Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 4
Séð yffr Hafnarfjörð. Hvaleyri gengur fram neðst tíl vinstrí á myndinni. • ••••»! PSTOSS Það var 24. dag ágústmánaðar árið 1925 — kyrrlátan, hlýjan síðsumar- dag, þegar háin á Jófríðarstaðatúni var eins og dimmgrænt flos og fífl- arnir i hrauninu fyrir löngu orðnir að biðukollum. Á götum Hafnarfjarð- ar voru fáir á ferli, því að sumir voru í síld fyrir norðan, aðrir í kaupavinnu fyrir austan fjall eða uppi í Borgarfirði og nokkrir kannske í vegavinnu með Sigurgeiri Gíslasyni. Samt er eitthvað á seyði við frí- kirkjuna. Þar er fólk á rjátli, líkt og það sé að bíða eftir einhverju. Og nnan lítillar stundar heldur en- kennilegur hópur af stað suður bæ- inn. FremStUr gangur aldurhniginn '-óndi, og teymir hest með kerru í eftirdragi. Á henni er svartur kassi, áþekkur líkkistu, en ekki nema svo sem tvær álnir á lengd, og ofan á honum er lítill blómsveigur. Á eftir cerrunni þrammar kona um fimm- ugt og unglingsstúlka í gatslitinni kápu, á að gizka þrettán ára gömul, og fast á hæla þeim koma fáeinar konur flestar rosknar. Aftast fer bif- miiXm reið, og í henni situr frlkirkjuprest- urinn hempuklæddur, ásamt prúð- búnum, miðaldra embættismanni, sem af einhverjum sökum lætur sig það varða, er hér fer fram. Það er ekki um að villast: Þetta er líkfylgd, og upp í kirkjugarð er stefnt. Vegfarendur kunna að hafa dregið þá ályktun af hinni litlu kistu, að hér væri verið að færa til grafar stálp að barn. Það mátti vel ímynda sér, að það væri móðir barnsins og systir, er gengu næstar kerrunni. En hafi einhverjum dottið þetta í hug, þá fór hann villur vegar. Hér var engin syrgjandi móðir að fylgja barni sínu að grafarþrónni, engin tárfellandi systkini — yfirleitt enginn maður, sem átti neinum þeim á bak að sjá, -er honum var kær eða hann hafði kynnzt. Samt létu þau sér harla annt um þessa athöfn, bóndinn, sem teymdi vagnhestinn, og konan og telpan, sem á eftir kerrunni gengu. Presturinn og embættismaðurinn í bifreiðinni voru þarna að rækja starfsskyldu, en aðrir fylgdust með fyrir forvitnis sakir eða í hæsta lagi þeim til samlætis, er tii þessarar jarðarfarar höfðu stofnað. Við kunnum ekki frekar að lýsa þessari útfararathöfn, enda skulum við nú hverfa suður á Hvaleyri. Um þessar mundir og alllengi síðan bjó í Hjartarkoti, er raunar mun hafa verið nefnt Hjörtskot þar syðra, Magnús Benjamínsson, ættaður aust- an úr Ölfusi, og hafði sér við hlið bústýru, Pálinu Margréti Þorleifs- dóttur, kynjaða úr Þingvallasveit. Þar var og á bæ Sigríður Elín Magn- úsdóttir, fósturbarn komið að ferm- ingu. Nú hagaði svo til á Hvaleyri, að sjór braut þar nokkuð af túní annað veifið, þegar hafgangur var mikill við bakka þá, er þar verða. Undirstaða bakka þessara er berg, en ofan á því þykkt moldarlag, sem sjór- inn sleikti. Skömmu fyrir aldamót- in síðustu hafði orðið vart manna- beina í rofinu, og stöku sinnum bar við, að beinaleifar sáust í fjörunni. Nokkru eftir að Pálína gerðist ráðskona hjá Magnúsi í Hjartarkoti, sennilega haustið 1922, fann hún þarna mannabein í rofbakka, höfuð- kúpu og hálslið. Tók beinin í sínar vörzlur, svo að þau veltust ekki i reiðuleysi i fjörunni. Sjálfsagt hafa henni verið bein þessi hugstæð, enda ekki alsiða, að bústýrur á íslandi hafi mannabein í fórum sínum. En hvað sem um það er, þá gerðist það þessu 724 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.