Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 15
skýr. Mér hefur líka alltaf virzt hún
komast næst sannleikanum um or-
sök að dauða þeirra félaga. Það er
hennar eigin athöfn.
Eftir meira en viku kynni af
Öskjuvatni og umhverfi þess, um-
hugsun um atburðinn -sjálfan daga
og nætur, samanburð á þeim heim-
ildum, sem hægt var að fá í sam-
bandi við hann og síðast en ekki
sízt, yfirvegun og mat skarprar dóm-
greindar, næmleika og innsæis, sem
sumar konur eru svo ríkar af, varð
hún að lokum sannfærð um hvern-
ig slysið hefði orðið.
Kvöldið 23. ágúst réri leiðsögu-
maðurinn, Sigurður, langt út á vatn-
ið með hana og félaga hennar, Keck,
í yndislegu veðri. Þau sátu á aftur-
þóftunni. Og þegar báturinn, sem
var úr tré og stöðugur, hafði farið
gegnum stórar vikurrastir — en í
einni slíkri röst fannst önnur árin
af bát þeirra félaga af hendingu
sumarið áður — lagði Sigurður inn
árarnar og báturinn nam staðar. Hin
djúpa öræfakyrrð og hið hrikalega
umhverfi hreif hug þeirra. Enginn
mælti orð. Þá var það, sem Grumb-
kow seildist í barm sinn og dró út
lítinn kistil, sem hafði að geyma
minjagripi, er eitt sinn voru sýnileg
tákn um tvö hjörtu, sem unnust.
Nú var hún þess fullviss, að annað
lægi hér einhvers staðar í þessari
djúpu gröf. Hún hallaði sér að borð-
stokknum, rétti út arminn og lét
kistilinn falla í vatnið. Hann hvarf
í djúpið, og höfug tár fylgdu honum
á leið. —
Þeir, sem eiga eftir að nema stað-
ar við ICnebelsvörðuna á blíðu ágúst-
kvöldi, munu án efa láta hugann
reika um þennan löngu liðna atburð.
Og ég held, að allir komist þá að
svipaori niðurstöðu um afdrif þeirra
félaga og unnusta Knebels, ungfrú
Grumbkow. --
Keiium vagn heim ekið.
Þegar ekið var til baka yfir gufu-
uppstreymið, hafði kyrrt mikið og
því var ekki eins blindað. Flestir
fóru því út úr farartækjunum til að
ná sér í marglita hraunmola, sem
voru víða og furðulegir að lögun. Þá
átti að geyma í góðum stað til minn-
ingar um þessa ferð. Þegar við svo
ókum um Vikrahraunið aftur, fannst
mér það enn svartara en áður.
Ógreitt yrði þar gangandi manni að
paufast áfram um myrka nóf.t og í
syngjandi úrkomu. En þannig var
víst einu sinni. Minntist ég þá orða
biblíunnar, sem ég var þó aldrei
beysinn í: „í upphafi var jörðin
auð og tóm og myrkur grúfði yfir
djúpunum." —
Þegar ég svo leit upp og'virti fyr-
ir mér umhverfið, nú eftir að ég
hafði séð Öskjuvatn, fann ég betur
en nokkru sinni fyrr, hve eftirfar-
andi lýsing Sigurðar Þórarinssonar,
jarðfræðings á Öskju er afburða
snjöll. Hann segir: „Askja er sér-
stæður heimur öræfaauðnar og ör-
æfaþagnar. Og fáa hygg ég fara inn
í Öskjuop í fyrsta sinn, og koma út
aftur alveg sömu menn.“
Klukkan rúmlega átta um kvöldið
var komið að Þorsteinsskála. Þangað
voru þá komnir ferðamenn á þrem-
ur eða fjórum bílum til að gista.
Og víst hefði það verið gaman að
dvelja þar líka um nóttina og njóta
öræfatöfranna lengur. En allir urðu
að komast heim. Dvalið var þar )
nokkra1-' stund, svo menn gætu fengv
ið sér hressingu, því að drjúgt reynd-:
ist í hitaflöskunum, og svo höfðu
margir suðutæki.
Þegar jepparnir voru að tínast af<;t
stað, skein jól í skýjavök, skammt'
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