Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 18
samhengi allra hluta. Sú stund, er hann af fúsum vilja hafði sagt skilið við lífið, virtist honum vera há- punktur þess, og honum kom alls ekki á óvart, þegar þeiná formúlu skaut upp eins og glitrandi demanti huga hans, sem var miðás kerfis hans og hann hafði leitað svo lengi. Hann hafði náð markinu. Nú gat hann á- na'gður dregið sig í hlé. Hafði hann raunverulega náð mark- inu? Var það ekki glæpur gegn mann- kyninu, ef hann tæki uppgötvun sína með sér í gröfina eins og hún væri ætluð honum einum? Voru ekki hinar dásamlegu en sjaldgæfu innsæis- st; miir snillinganna í þágu allra manna? Var heili hans annað en það tæki. sem andian hafði notað, til að opinbera sig öllum? Ambroise Botrn.ird trúði ekki á «uð. en hann 'rúði á guðdómleika mannsandans. Yfir hanri kom djúp og hátíðleg al- vara. og hann leit á klukkuna. Enn voru þrír tímar til hinnar ákveðnu stundar. Þá notaði hann til þess að hripa upp aðalatriði kerfis síns fyrir síðari tíma. Penninn þaut æeð ör- skotshraða jrfir blaðið, kúrfa tok við af kúrfu, augu hans loguðu og svit- inn perlaði á enni hans. Hann átti í kapphlaupi við dauðann, baráttu um ódauðleikann Ekki um eigin ódauð- leika, því að um hann stóð honum orðið á sama. Fyrir augum hans glitraði hin éilífa hringrás manns- andans Þegar innsæi snillingsms hef- ur yfirgefið höfuð skapara síns, en'J- urfæði;.' hugsunln í milljónum ann- arra huga, breytist í stöðugt nýjar myndir og fellur að Iokum inn í ó- stöðvanleg eínaskipti mannsandans sem engan dauða viðurkennir Hann ritaði efst á handrií.ið TW frönsku akademíunnar, braut það saman og stakk þvi niður í fiösku. sem hann setti tappa fyrir og iét síð- an i frakkavasa sinn Fyrsta skima dagsins féll á óhreinar rúðurnar Þegar vinir hans, sem hann hafði fengið til að vera einvígisvotta. börðu að dyrum, reis hann upp og heilsaði þeim brosandi. en þöguii, greip frakkann af uglun- i og gekk , með þeim niður Þeir gerðu nýla til- raun til þess að teiða honum fyrir sjónir. hve heimskulegt áform hans væri, en hann vísaði þvi tali á bug með sannfæringar og sælubrosi Á bakka Signu lét hann vagninn uems staðar. Hann laúk upp dyrunum. gekk út og kastaði flöskunni í ána. Hún small í vatnið, sökk og lyftisl nokkrum sinnum og hringaðist síðan niður eftir ánni. Forsjónin skyldi ráða því, hvað um uppgötvun hans yrði Hann hafði gert bað sem hon um bar Döggin glitraði á grasi engisins sem hafði verið valið sem einvígis staður og vai í titlum skógi Fvrstu geislarnir voru farnir að brjótast þangað gegnum trjá'þykknið. Herra de Chantilly beið þar, ásamt einvígis- vottum sínum. Hann var stór vexti og breiðaxla, klæddur sportfötum, eins og hann væri á leið til veð- hlaupavallarins, og hann veifaði taugaóstyrkur fílabeinsbúnum staf. Ambroise Bonnard gat ekki fundið til minnsta haturs gagnvart honum, þótt han.n viðurkenndi og skildi þá gráglettni að láta snilling falla fyrir skeytingarlausri og æfðri hendi ó- merkilegs tízkuljóns samkvæmislífs- ins. Andstæðingarnir gengu hvor frá öðrum. einvígisvottarnir gerðu venju legu sáttatilraunirnar, byssurnar voru teknar fram. Herra de Chantiily átti að skjóta á undan. Hann lyfti silf- ursleginni skammbyssunni upp með látbragði hinnar æfðu skyttu og mið- aði á brjóst andstæðingsins. Ambro- ise Bonnard fann ekki til skjálfta. Undarlegt afskiptaleysi hafði gripið hann, jafnvel örlítil óþolinmæði eftir koma þreytandí formsatriðum af og komast að efninu. Hann var bú- inn að segja skilíð við heiminn, og allt, sem honum viðkom hafði ekki framar annað. en táknræna þýðingu fyrir hann. Hann horfði með kald- hæðnislegri forvitni á byssuhlaupið, og allt í einu gat hann ekki lengur trúað því, að þetta áhald væri þess umkomið að flytja hann úr þessum heimi yfir í þann næsta: Þá reið