Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 20
urinn varð mörgum sinnum léttari fyrir hestana. Venjulega vonjm við fjórtán tíma, frá því að við fórum að kvöldi og þar til við komum að morgni. Fæði höfðum við hjá ábú- anda og eiganda jarðarinnar, sem var ekkja með sex börn, öll innan við fermingu. En stjúpsonur hennar, Ungur maður, var ráðsmaður hjá henni. Þessi kona var hið mesta ljós og höfðingskona í öllum útlátum. Hún varð mér strax sem móðir og reyndi eftir getu að hlynna að mér, einkum eftir að við fórum að vinna á nóttunni. Ég fékk því nokkurs kon- ar sonarást á henni, sem varað hefur allt mitt líf, þótt ég sæi hana ör- sjaldan eftir þetta. Seinustu vikuna okkar við þessa flutninga var mikið sólfar á daginn, en frost á jörð uppi á heiðinni. Þá gekk okkur mikið betur. Við höfðum orðið að hafa tvo íesta fvrir hverj- um staur upp heiðarbrekkurnar og fórum þó ótai króka til þess að ská- sneiða brekkurnar sem mest. Upp- haflega var reynt að hafa smásleða- "rind með tveimur rimum undir 'ildari enda stauranna. En það reynd ist ekki gerlegt, því að staurinn losn- aði alltaf úr öllum böndum og valt um, svo að sieðinn .enti ofan á Þá tókum við það til bragðs að reka venjulega skeifu í gildari endann ,»g krækja henni í keflið, sem var fast við dráttartaugarnar Þá gekk allt að óskum. en varast varð að láta staur- inn rekast nokkurs staðar i, því að þá hvekktust hestarnir og vildu gefa allt frá sér. Oft var fagurt að morgni dags að líta yfir héraðið af héiðar brúninni í geislandi morgunsólinni. og sjá reykinn á bæjunum, sem blöstu við. bæði í Hlíðinni og Tung unni Við vorum syfjulegir, þegir við röltum niðUr heiðarbrekkurnar á eft ir hestunum, sem nú virtust mjög þreytulegir eftir stranga og erfiða nótt. Mófuglarnir skemmtu okkur með margradda söng sínum, og spó- inn var svo undur félagslyndur að fylgjast með okkur og syngja hvell- um rómi: vell-ell-ell-ell, alveg eins og þegar hann fagnaði vini sínum. Páli skáldi Ólafssyni. Klukkan var sjö, þegar við kom- um í Fossvöll. Hundarnir voru alveg hættir að koma geltandi á móti okk- ur. í þess stað biðu þeir okkar i hlaði og komu s.vo með dinglandi skott og væntu þess að fá vingjarn- legt klapp á kollinn. Síðan lögðust þeir aftur í bælin sín og létu sig engu skipta, þótt sveimur af fiski- flugum flygi sönglandi i kring um þá og settist öðru hverju á hausinn á þeim. Þetta hlaut að verða sérlega góður dagur, með sterku sólskini og sunnanandvara. Mig langaði ekkert til þess að hátta ofan í rúm, svo að ég greip regnfrakka, sem ég átti hangandi í bæjardyrunum, og gekk með hann á handleggnum norður fyrir bæinn og út að Laxánni, sem rennur rétt í túnfætinum. í ánni er dálítill foss, rétt fyrir ofan bæinn, og sennilega dregur bærinn nafn af þeim fossi. Ég rölti upp með ánni og upp að fossinum. Beggja megin við fossinn eru klettar, sem mynda svolítið gil. En norðan við ána er lítill grasigró- inn hvammur. Þarna er ágætt að sofa, hugsaði ég, um leið og ég stiklaði yfir ána, sem nú var eins og smálækur. Ég leitaði uppi smábarð, sem mætti nota sem höfðalag. Þar fleygði ég mér út af í grasið og breiddi kápuna ofan á mig, síðan dró ég húfuna mína ofan á ennið og niður fyrir augun. Ég heyrði suðið í fossinum og fann titring í árbakk- anum af fallþunga hans. Þetta hlaut að vera svæfandi. En það fór ekki vel um höfuðið á mér, og ég óskaði þess innilega, að nú væri koddinn minn horfinn til mín. Um þetta var ég víst að hugsa, þegar ég sofnaði. Ég vaknaði við það, að sólin skein beint í augu mér. í svefninum hafði höfuð mitt oltið út af þúfunni, óg um leið