Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 6
Grannþjóð fyrir austan haf: _;_;_;_____- . . ....... ____ m LAPPA AD FOPNU OG NÝJU metrar á lengd. Haíði hægri hand- leggur verið sveigður yfir manninn miðjan, og þótti Matthíasi ekki vafi leika á því, að þessi maður hefði ver- ið lagður til líkt og venja var á mið- öldum. Þegar hann hafði tekiö upp þessi bein, var grafinn upp kistill sá, er í var hauskúpan og beinin, er Pál- ína í Hjartarkoti fann í öndverðu. Var hún þar í mónum, er Magnús visaði til, og reyndíst kúpan af ung- um manrri. Þegar Matthías hafði þetta starfað, seldi hann þeim Magn- úsi og Pálínu beinin í hendur, kvaddi og hélt á brott. Nú var það eitt eftir að neyta þess, að séra Ólafur fríkirkjuprestur vildi syngja yfir beinunum. Og það var ekki látið dragast úr hömlu. Maður- inn, sern teymdi vagnhestinn, er vik- ið var að í upphafi þessarar frásagn- ar, var Magnús í Hjartarkoti, og i litlu kistunni á vagninum voru bein- in úr Hvaleyrarbökkum. Pálína bú- stýra og. Sigríður litla Elín fylgdu fast á eftir, og Matthías fornminja- vöi’ður, sem var inanna háttvísastur, hafði ekki hliðrað sér hjá þeirri fyr- irhöfn að vera við þessa athöfn. Það var hann, prúðbúni maðurinn, sem sat í bifreiðinni hjá séra Ólafi. Og blómsveigurinn litli, sem. á kistunni lá — hann hafði sent ónafngreind kona í lteykjavík, er spurnir hafði af þessari greftrun, er vakti nokkra athygli a sinni tíð — kannski mest sökum þess, hve harðsótt var að fá henni framgengt. Það er ekki til nákvæm lýsing á útfararathöfninni. En sjálfsagt hefur hún verið mjög látlaus. Það var mik- ilvægast, að beinin hlytu leg i vígðri mold með droftinlegri blessun og fyrirbænum. Líklega hefur séra Ólaf- ur, sem var manna málsnjallastur, flutt dáiítinn ræðustúf, enda til þess- arar útíarar stofnað með þeim hætti, að honum hafa legið orðin létt á tungu. En þetta var stutt athöfn, og inn- an lítillar stundar, er henni lokið. Þegar beinakistunni hefur verið sökkt í gröfina í kirkjugarðinum of- an við Jófríðarstaði og séra Ólafur kastað á hana rekunum, tekur Magn- ús Benjamínsson skóflu og mokar ofan í. I-Iann skéfur moldina vand- lega upp úr grassverðinum og hreyk- ir vel yfir gröfina. Þegar hann hefur lokið því verki, taka þær Pálína og Sigríður Elín blómsveiginn og leggja hann ofan á. leiðið. Þá er þessu lokið. Beinunum hefur verið sýnt sú tillits- semi, sem er á valdi fólksins í Hjart- arkoti, og fólk aftan úr öldum þarf ekki framar að koma til bústýrunn- ar í draumi til þess að bera henni tilmæli sín. En það er eftir að borga greftrunarkostnaðinn, og það ætlar fólkið í Hjartarkoti að gera, úr því að tilveran skákaði því niður þarna á Hvaleyrinni og beinin komust í Framhald á 742. síðu. Lappar byggja nyrztu héruð Nor- egs, Svíþjóðar og Finnlands og dá- lítinn skika af hinu víðfeðma landi, Rússlandi, norðvestanverðu. Þeirra getur snemma á öldum í evrópskum bókmenntum, enda hefur mönnum löngum þótt forvitnilegt að kynnast siðum og háttum fjarlægra og fram- andi þjóða. Stundum hefur áhugi manna á Löppum verið nokkrum ótta blandinn, því að fljótt lagðist það orð á, að þeir kynnu margt fyrir sér, og ekki væri það allt hvítagaldur, sem þeir hefðu um hönd. Elzt kunnra sagna af Löppum er lýsing róm- verska sagnaritarans Tacitusar á lífi þeirra og hátterni. Hún er skráð ár- ið 98 eftir Krists burð, sama