skotið af. Hvellurinn hafði eitthvað innihaldslaust og glymjandi við sig, eins og blaðra væri sprengd. Mjólkur- litur reykur huldi handlegg og brjóst- kassa de Chantillys, eins og hann hefði hleypt af reykskoti, svipuðu þeim, sem notuð voru við flugelda- sýningar í Tuilerien-garðinum. Augu hans hvíldu alvarleg og þrungin góð- látlegum trega á Ambroise Bonnard. Hann tók eftir því og fann, hvernig ólgandi bræði magnaðist hið innra með sér. Hann miðaði á andlit and- stæðings síns og hleypti af. Sekúndu- broti síðar lá herra de Chantilly á grasvellinum. Kúlan hafði farið milli augna hans inn i höfuðið og v7aldið dauða hans þegar í stað. Þegar Ambroise Bonnard hugs- aði síðar til þess, sem gerðist eftir einvígið, minntist hann aðeins draum kenndrar leiðslu. þar sem hann sjálf ur aðhafðist ekkert, heldur lét stjórn ast af flótta frá þvi. sem gerzt hafði Árangur þessarar vímu var sá. að hann var staddur utan landamæra Frakklands með meðmælabréf í vas anum til ýmissa háttsettra manna sem voru kunnugir Mamade de Chan tilly Hann notfærði sér ekki þessi bréf, heldur reif þau í suadur Þau voru síðustu merkí þess heims, sem lá að baki honum eins og fjarlægt löngu liðið tilveruskeið Árum saman dró hann fram lífið, sem hann þó kærði sig ekki framar um. Hann hafði gert sér litlar vonir um að lifa, var svo sannfærður um dauðann, að hon- um fannst lífið vera eins og óvelkom- in gjöf illr.a örlaga — gjöf, sem hann hafðl ekki óskað eftir, sem hon- um stóð á sama um, var jafnvel illa við. Það var fáránlegt, lítilmótlegt, auvirðilegur skrípaleikur að halda í líf, sem hugur hans hafði þegar gefið upp á bátinn. Hann gegndi ómerki- legum störfum, bjó í dimmum hreys- um, þvældist á nótunni um ókuna stræti, var talinn sérvitringur. Þeir, sem kynntust honum, fundu minjar útbrunnins anda, sem einstöku sinn- um blossaði upp eins og italjós, sem lýsti upp horfna daga. Hann fór til Dyflinnar, gerðist aðstoðarmaður í hinni konunglegu stjörnuathugunar- stöð, og þegar hann var drukkinn, batt hann sig sjálfur með reipi við stjörnukíkinn stóra, sem horfði til til himins, og var að lokum rekinn þaðan með háði og skömm. Oft hafði hann gert sér vonir um, að handritið, sem hann hafði kastað í flösku í Signu forðum, kæmi í leitirnar. En forsjóninni fannst það of einföld lausn. Það var glatað. Hann gat ekk- ert munað af snilliinnblæstrinum frá því œii nóttina fyrir ein.vígið. Hann hafði ekkert til þess að koma sér á sporið, og jafneinstæð augnablik koma aldrei aftur. í rökkrinum einn svalan sumardag tólf árum síðar, gekk lotinn og grár maður upp stigana í húsi einu við Rue Morgue. Á efstu hæðinni knúði hann dyra og spurði skorpna húsmóð- urina ,hvort kvistherbergið væri laust. Gamla konan sagði, að það væri laust, en hún gæti ekki leigt það. — Hvers vegna ekki? — Fyrir meira en áratug, sagði hún í leynd- ardómsfullum hvísltón, bjó þar ung- ur maður, sem varð að flýja vegna einvígis. Þetta var menntamaður, og hann skildi herbergið eftir troðfullt af bókum, skjölum og undarlegum áhöldum. Nokkrum dögum síðar hafði kona af háum stigum komið til hennar og tekið kvistinn á leigu. Hiis móðirin mátti ekki færa þar neitt til, ekki einu sinni snerta eina einustu bók, og fyrir þetta fékk hún mánað- arlega ávísun, sem hún innleysti í bankanum. Þetta hafði varað árum saman, og, tigna konan vonaði víst ennþá, að þessi maður, sem hafði barizt vegna hennar. kæmi aftur Það var orðið dimmt inni hjá gömlu konunni „Fylgið mér upp'“, sagði komumaður og kveikti =t eld- spýtu, sem lýsti upp andlit hans „Þér eruð herra Bonnard!" hróp- aði hún og gat ekki staðið á fætur úr legubekknum drykklanga stund. En síðan spratt hún á fætur, kveikti ljós. gekk tii hans og bauð hann hjartanlega og vingjarniega velsom- 738 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.