hafði húfan fallið aftur af höfðinu. En hvað var nú þetta? Höfuð mitt lá á svolitlum svæfli. sem ég kannaðist ekkert við. Hvaðan var hann kominn? Og hver hafði komið með hann? Það gat ekki verið nema um eina manneskju að ræða, og það var húsmóðirin á heim ilinu. „Guð blessi hana fyrir hugulsem ina,“ hugsaði ég og hélt svo áfram að sofa. Þá var kallað á mig, því að nú átti ég að koma heim að borða. Ég fór að þakka konunni fyrir koddann, sem hún hefði verið svo elskuleg að færa mér. Hún horfði undrandi á mig: „Ég hef ekki fært þér neinn kodda,“ sagði hún. „Hver getur þá hafa gert það?" „Það get ég ekki sagt neitt um, en hvar er þessi koddi?“ „Ég stakk honum inn í klettagjótu og ætla að geyma hann þar til morg- uns, þvi að ég er staðráðinn í því að sofa nú upp við fossinn á hverjum degi, það sem eftir er.“ Nú féll talið niður. Hver dagur- inn leið af öðrum, og ég svaf alltaf á sama stað í hvamminum og notaði litla koddann. Loks voru allir staur- arnir komnir á .úna staði, enda var byrjaður túnasláttur, og síðustu dag- ana höfðum við séð, hvernig skákirn- ar smástækkuðu umhverfis bæina, þar sem verið var að slá. Engir urðu eins fegnir því, að þessu var lokið, og hestarnir, sem höfðu reynzt okkur vel, þrátt fyrir mikla notkun og of lítið kjarnfóður. Það var eins og þeir fyndu það á sér, að nú ætti að halda heim, þegar við vorum að leggja reiðingana á þá. Þeir voru rólegir og notuðu hvert tækifæri til þess að stelast út í túnið og fá sér nokkra munnbita af grænni töðunni. Allt var tilbúið, aðeins eftir að drekka skilnaðarkaffi með húsfreyj- unni. En ég átti líka eftir að kveðja hvamminn minn og sækja koddann minn. Ég fór því ekki inn að drekka kaffið, en rölti í hægðum mínum upp í fossgilið, stiklaði yfir ána og tyllti mér andartak niður á stein og starði í fossinn. Ég vildi festa mynd hans í huga mér. En nú var ekki til set- unnar boðið. Ég gekk að klettaskor- unni, þar sem koddinn var geymd- ur, og ætlaði að grípa hann með mér. En þar var enginn koddi. Undrandi stóð ég og starði á klettinn og vildi ekki trúa þessu. Þarna gat engin skepna náð til, og hver var þá valdur að hvarfi koddans? Hryggur í huga rölti ég heim. I dyrunum stóð hús- freyjan með sinn heillandi gæðasvip og sagði mér, að nú mundi kaffið vera farið að kólna. Hún sá, að mér var ekki eins létt í skapi og vana- lega. „Ert þú eitthvað lasinn?" spurði hún. „Nei það er ekkert að mér.“ „Ég er hrædd um, að eitthvað óþægilegt hafi komið fyrir þig — þú ert ekki vanur því að vera svona dauf ur í dálkinn.“ „Svæfillinn minn er horflnn," sagði ég. Hún horfði á mig meðaumkunar- augum. „Blessaður drengurinn," sagði hún, „þú ert svo ungur ennþá og veizt ekki um öll þau vonbrigði, sem eiga eftir að verða á vegi þínum, ef þér verður ætlað langt líf. Mér hefur skil- izt, að þú hafir ekki komið með þennan kodda með þér og þar af leiðandi ekki átt hann. Sá, sem kom með koddann til þín, hefur aðeins lánað þér hann. Við skulum hugsa okkur, að það hafi verið huldukona, sem eigi heima þarna á bak við foss- inn. Hún hafi séð, að þig vantaði þetta og viljað gleðja þig. En þegar þú þurftir ekld lengur á honum að halda, þá hefur hún lekið eign sína aftur.“ Við gengum saman inn í stofuna. Ég fann, að frammi fyrir lífsreynslu og þekkingu þessarar konu var ég alveg orðlaus, en á örskammri stund hafði henni tekizt að sannfæra mig um einföldustu staðreynd mannlegs lífs, að við erum ætíð vegfarendur og höfum allt að láni, sem hlotnazt oss í lífinu. En var það þá huldukona, sem lán- aði mér svæfilinn? 740 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.