Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 16
Séð niður í Öskju — dökki flákinn við vatnið er Nýjahraun, er rann nú
fyrir fáum árum.
norðan við Herðul,treið. Geislar
hennar sveipuðu Lindirnar unaðs-
legum Ijóma. Og nú var orðið stafa-
logn. Þetta undurblíða kvöldskin
minnti mig á þá einu nótt, sem ég
hef átt í Herðubreiðarlindum, en
þar gisti ég ásamt eldri syni mínum,
Guðmundi, fyrir tveimur árum. Þá
nótt héldum við vörð til skiptis
nokkurn spöl frá litlu tjaldi, er við
reistum í bolla austan við tjörnina,
sem er skammt sunnan við Þor-
steinsskálann. Sú nótt, — hin áhrifa-
ríka öræfakyrrð og fjallasýnin líður
mór ekki úr minni. Og nóttin leið
án þess að nokkurt hljóð ryfi þögn-
ina, nema þau ein, er við sjálfir átt-
um sök á.
Þegar sól fór að rísa á heiðum
himni, klæddist Herðubreið þeim
töfraskikkjum, sem engin orð' fá
lýst. Og engum duldist. hve hýru
auga Snæfell leit þá til fjalladrottn-
ingarinnar í sínu fegursta skarti. Til
Vatnajökuls og Kýþrkfjalla var þá
líka eins gott skvggni og orðið get-
ur. Ég naut þess líka betur, þar sem
við höfðum ágætan sjónauka.
Þegar hákollar Snæfells og
Herðubreiðar roðnuðu fyrst í sólar-
glóðinni, fannst mér hún brosa móti
sólinni eins og hún vildi segja:
Ársól vermir aldnar brár,
i eldi sveipast tindar. —
i Himinn faðmar, heiður. blár,
Herðubreiðarlindar. —
N-e-ei. Þarna kemur þá Karl far-
arstjóri og fer greitt. Ég góma hann
samt og segi: Satt mælti Halla forð-
um „Fagurt er á fjöllunum núna.“
,Já“, svarar Karl og bætir svo við:
„Þessari stúnd mun ég — og sjálf-
sagt fleiri — aldrei gleyma. Það var
öðruvísi umhorfs, þegar ég kom
hingað fyrst með Sigurði skáidi Jóns-
syni á Arnarvatni Við vorum þá i
eftirleit, ég um tvítugt, en hann
fimm árum eldri og búinn að fara
þetta áður með Fjalla-Bensa. Við
vorum rúma viku i ferðinni og gróf-
um okkur sumar nætur i fönn. Og
nú á seinni árum hefur mig nærri
því mest furðað á einu atviki, er
kom fyrir. Við fundum sæmilega
vænt lamb i Grafarlöndum Það var
draghalt og gat því ekki gengið. En
til þess að fá eftirlaunin fyrir það,
en þær voru þá tvær krónur á kind
eins og daglaun karlmanns yfirf slátt-
inn. og svo að eigandinn auðvitað
fengi það, sem honum bar, þá lóg-
uðum við lambinu og bárum kropp
inn og gæruna niður í Mývatnssveit."
Karl snöggþagnar. Svó bætir hann
við brosandi og á lægri nótum:
„Mér flaug 1 hug annað atriði,
sem ég gleymi seint, úr þessari
sömu ferð. Við Sigurður aöfðum
fundið níu kindur, er við komum
norður að Grafarlandaá. Hún var
auð að venju, en heiðríkt loft og
heiftarfrost. Við urðum því að bera
kindurnar yfir ána, þar sem ekki
kom til mála, að láta ullina á þeim
blotna. Það kostaði því hvorn okkar
fimm ferðir. Þegar því var lokið, fór-
um við úr bleytunni, undum plögg
og leðurskó eftir mætti og nudduð-
um fæturna rækilega áður en við
fórum í þurra sokka. Þá sveið okk-
ur illa í gómana, sem þó virtust
orðnir dofnir. En sviðinn hélzt svo
lengi, að mér þótti alveg nóg um.
Sigurður var ágætur félagi,
úrræðagóður, ratvís og ósérhlífinn.—
Nú verðum við sjálfsagt komnir heim
í Öxarfjörð eftir nokkrar stundir, og
það án þess að ganga eitt spor.“
Ég þóttist sjá, að jeppinn, sem
Karl hafði setið í. væri kominn langt
á undan, út á eyrarnar. Og það
glampaði svo fallega á hann, þar
þar sem hann flaug áfram. Ég botn-
aði ekkert í þessu, þar sem Karl
stóð enn í kallfæri við mig. En skýr-
inguna fékk ég fljótt. Nokkrir ungu
mennirnir vissu betur en ég. Það
átti að vera hall í Skúlagarði í Keldu
hverfi. þetta laugardagskvöld. Og
þeir voru þá ekkert að tvínóna við
það, heldur fengu sér góða félaga og
þustu af stað. Ólíklega kæmust þeir
á ballið fyrr en klukkan 12-1 um
nóttina. En það gat allt blessazt fyr-
ir því. Og margir dáðust að því, hvað
jeppinn vaggaði fallega á fleygiferð,
norður að Lindaánni. Svo hvarf hann
1 hraunið. — Mér flaug í hug ítur-
vaxinn og fagurskapaður fjalla-
hreinn. sem öræfablærinn hvíslar
að um mánabjarta septemhernótt,
að nú bíði hans stefnumót skammt
undan. Og samstundis tekur hann
sprettinn. —
Frá þessu segi ég rétt til þess að
sanna, að sveitungar mínir láta sér
ekki allt fyrir brjósti brenna. Geri
aðrir betur.
Þegar við komum aftur á þjóðveg-
inn, austan við Hrossaborg, varð
mér litið á lítið blað, sem ég hafði
krotað á vegalengdir og aksturstíma
um daginn. Sumt af því set ég hér,
ef einhver gæti haft stuðning af því
og þó sérstaklega ef honum flygi í
hug að skreppa frá Öskjuvatni
einhverra erinda, ef til vill á ball í
Skjólbrekku, sem er mun styttri leið
en niður í Skúlagarð. Frá Hrossa-
borg að Þorsteinsskála mældi -jepp-
inn um 62 km., sem farnir voru á
tæpum hálfum þriðja tíma. Frá Þor-
steinsskála að Öskjuvatni mældust
aftur um 47 km., sem eknir voru á
svipuðum tíma. Frá Knebelsvörðu og
þar til komið er austur úr Vikra-
hrauni, virtist um níu km. vegalengd
og seinfarin. Það er því hæpið að
keyra á mikið skemmri tíma en
fimm klukkustundum frá Knebels-
vörðu á þjóðveginn hjá Hrossaborg,
en það munyvera um 108 km. vega-
lengd. Hitt er aftur hárrétt, að það
er aldrei hægt að reikna út, hvað
þeim tekst, sem eru nýtrúlofaðir.
,,Þá eru mönnum allir vegir færir,“
segir Jón Stefánsson í Möðrudal.
Og sá náungi veit, hvað hann syngur.
Eftir minnst 340 km. ferðalag voru
allir komnir til sinna heima klukkan
tólf til eitt um nóttina. Þá var kom-
inn norðankalsi og ört versnandi
veður. En það, sem mestu máli skipti
yar, að ekkert óhapp kom fyrir og
allir voru og eru enn ánægðir með
ferðalagið.
Gamlaárskvöld 1963.
Theodór Gunnlaugsson
— frá — BjarnialanAi.
736
T í M I N N-SUNNUDAGSBLAÐ