtií sínu „um ættir og slekti“, að forfaðir sinn, Magnús Auðunsson hins ríka, hafi fallið á Jófríðarstöð- um „í því engelska Hafnarfjarðar- stríði fyrir svik landsmanna." En meðan þeir, sem gaman höfðu af að vita skil á því, sem gerzt hafði í fyrnsku, veltu fyrir sér sögubrot- um úr fornum ritum og reyndu að tengja þau við beinafundinn, hug- leiddi bústýran í Hjartarkoti, hvern- ig mannabeinunum úr bökkunum yrði veittur sómasamlegur umbúnað- ur til frambúðar, því að henni var kunnugt orðið, að Matthías forn- minjavörður hafði ekki hug á að varð veita þau. Og eftir því, sem hún hugsaði meira um þetta, varð henni það hugleiknara, að þau yrðu grafin í kirkjugarði með nokkrum yfirsöng. Með því fannst henni helzt verða úr því bætt, að þessir menn höfðu verið dysjaðir á víðavangi, ef til vill vopn- bitnir, fyrir. mörg hundruð árum. Kom þar, að hún leitaði hófanna um það við sóknarprest sinn, séra Árna Björnsson í Görðum, að hann greftr- aði beinin, þegar það væri tímabært Séra Árni leit þetta nokkuð öðr um augum en Pálína í Hjartarkoti. Hann færðist undan því að jarð- syngja beinin, en Pálína sótti þeim mun fastar á, og þegar hún fékk engu um þokað, sneri hún, eða það Hjartarkotsfólk, sér Til biskups í þeirri von, að hann vildi taka af skar- ið. En þegar biskup fékkst ekki til þess að skipa séra Arna að verða við óskum Pálínu, fór málíð að vand- ast. Þegar hér var komið, mun fólkinu í Hjartarkoti hafa verið orðið mikið kappsmál, að beinin yrðu grafin í kirkjugarði, enda greip það nú til þess ráðs að segja sig úr þjóðkirkj- unni og ganga í fríkirkjusöfnuðinn í Hafnarfirði. Séra Ólafur Ólafsson var prestur fríkirkjusafnaðarins, og hann tjáði sig fúsan að jarða beinin með þeim hætti, er Hjartarkotsfólki mátti vel líka. En ekki var það unnt fyrr en Matthías Þórðarson hafði gert þær athuganir, er hann taldi við eiga. Ekki varð úr því fyrr en í ágúst- mánuði, að Matthías kæmi suður á Hvaleyri til rannsókna. Gróf hann þá í bakkann, þar sem Magnús Benja- mínsson hafði fundið beinin úr mönn um tveimur. Fann hann þar bein úr neðri hluta annars mannsins, sem önnur hauskúpa var úr, svo sem fimmtíu sentímetra undir grassverð- inum. Þessi bein voru heilleg, og mældust lærleggirnir fimmtíu senti- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 725

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.