árið og Trajanus varð keisari Rómar og voldugasti maður heimsbyggðarinn ar. Tacitus segir Lappa eða Finna (fenni) eins og hann nefnir þá vera villimannlega í háttum og bláfátæka, þeir eigi sér hvorki hesta né híbýlí. Þá segir hann og, að þeir búi örvar sínar beinoddum sakir skorts á járni. Býsantínski sagnaritarinn Prokop- ios, sem uppi var á sjöttu öld eftir Krists burð, getur Lappa í einu rita sinna og nefnir þá „skrithiphinoi,“ sem er raunar ekkert annað en lat- nesk umskrift á hinu forna, norræna heiti á Löppum, en forfeður okkar nefndu þá Finna eða Skriðfinna. Lappar hafa alla tíð verið skíðamenn miklir, enda hagar þannig til í landi þeirra, að óhægt er um öll ferðalög að vetrarlagi öðrum en þeim, sem eru skíðamenn góðir. Svo furðuleg hefur norrænum tnönnum þótt skíða- kunnátla þessarar þjóðar, að í munni þeirra hefur hún fengið nafn sitt af því. í Haraldar sögu hárfagra eru Gunnhildi, sem síðar varð drottning Eiríks konungs blóðöxar, lögð í munn þessi ummæli um Lappa tvo, sem hún dvaldist með: „Þeir kunnu svo vel á skíðum, at ekki má forðask þá, hvártki menn né dýr - - - .“ Til er siglingavísa forn, sem víkur einnig að þessu. Hana hefur einhver skáld- mæltur maður, sem nú er ókunnur, ort á siglingu frá Noregsströndum norðanverðum út á íslandshaf. Hún er svohljóðandi: Erum á leið frá láði liðnir Finnum skriðnu, austr sé ek fjöll of flausta ferli geisla merluð. Auðsætt er, að lengi framan af hef- ur norræna nafngiftin tíðkazt meðal latneskra rithöfunda, því að hínn há- lærði Paulus Diconus, sem uppi var nokkrum öldum síðar en Prokopios og reit sögu Langbarða, notar hana einnig, þótt hann stafsetji hana nokk uð á annan veg en Prokopios. I hans munni verður nafnið „scritob- ini“. Finnar, hið gamla norræna heiti, hefur varðveitzt I Noregi allt til þessa dags, og enn er Finnmörk notað i íslenzku sem nafn á Lapplandi. Heitið Lappar eða Lappland er hvergi að finna í rituðum heimild- um, fyrr en kemur fram um alda- mótín 1200. Þá getur Saxo Gramma- ticus á einum stað í ritum sínum um „utraque Lappia“ og á þar við hér- uðin umhverfis Kyrjálaflóa. Lappia" mun leitt af „Lappi,“ sem er finnska heitið á Finnmörk, en hefur ef til vill upprunalega merkt „afskekkt og eyðilegt hérað“ að sumra dómi. Sið- ar hafi þetta orð svo verið notað um Finnmörk, sem nágrannaþjóðum hef- ur líkast til þótt eyðilegt land og ekki í alfaraleið. Þessi tilgáta virð- ist því ekki með öllu fjarri sanni. Sjálfir nefna Lappar sig „sameh“ (sabme í eintölu) og hafa barizt fyr- ir því í Noregi og Svíþjóð, að það nafn yrði almennt upp tekið, en hætt er við, að sú viðleitni verði til lítils, svo tamt er mönnum orðið Lappai' sem heiti á þessari þjóð. Lappar eru ekki fjölmenn þjóð, aðeins tæp 33.000. Þar af bua um það bil tuttugu þúsund innan landa- mæra Noregs. Flestir norsku Lapp- anna hafa um langan aldur átt sér bólstað við ströndina og stundað fiskveiðar. í Svíþjóð eru um níu þús- und Lappar, og í Finnlandi er taia þeirra um 2.500. Miklu fæsíi;' eru þeir í Rússlandi — tæp tvö þúsund. Lappar byggja geysistcrt svæði, þótt fámennir séu, byggð þeirra teygir sig allt norðan frá íshafi suöur til Reyr- áss í Noregi og Dalanna i Svíþjóð og frá Atlantshafi austur til Kólaskaga. Margt er á huldu um uppruna Lappa, og mannfræðingar og forn- 726 IfMINN — SUNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.